Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005
11
Bæjarráð:
Lýsir ánægju
með viðbrögð
ríkisins
Bæjarráð lýsti ánægju með þá
ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem
kynnt var í Vestmannaeyjum í síðustu
viku um opnun útibús Fiskistofu í
Eyjum í ársbyrjun 2006. „Jafnframt
fagnar bæjarráð þeirri stefnu sem felst
í þessari ákvörðun að færa ákveðna
starfsemi undirstofnana ráðuneytisins
í auknum mæli út á land, ekki síst
þangað þar sem sjávarútvegur er
undirstaða byggðanna.
Bæjarráð hvetur sjávarútvegsráð-
herra og önnur stjómvöld til þess að
halda áfram á þessi braut, en þetta
getur orðið öðram hvaming til þess að
auka íjölbreymi atvinnulífsins á þess-
um stöðum.“
Það var einnig verið að fagna
ákvörðunum stjómvalda í öðra máli á
fundi bæjarráðs en nú var það vegna
ákvörðunar samgönguráðherra um að
gert verði ráð fyrir þrettán til fjórtán
ferðurn á viku milli lands og Eyja
með Herjólfi í nýju útboði og kemur
að fullu til framkvæmda í ársbyriun
2006.
„Þessi ákvörðun samgönguráðherra
er í samræmi við kröfur og óskir
bæjaryfirvalda sem kynntar vora í
viðræðum við Vegagerðina í febrúar
sl. Bæjarráð leggur áherslu á áfram-
haldandi gott samstarf við
Vegagerðina og rekstraraðila Heijólfs
um þá þætti sem varða samskipti
bæjaryfirvalda og þessara aðila.“
Allir verðlaunahafar úr Hamarskóla
Kristinn Pálsson þótti lesa best
Á mánudag voru úrslit í upp-
lestrarkeppni grannskólanna. Þar
kepptu tólf nemendur úr sjöundu
bekkjum Bamaskóla og Hamarskóla.
Sex úr hvoram skóla, jafnt skipt milli
kynjanna.
Nemendur höfðu undirbúið sig vel
fyrir keppnina og hefur hann staðið
síðan í haust. Æfingar hafa farið fram
undir öraggri leiðsögn kennara þeirra.
Þrjár umferðir voru í upplestrinum.
Fyrst lásu krakkamir upp úr bók
Guðrúnar Helgadóttur, Öðravísi
dagar og í næstu umferð voru lesin
ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. í þriðju
umferð lásu þau svo ljóð að eigin vali
og vora þau mjög fjölbreytt.
Það fór svo að lokum að nemendur
Hamarsskóla röðuðu sér í öll verð-
launasætin. Kristinn Pálsson, nem-
andi í 7. G.S. varð hlutskarpastur en í
öðra sæti var bekkjarsystir hans, Sæ-
dís Birta Barkardóttir. í þriðja sæti
varð Brynja Þrastardóttir úr 7. Þ.G. og
sérstök aukaverðlaun í fjórða sæti fékk
Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, einnig
úr7. Þ.G.
Kennarar krakkanna eru Guðrún
Stefánsdóttir og Þóra Guðmunds-
dóttir. Sparisjóðurinn veitti peninga-
verðlaun, Kristinn fékk fimmtán
þúsund krónur, Sædís tíu þúsund og
Brynja ftmm þúsund krónur. Allir
verðlaunahafar fengu bókina Við
Ægisdyr eftir Harald Guðnason frá
fræðslu- og menningarsviði bæjarins.
Kristinn Pálsson var að vonum
ánægður með sigurinn þegar rætt var
við hann en undirbúningurinn hefur
verið langur og strangur og meðal
annars var efnt til undankeppni í
skólanum. „Það kepptu sex úr hvoram
bekk um það hvaða sex kæmust í
leikhúsið. Eftir að það var komið í
ljós hverjir það yrðu tóku við æfingar
sem Halldóra skólastjóri stjómaði.
Hún kenndi okkur hvemig við ættum
að vera við púltið, hvar væri best að
anda og að æfa okkur að líta upp úr
bókunum annað slagið.“
Kristinn, sem var mjög skýrmæltur
og ákveðinn þegar hann las, sagði
þetta ekki hafa verið erfítt, þó að í
salnum hafi verið fjöldinn allur af
fólki. „Ég erekki sviðshræddur. Bæði
spila ég á píanó og hef verið að búa til
stutt leikrit fyrir bekkjarkvöld og
svona. Eg myndi samt ekki segja að
ég sé vanur en það var alla vega
enginn sviðskrekkur í mér.“
Kristni fannst upplesturinn
heppnast vel hjá öllum krökkunum en
aðspurður hvort eitthvað framhald
verði á vissi hann ekkert um það. „Það
kom nú fram þama að þau sem hafa
unnið á höfuðborgarsvæðinu voru
fengin til að lesa Passíusálmana á
páskunum en ég veit ekkert hvort það
verður eitthvað hér.“
Fundnir voru allir sigurvegarar
síðustu ára á höfuðborgarsvæðinu og
þeir fengnir til verksins sem tók rúmar
sex klukkustundir í flutningi. „Ég veit
nú ekki hvort ég er mjög spenntur
fyrir því en það væri örugglega
skemnitilegt að prafa,“ sagði Kristinn
að lokum.
