Harmoníkan - 01.10.1986, Page 6

Harmoníkan - 01.10.1986, Page 6
Hurð var höfð opin í hálfa gátt yfir í næsta herbergi en þar sat dómnefndin og vissi því ekki hver lék hverju sinni. f dómnefnd voru þekktir tónlistarmenn. Halldór Einarsson var nr. tvö óg Jóhannes Jóhannesson nr. þrjú í þessari keppni. Um haustið var ég beðinn að spila á fyrsta dansleiknum, það var með Halldóri Einarssyni frá Kárastöðum. Þetta var upphaf af langri samvinnu okkar í milli með músík á dansleikjum. Á þessum árum voru hljómburðartæki nær óþekkt og píanó óvíða á samkomustöðum utanbæjar. Tvær harmonikur þóttu því sjálfsögð hljóðfæraskipan. Dansleikirnir voru haldnir við ólíkustu skilyrði, jafnt innanhúss sem utan og þætti e.t.v. skrítið að sjá har- monikuleikara spila með belgvettlinga á höndum á réttar- Loks eru fáanlegar rennur sem gera að engu vandann við frárennsli og þrifgólfa og stærri flata, jafnt innanhúss sem utan. MEARIN frárennslirennur eru framleiddar úr niðsterku frost- oghitaþolnu plasti í 50 og lOOsentimetra löngum einingum sem sérlega auðvelt og fljótlegt er að leggja. MEARIN rennurnar þola m.a. sýrur, salt, olíur, bensín ofl., þær henta því mjög vel til notkunar í eftirtalda staði: HEIMKE YRSLUR GÖNGUGÖTUR GANGSTÍGA BÍLASTÆÐI BÍLSKÚRA SVALIR VERKSMIÐJUR MEARINrennunum er lokað að ofan í með málmristum sem þola m.a. að bifreið sé ekið yfir þær. %1JP verkprýði hf SíftumúlalO Síml 688460 balli, en það gat komið sér vel á útisamkomum í kulda. Á stríðsárunum hitti ég bandarískan harmonikuleikara sem ég hreifst mjög af. Þessi maður hét Dave Ferrari og var afburða harmonikuleikari á píanónikku, píanóhar- moníkan var þá í minnihluta meðal hérlendra spilara en ég þóttist sjá að einhverjir meiri möguleikar væru á píanó- borðið en hnappaborðið og var því enn einu sinni ákveðið að breyta til. Leifur Auðunsson frá Dalseli átti fallega „FRONTA- LINI“ harmoniku sem ég fékk keypta og hana tók ég með mér til að spila á dansleik, eftir að hafa lært lög sem nægðu í pásuna sem kölluð var en það var hálf klukku- stund hvíldartími fyrir samleikarann. Dave Ferrari bauð mér síðan heim til sín eftir stríðið til þess að fara í tíma hjá kennara hans í San Fransixco og dvaldist ég þar í tæpt ár og sótti tíma til kennarans sem hét Cagnasso og var ítali. Á þessum tíma bauðst mér tækifæri til að æfa hljóð- færaleik meira og betur en áður. Ég spilaði víða þarna úti og eitt sem mér er hvað minnistæðast er kúrekahátíð ein mikil sem haldin var í Salínas. Áætlað var að 400.000 manns hafi verið viðstaddir. Fyrir allan þennan mannskap lék ég í asnakerru sem ekið var um breiðstræti, klæddur í spánskan matador (nautabana) búning og tók ferðin um tvær klukkustundir en ég lék aðeins þrjú lög upp aftur og aftur þennan tíma og voru þá.puttar og eyru búnir að fá nóg af þeim lögum.“ — Áttir þú ekki kost ú að heyra í bandarískum har- monikuleikurum? ,,Ég hlustaði á nokkra þarlenda sem ekki var tækifæri til að heyra í hér heima, t.d. Galla-Rini. Þeir nikkarar sem þarna var að sjá voru með píanóharmoníkur. Eftir heimkomuna hélt ég hljómleika á nokkrum stöð- um úti á landi en aðalvinna mín með hljóðfærið var þó á dansleikjum, ásamt einleik við ýmiss tækifæri. Ég hef samt aldrei haft hljóðfæraleik að aðalstarfi heldur unnið fullt starf hjá Sjóváfryggingafélaginu alla tíð. Nú byrjar ballið. Ég kynnist eiginkonu minni Ingrid og byrjar þá eins og oft vill verða, húsbygging, barnauppeldi, svo nóg var af músik á heimilinu, þó harmónikan þagn- aði. Mátti nú heita að ég spilaði ekki í ein 20 ár. Ekki fór meir fyrir harmonikunni á heimilinu en það að eiginkonan og nánustu ættingjar höfðu vart heyrt mig spila. Ingrid þótti illt til afspurnar að börnin hefðu ekki heyrt föður sinn spila né neitt lægi eftir hann hljóðritað. Þetta varð til þess að út var gefin plata með bæði nýjum og gömlum lögum. Nokkrum árum síðar gaf ég út aðra plötu og þá með eigin lögum í gömludansastíl. Margir harmonikuleikarar munu þekkja þessar plötur.“ — Að lokum varpa égþeirrispurnignu frm tilBraga, d harmonikan framtíð fyrir sér? ,,Ég held tvímælalaust að harmonikan eigi framtíð fyrir sér og þá fyrst og fremst í því formi og með þeirri tegund af tónlist sem á hana hefur verið leikin undanfarið. Það er hin eiginlega harmonikuhljómlist, harmonikan er mjög persónulegt hljóðfæri og bíður upp á mikla möguleika til sjálfstjáningar en það verður að telja aðalmerki hvers hljóðfæris, en til þess að tjá sig músik á góðan hátt þarf mikla æfingu og gildir það ekki síst um harmonikuna.“ — Um leið og ég kveð þau Braga og Ingrid Hlíðberg ber ég þá von í brjósti að við harmonikuunnendur eigum oft eftir að fá að sjá og heyra í þessum fágaða og hógværa snilling. Hilmar Hjartarson 6

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.