Harmoníkan - 01.10.1986, Qupperneq 19

Harmoníkan - 01.10.1986, Qupperneq 19
MOLAR tók þar þátt í dansleik, ásamt heima- mönnum. Er ekki að efa, að þar hefur verið góð stemmning og vonandi get- um við greint eitthvað frá þessari ferð síðar. ^ Frændur okkar Svíar eru með 20-30 harmoníkumót ár hvert. Eitt hið stærsta er sennilega hið árlega mót sem haldið er í Ransáter, en þangað koma gestir frá öðrum lönd- um. Accordion Club Stockholm hélt upp á 50 ára afmæli sitt eftir áramótin í vetur. Voru í því samkvæmi, flestir af frægustu spilurum Svía, Ebbe Jularbo, Sölve Strand, Hasse Telle- mar, Lars Ek, Nils Flácke og frá USA, Walter Erikson. • Harmoníkuunnendur Vesturlandi lögðu land undir fót í sumar og fóru til Kirkjubæjarklausturs og héldu þar dansleik. Má búast við því að einhver þeirra félaga, sendi okkur ferðasög- una. Þetta er skemmtilegt framtak hjá þeim, og öllum öðrum sem þetta gera, því það er næsta víst að svona skemmtiferðir efla félagsstarfið. í Noregi eru haldin um 20 harmoníkumót, frá því í byrjun júní og fram til desember. Það stærsta er ,,Titanofestivalen“, en í fyrrasumar voru mótsgestir um 90 þúsund. Þá eru líka fjölmörg önnur mót sem tengjast harmoníkunni, t.d. eru haldin lands- hlutaheppni í harmoníkuleik. Vinir okkar í Senja Trekkspillklubb stóðu í ströngu í mars í vor, en þá sáu þeir um eitt slíkt mót fyrir Troms-fylki. Þá var dagana 22.-24. ágúst s.l. haldið í Oslo, norðurlandakeppni í að spila gömlu dansana. Við íslendingar erum eina norðurlandaþjóðin, sem er ekki þátttakandi í þessari keppni, en til þess að það geti orðið, þurfum við sjálfir að halda slíka keppni. Sigur- vegarar færu svo í keppnina sem full- trúar okkar. • Hvað skeður næst? Laugardaginn 7. desember s.l. hélt harmoníkufélagið í Frövi í Svíþjóð, upp á 10 ára afmæli sitt, með sam- komu í félagsheimili staðarins (Folk- ets Hus). Voru þar saman komin har- moníkufélög, nemendur úr tveimur tónlistarskólum, kvennakór og heið- ursgestur samkomunnar Hasse Telle- mar. Hátíðin byrjaði með (eins og vera bar) samleik allra, og síðan var dag- skráin sett. Hasse Tellemar var snemma á skrá, og þegar hann hafði spilað eitt lag, ruddist formaður Frövi harmoníku- félagsins upp á svið og bað alla við- stadda að yfirgefa húsið hið snarasta. Ástæðan var sú, að lögreglan i Linds- berg hafði fengið simtal svohljóð- andi: Þetta er Ný-nazistaflokkurinn, við sprengjum samkomuhúsið í Frövi eftir hálftíma. Það var ekki annað fyrir fólk að gera en hlýða, og varð fólk að fara út í kuldann, sem var -22°C, og ganga út að biðsal sænsku járnbrautanna. Það tók lögregluna tvp tíma að rannsaka húsið hátt og lágt, og sem betur fór, þá fannst engin sprengja. Hátíðin var svo hafin að nýju án þess að neinum yrði meint af, nema hvað sumir fengu slæmt kvef. FRÁ ÍSAFIRÐI Ásgeir Sigurðsson lék fyrir dansi — eftir 46 ára hlé Flestir hljóðfœraleikarqnna í Turnhúsinu. Pétur fræðslu- stjóri, Siíli í Þór, Einar Hreinsson í Netagerðinni, Baldur í Landsbankanum, Ásgeir S. Sigurðsson í Skipasmíða- stöðinni (þeir ættu að stofna tríó) og Sæmi málari. Ásgeir Sigurðsson í Pólnum er ekki á þessari mynd. A bakvið glittir aðeins I Jón safnavörð og bassann, en Karl Geir- mundsson lemur húðir í horninu og sést alls ekki. Sveit harmonikkuleikara spilaði í Turnhúsinu á sunnudagskvöld. Einn þeirra hafði ekki spilað á balli síðan árið 1940 — í 46 ár! Það var Ásgeir Sigurðsson (neinei, auðvitað ekki Ásgeir bílstjóri, því hann hefur spilað á óteljandi böllum eftir 1940). Það var Ásgeir Sigurðsson járn- smiður. Hann fór að fikta við nikkuna barn að aldri í Bæj- um á Snæfjallaströnd. Síðan spilaði hann fyrir dansi viða við Djúp um nokkurra ára skeið, t.d. á Arn- gerðareyri, í Reykjanesi og í Ögri. Yngri bræður hans gerðu það líka þegar þeir uxu úr grasi, þeir Torfi og Halldór. pn haustið 1940 spilaði Ásgeir fyrir dansi í Ögri í siðasta sinn. Eftir það átti hann ekki harmonikku í áratugi. Ekki fýrr en hann fékk nikku í afmælisgjöf sextugur. Hver veit nema dansinn verði aftur stiginn í Ögri við undirleik Ásgeirs Sigurðssonar hálfri öld síðar? Kannski þar verði slegið upp balli haustið 1990? Bæjarins besta (birt með leyfi). 19

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.