Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 3
stökum vinsældum meðal almenn-
ings, vegna þess hve hve haganlega
hún var gerð, og svo hafði hún þessa
undurfögru tóna sem féllu almenn-
ingi sérlega vel í geð.
Nú spruttu upp harmoníkuverk-
stæði víða, en þó aðallega í Suður-
Evrópu. Einn frægastur þessara
harmoníkusmiða var Mattias
Hohner. Hann átti heima í litlum bæ
sem heitir Trossingen í suður Þýska-
landi. Árið 1857 stofnaði hann
harmoníkuverksmiðju sem er heims-
frægt fyrirtæki í dag, og elsta fyrir-
tækið í iðninni sem framleiðir um
400.000 harmoníkur á ári.
Harmoníka Daimans var auðvitað
mjög frumstæð að okkar mati í dag,
en stöðugar endurbætur voru gerðar
á þessu hljóðfæri. Sérstaklega urðu
vinsælar svokallaðar Magdeburg-
spil, sem voru smíðaðar í Magdeburg
af Fredrich Gesner hljóðfærasmið.
Þessi harmoníka komst brátt í tísku
og varð mjög vinsælt hljóðfæri
meðal almennings. Á árinu 1865
smíðaði austurríkismaðurinn Philipp
de Ponts fyrstu píanoharmoníkuna
og hélt hún velli í nokkra tugi ára. Um
aldamótin tók heldur betur að syrta í
álinn fyrir gömlu harmoníkuverk-
smiðjunum þegar ný verksmiðja tók
til starfa í Duisburg og smíðaði hún
stórar harmoníkur sem voru með
klukku og blásturshorni. Þær voru
málaðar í æpandi litum og þóttu stór-
kostlegar. En gömlu verksmiðjurnar
stóðust samkeppnina og litlu síðar fór
verksmiðjan í Duisburg á hausinn.
Allar harmoníkurnar, sem smíð-
aðar voru til 1890 vour svokallaðar
dúr harmoníkur sem við þekkjum
sem tvöfaldar nikkur í dag, sem þýddi
að takmarkað var hægt að spila á
þær, þess vegna voru þær í litlum
metum hjá músiklærðu fólki.
En það birti upp. Árið 1892 smíð-
aði belgíumaðurinn Armand
Locieaux fyrstu krómatísku
harmoníkuna og varð það til þess að
gera harmoníkuna að alvöruhljóð-
færi, sem snillingar leika á í dag.
Pietro Frosini og Pietro Deiro urðu
átrúnaðargoð harmoníkuunnenda
um víða veröld. Þeir sýndu svo ekki
varð um villst, hvernig hægt væri að
spila á kromatíska harmoníku.
Frá aldamótum hefur harmoníkan
náð vaxandi vinsældum meðal fólks í
öllum löndum heims, og er nú eitt
vinsælasta hljóðfærið í heiminum í
aa®' Lauslega þýtt
HARMONÍKAN
Útgefendur og áb.menn:
Hilmar Hjartarson Ásbúð 17,
Garðabæ, sími 91-656385
Þorsteinn Þorsteinsson Torfu-
felli 17,111 R.vík, sími 91-71673
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í oktober, endaðan febrúar og í
endaðan maí.
co
u_
LL
p
z
*
t=
z
Auglýsingaverð: g
1/1 síða kr. 6000
1/2 síða kr. 4000
1/4 síða kr. 2.500
1/8 síða kr. 1.500
Smáauglýsingar (1,5 dálksenti-
metri) kr. 500 + kr. 100 fyrir hvern
auka dálksentimetra.
Styrktarlína kr. 500
Ágæti lesandi
Þar kom að því. Þú heldur á
fyrsta harmoníkublaði, sem hef-
ur verið gefið út á íslandi. Þegar
við í upphafi ræddum saman um
að hefja útgáfu á þessu blaði, þá
datt okkur sennilega ekki í hug
hvað það kostaði að gefa út svona
blað, og jafnvel ennþá síður
hversu mikinn tíma það tæki að
koma þessu heim og saman.
En við fengum uppörvun úr
öllum áttum og aðstoð margra
góðra manna, og þetta er árang-
urinn.
Hvað er þá framhaldið?
Það getur oltið á ýmsu. Blaðið
verður ekki langlíft nema því
aðeins að sem flestir, sem á annað
borð hafa áhuga fyrir harmon-
íkunni, kaupi það og lesi. Til-
gangurinn með þessu blaði er sá,
að tengja saman það fólk sem
hefur áhuga fyrir harmoníkunni,
með því að segja frá starfi ein-
staklinga og félaga af öllu land-
inu.
Og nú er komið að þér.
Hvernig væri nú að taka sér
penna í hönd og skrifa í blaðið. Er
ekki eitthvað að gerast í sambandi
við harmoníkuna í þínu byggðar-
lagi? Hittist þið aldrei, farið þið
ekkert saman, spilið þið bara inni
á heimilum ykkar?
Ef þér liggur eitthvað á hjarta
sem þú telur að geti átt erindi i
blaðið, þá vertu ekki að hika við
að senda okkur línu.
Gott væri að fá frá ykkur efni
vélritað, en auðvitað er það ekki
skilyrði. Og munið að góð mynd
gerir góða grein ennþá betri.
Þá viljum við benda þér á, að ef
þú vilt selja eða kaupa hljóðfæri,
þá er upplagt að auglýsa í blað-
inu. En auðvitað eru allar auglýs-
ingar sem birtast í blaðinu vel
þegnar, því þær styrkja fjárhags-
lega afkomu blaðsins. Til þess að
auðvelda samstarf á milli félag-
anna, höfum við sent öllum for-
mönnum harmoníkufélaga á
landinu bréf, þar sem við biðjum
um merki (mynd af fána eða
álíka) hvers félags. Við birtum
svo í blaðinu nöfn formanna allra
félaganna á landinu og félags-
merki hvers félags.
Þá viljum við þakka öllum
þeim sem rétt hafa okkur hjálpar-
hönd, eða greitt götu okkar á einn
eða annan hátt.
Sérstakar þakkir til Einars
Torfasonar.
Með harmoníkukveðjum
3