Islandsbanki gefur út tölvukennslubók fyrir byrjendur
Palli Helga fékk tölvu með kveðju frá Jóhönnu Edwald
PÁLL í hópi starfsfólks íslandsbanka í Eyjum sem hugsar vel um sína.
Islandsbanki hefur gefíð út nýtt
kennslurit á tölvur og hefur þannig
komið til móts við þá viðskiptavini
sem hafa litla sem enga fæmi á tölvu.
Sérstaklega er kennt á Netbanka
íslandsbanka, isb.is. Utgáfufyrirtækið
Hemra stendur að útgáfunni ásamt
bankanum.
Ingi Sigurðsson, útibússtjóri
íslandsbanka í Eyjum, sagði að þessi
útgáfa væri liður í því átaki bankans
að gera fjármálaþjónustu aðgengilega
sem flestum á vefnum. í því felist
mikið hagræði að íjármálaþjónusta sé
aðgengileg sem flestum, enda eigi
fólk oft erfitt um vik að komast í
útibúin. Einnig era námskeið á
vegum bankans fyrir viðskiptavini
sína.
Að þessu tilefni var Páli Helgasyni
afhent tölva og kennslubók í útibúi
bankans á þriðjudag. Gjöfin á tölv-
unni var í samstarfi við Tölvun.
Ástæðan var að á vormánuðum 2004
barst íslandsbanka bréf frá Páli, stílað
á Jóhönnu Edwald þjónustufulltrúa
sem flestir ættu að muna eftir úr
auglýsingaherferð bankans. Þar
óskaði hann eftir nauðsynlegum
upplýsingum til þess að hann fengi
að njóta þess í kjöram að vera í
bankaþjónustu hjá íslandsbanka og
með tryggingar hjá Sjóvá.
I bréfi Páls segir meðal annars:
„Alla mína ævi hefi ég notið
þjónustu, fýrst Utvegsbanka Islands
útibús í Vestmannaeyjum og síðan
íslandsbanka útibús í Vestmanna-
eyjum. Aldrei þurft að leita annað.
Alltaf fengið þá þjónustu sem ég hefi
beðið um. Notið leiðsagnar frábærs
starfsfólks í gegnum árin.“
Hann hrósar frábæra starfsfólki í
útibúinu og segir síðan: „Þið erað oft
að benda á netbanka ykkar, ISB.IS.
Ég á ekki tölvu og hefi aldrei átt. Þess
vegna get ég ekki notað mér þá
þjónustu. Því ekki að senda mér sem
gjöf góða tölvu! Hér er austan átt,
þoka og rigning, +10 stig. Vonandi
fáum við engan snjó í vetur.“
Páll þurfti aðeins að bíða eftir svari
frá Jóhönnu enda öragglega mikið að
gera hjá ofurþjónustufulltrúanum.
Hún þakkar Páli kærlega fyrir bréfið
og biðst afsökunar á því hversu seint
hún svarar en segir mikið að gera hjá
sér að samþætta bankaþjónustu og
tryggingar. Hún segir bankann
virkilega kunna að meta hversu
góður viðskiptavinur hann hefur
verið. „Hjá mér er bjartviðri, tún farin
að grænka og sléttur sjór. Krókus-
arnir hafa lifað af síðustu snjókomu,
flestir. Sumir hafa drepist. Ég get
varla beðið eftir að trén laufgist og
sumarið gangi í garð. Ég vona að þú
náir tökum á þeirri þjónustu sem í
boði er í netbankanum, en hættir nú
ekki alveg að koma í útibúið. Þú veist
að það sem ég legg alltaf mest upp úr
er persónuleg þjónusta og mannieg
samskipti.
Með kærri kveðju. Jóhanna
Edwald, starfsmaður mánaðarins í
mars og öragglega í apríl líka.“
Spurt er:
Hvað kemst
ÍBV langt?
Jóhann Benóný.sson:
Bæði lið lenda í öðru sæti. Enginn
titill í ár, því miður.
Svala Dogg Þorlaksdottir:
Þau komast alla leið, bæði karla og
kvennaliðið. Maður verður bara að
hafa trú á okkar nrönnum og ég hef
fulla trú á að Alla Gokorian,
fyrrverandi samstarfsmaður okkar