Harmoníkan - 01.10.1986, Síða 12

Harmoníkan - 01.10.1986, Síða 12
Á Hveravöllum, skálað í tilefnifimmtugsafmœlis IngimarsEinarssonar með sól- skinsbros á vör. Kveðjustund á Húsavík að Laugabrekku 20. Frá vinstri — Hólmgeir Árnason, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, ungur dóttursonur Ingvars ogBoggu, Ingvar Hólm- geirsson, Björg Gunnarsdóttir, Hilmar Hjartarson, Sigríður Sigurðardóttir, Ann Mary, Mikael, Lars Ek og Ingimar Einarsson. Kveðjuhófstertan skorin. Sigurbjörg Pálsdóttir, Aðalsteinn Símonarson, Anna Kristinsdóttir, og Ingimar Einarsson. Fyrrverandi og núverandi formenn ásamt konum sínum. aðeins 9 kg á þyngd, með slíku hljóð- færi segist Lars aðeins geta túlkað verk eldri meistaranna. Einn maður notfærði sér þetta boð, það var hinn kunni harmoníkuleikari, Jón Hrólfsson, sem einnig leikur á sænskt hnappaborð og var annað ekki að heyra en færi vel á með Jóni og hinni útskornu og perlum prýddu harmoníku. Lars og fjölskylda hrukku upp um miðja nótt á hótelinu, sem þau sváfu á Akureyri, maður nokkur, nokkuð við skál, braut rúðu á hæðinni fyrir neðan með miklum tilþrifum en lög- regla kom fljótlega og skrúfaði niður í honum eftir þras og stimpingar. 7. ágúst 1985 Allir voru samt hressir og kátir að morgni og var nú haldið af stað áleiðis til Húsavíkur. Þegar komið var í Þingeyjarsýslu tók á móti okkur for- maður Harmoníkufélags Þingeyinga, Stefán Þórisson og kona hans Gunn- hildur Guðmundsdóttir. Menn heils- uðust að fornum sið með kossi og þótti útlendingunum mikið til koma. Fannst þeir skynja hve íslendingar væru eins og ein fjölskylda. Allir rómuðu veðurblíðuna og sagði Stefán slíkt veður ævinlega fylgja harmoníkuunnendum. Ekið var í átt til Mývatns og hvílík fegurð þessa landssvæðis, það er erfitt fyrir okkur íslendinga að lýsa því, en það gerir útlendinga hreint orðlausa. Þegar setið var til borðs í Reykja- hlíð tilkynnti Stefán rausnarlegt boð frá eiganda flugfélagsins Mýflug en það var að fljúga með gestina yfir Mývatnssvæðið sem þeir þáðu með þökkum. Stefán fór líka með í þessa ferð og var eftir hana mikið flóð af fögrum lýsingarorðum um svæðið. Húsavík var næsti viðkomustaður en þar voru næstu tónleikar fyrir- hugaðir í Félagsheimilinu. Ingvar Hólmgeirsson formaður Lands- sambands harmoníkuunnenda og kona hans Björg Gunnarsdóttir tóku þar á móti okkur og buðu öllum inn á heimili sitt, að Laugarbrekku 20, og upp á hressingu. Þegar menn fóru að minnast á þreytu var bent á að úti í garði væri heitur pottur sem auðveld- lega myndi sjá við því og viti menn það var satt, þetta reyndist hin besta heilsulind og voru hérlendir sem er- lendir ekki að flýta sér úr þeirri sælu. Lars vildi gjarnan hafa þann hátt- inn á að innlendir léku 1 eða 2 lög fyrir hvern konsert. Á Húsavík lék hljóm- sveit H.F.Þ. fyrir hann og eftir hlé 12

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.