Harmoníkan - 01.10.1986, Síða 9

Harmoníkan - 01.10.1986, Síða 9
Á hljóðfœraviðgerðarverkstceðinu hjá Guðna S. Guðnasyni. Hann brást fljótt og vel við þegar einhver ókind hljóp í hljóðfœrið hjá Lars. meir óðum við Ingimar yfir á undan bílnum til að taka myndir, Þegar til Hveravalla kom varð það ljóst að Ingimar átti stórafmæli, hann stóð á fimmtugu og var því skálað honum til heiðurs en eitthvað var lítið af öli til að blanda í mjöðinn og stakk einhver upp á að nota vatn úr ein- hverjum læknum sem rann frá hvera- svæðinu. Þessi hugmynd var til allrar lukku reifuð við Iandvörð á svæðinu og svaraði hann þvi til að menn gætu átt í erfiðleikum með þvaglát í nokkra daga því vatnið væri mjög rikt af út- fellingarefnum og væri því ráðlegast að sleppa því. Hverasvæðið var skoðað og höfðu menn gaman af að sjá ferðamenn sjóða egg í heitum bullaugum og margt annað sem þarna er athyglis- vert var vandlega athugað. Áfram var haldið í norður og var nú reynt að minna á útilegumenn sem þarna bjuggu fyrrum og fleiri hættur sem á öræfunum leyndust. Lars og fjölskylda voru í einu orði sagt heilluð af törfraheimi þessara víðáttumiklu óbyggða. Til Akureyrar komum við að áliðn- um degi. Þar tóku á móti okkur formaður F.H.U. við Eyjafjörð, Jóhann Sigurðsson og ritari þess félags, Jóhannes B. Jóhannsson og vísuðu þar svöngum og dösuðum ferðalöngum til borðs á hótelinu. 6. ágúst 198(T Fyrri part dagsins buðu Akureyringar upp á útsýnisferð um hinn fagra höfuðstað norðurlands og nágrenni. Seinna þann dag kom Þorsteinn gítar- leikari eins og áætlað var og brátt var tekið til við að koma hljómflutnings- tækjunum fyrir, hressa síðan upp á útlit sitt, því konsertinn átti að fara fram um kvöldið i Sjallanum. Hann hófst á tilsettum tíma með fjölda eftirvæntingarfullra áheyrenda í saln- um. Það stóð heldur ekki á viðbrögð- um gesta, það, var mikið klappað og vægt til orða tekið fengu strákarnir afbragðs góðar viðtökur. Ég held líka að þetta kvöld hafi þeir verið einstak- lega vel upplagðir og í lokin bauð Lars þeim sem vildu að taka i sitt sérstaka hljóðfæri sem er Borsini Nostalgic, Lars Ek spesial, handsmíðuð meira og minna, gerð eftir hans eigin hugmynd, einnig er hún gerð eins og Framl harmoníkur voru eftir 1930. Er t.d. á bls. um Kaldadal þar sem jaðraði við sandbyl og létu forsprakkar ferðar- innar í það skína að ekki mætti mikið bæta í vind svo allt yrði ófært og að minnsta kosti bíllinn yrði sandblásinn eins og beinagrind í eyðimörk; en ekkert slíkt gerðist nú og er við kom- um niður undir Þingvöll var að færast á ný roði í kinnar okkar erlendu gesta og þegar nálgaðist Bolabás urðum við þess áskynja að veður þarna um slóðir var með fádæmum yndisfagurt, glampandi sól, stafa logn og óvenju mikið af fólki saman komið til að njóta friðar og útiveru um verslunar- mannahelgina. Reykur frá útigrillum steig beint upp til himins og alls staðar mátti sjá léttklætt og brosandi fólk. Við fórum að sjálfsögðu með gesti okkar á helstu sögustaði á Þingvöll- um og m.a. gengum við niður Al- mannagjá að hinum forna þingstað, Drekkingarhyl og víðar. Það verður að segjast satt og rétt að gestirnir hrifust mjög af fegurð og sögu Þing- valla og virtust vera afar opin fyrir því sem fyrir augu og eyru bar. Eftir kaffi og meðlæti að Valhöll var ekið um Lyngdalsheiði og Laugarvatnsvelli með viðkomu í hell- inum sem búið var í til ársins 1922. Upphaflega hugsuðum við okkur að gista fyrstu nóttina á Hveravöllum, þar var hvert rúm skipað löngu áður, sama var upp á tengingnum á Laugar- vatni, svo að Ingimar tók til sinna ráða og útvegaði öllu liðnu gistingu hjá skyldmennum sínum að Kjarn- holtum í Biskupstungum, þar sem rekið var sumardvalarheimili fyrir börn og jafnframt var fæðingarstað- ur hans. Þarna var vel tekið á móti okkur, og var mjög góður agi á öllu, það heyrðist varla í börnunum og ró og friður ríkti er líða tók á kvöld. Á kvöldvöku sem haldin var fyrir börnin var Lars beðinn um að spila fyrir þau, og mikil ósköp, allir sátu og hlýddu á, stilltir og prúðir með opinn munn, eyru og augu, og litla stofan sem þéttsetin var glumdi af lófaklappi milli laganna eins og í tónleikahöll. Já, þetta var dálítið sérstök og eftir- minnileg kvöldstund. 5. ágúst 198(T Nú var lagt í ferðina um Kjalveg. Daginn áður höfðum við skoðað hverasvæðið við Geysi í Haukadal en nú litum við á Gullfoss í öllu sínu veldi áður en ferðin hóft inn á öræfin. Veðrið var mjög gott, logn og sólskin svo útsýni var frábært. Nokkrir lækir og ár voru á leiðinni og þótti útlend- ingunum mikið til koma þegar ekið var yfir, og til að auka áhrifin enn Fyrsta samæfingin — Þorsteinn, Lars og Þórður 9

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.