Harmoníkan - 01.10.1986, Page 18

Harmoníkan - 01.10.1986, Page 18
MINMNG Ágúst M. Pétursson Fæddur 29. júní 1921 Dáinn 28. júlí 19^6 Ágúst Pétursson var einn traustasti félagi F.H.U. í Reykjavík. Hann var einn af þessum hæglátu mönnum sem lét alltaf gott af sér leiða, alltaf tilbú- inn að greiða úr þeim vandamálum sem skutu upp kollinum í félagsstarf- inu. Hann var endurkjörinn á síðasta aðalfundi, bæði í stjórn og hópstarf- semi F.H.U. og var alltaf mjög virkur félagsmaður. Þá samdi Ágúst mörg góð lög, og var eitt þeirra Harmon- íkumarsinn, sem hann tileinkaði F.H.U. í Reykjavík. Við fráfall hans hefur myndast stórt skarð í raðir F.H.U. sem erfitt kann að reynast að fylla í. Við viljum senda fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Harmoníkuunnendur eru ekki bara á íslandi. í Bandaríkjunum hefur verið stofnað félag sem heitir „Friends Of The Accordion“, skammstafað F.O.T.A.. Aðalhvata- maður að þessu félagi er Frank Marocco og með honum í þessu félagi eru margir frægir kappar, svo sem Art Van Damme, Antony Galla-Rini, Dick Contino og margir, margir fleiri. Félagið var stofnað í Oktober ’85, og finnst okkur nafnið skemmti- legt og snúum því yfir á íslensku og köllum það þá Harmoníkuunnendur. • Harmoníkufélag Reykjavíkur var stofnað 14 júní s.l. Það hefur farið vel af stað og m.a. spilað á útihátíðar- höldum 17. júní í sumar og í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar, undir stjórn formannsins, Karls Jónatanssonar. Þeir hafa gert merki fyrir félagið sitt, og má segja að það sé skemmtilega líkt merki þessa blaðs, en merki blaðsins var sent í dreifibréfi í Maí í vor. 9 Harmoníkufélag Þingeyinga ferð- aðist til austurlands 30. ágúst s.l. og Tökum að okkur að útvega harmónikkur af öllum stærðum Afgreiðslutími 6-8 vikur. Hljóðfæraverslun _ PALMhRS ARri&hf J> ÁRMÚLA 38-105 REYKJAVÍK - SÍMI 32845 * trá Wnu ^ \ 18

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.