Harmoníkan - 31.05.1990, Page 3
Útgefendur og áb.menn:
Hilmar Hjartarson Ásbúð 17,
Garðabæ, sími 91-656385
Þorsteinn Þorsteinsson Torfu-
felli 17,111 R.vík,sími91-71673
Forsíðumynd
Mynd á forsíðu er af Jóhannesi
Jóhannessyni og Toralf Tollefsen. Að
sögn Svavars Gests, sem sá um ferð
Tollefsens hingað, er myndin frá
1952. Harmoníka Tollefsens bilaði en
Jóhannes gerði við hana og er verið
að meta árangurinn. Tollefsen sendi
Jóhannesi myndina með áletrun sem
er nær horfin en þar stendur „77/
Johannes med hjertelig hilsen Toralf
Tollefsen"
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, endaðan febrúar og í end-
aðan maí. Gíróreikn. nr. 61090-9.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.300
1/2 síða kr. 6.200
1/4 síða kr. 3.900
1/8 síða kr. 2.300
Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri)
kr. 650 + kr. 120 fyrir hvern auka
dálksentimetra. p™mi«,kni
Hilmar Hjartarson.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Gleðilegt sumar
Nú þegar sumarið er gengið í
garð gerast menn gáskafullir að
erfiður vetur er að baki í byggðum
þessa lands. Með fiðringi bíða
harmoníkuunnendur þess að sól
rísi hæst á himni, en um Jóns-
messuleytið verður landsmót
S.Í.H.U. haldið að Laugum i
Reykjadal eins og kemur fram
annarsstaðar í blaði þessu. Nú
verður í fyrsta skipti á landsmóti
erlendur einleikari (Nils Flácke),
án nokkurs efa verður uppörfandi
að heyra í honum. Eins verður
gaman að hitta vini og kunningja
það er ekki minnsta atriðið á þess-
um mannfagnaði. Tæpum mánuði
síðar er annað harmoníkumót sem
orðinn er fastur liður, mót blaðs-
ins „HARMONIKAN“ sem við
köllum Galtalækjarmótið af þeim
sökum að við höldum það í Galta-
lækjarskógi. Ekki verður um villst
að full þörf er á árlegu móti, það
hafa margir lýst því yufir, að mót
sem þetta sé bráðnauðsynlegt, þar
sem ungir sem aldnir eru velkomn-
ir og geta leikið sér frjálst og
óþvingað.
Út í aðra sálma, við rembumst
eins og rjúpan við staurinn að gefa
út harmoníkublað, sitjum yfir því
hundruði klukkustunda á ári
hverju, sök sér væri ef aurapungur
blaðsins fengi eitthvað í sig, en nú
er svo komið að horfir í geldingu
ef nokkrir áskrifendur sem látið
hafa undir höfuð leggjast að
greiða sinn gíróseðil gera ekki upp
skuld sína. Ekki bætti úr þegar
virðisaukaskattur bættist við
prentsmiðjureikninginn. Oft höf-
um við talað um að hætta því aldr-
ei höfum við getað borgað okkur
kaup, höfum svona rétt skrimt en
nær ekkert má útaf bregða til þess
að geldingatöngin verði notuð í al-
vöru og það án deyfingar, einhver
þrjóska heldur okkur uppi og fög-
ur orð frá lesendum. Það er drep-
leiðinlegt þetta jarm en fyrir okk-
ur er þetta hið mesta alvörumál.
Erfitt er að hætta, ekki síst fyrir að
við munum þá tapa nauðsynlegum
tengiliðum hérlendis og í útlönd-
um, við höfum pottþétta fréttarit-
ara á öllum norðurlöndunum að
Færeyjum meðtöldum, í USA og
víðar, því getum við komið ýmsu
er ekki liggur á lausu fyrir alla til
skila í okkar tímariti. Eini tekju-
liður blaðsins eru áskriftargjöldin,
auglýsingatekjur nær engar m.a.
fyrir að enginn tími gefst til að afla
þeirra. Sjálfir erum við í engum
vafa um að harmoníkublað sé
bráðnauðsynlegt málgagn til
stuðnings harmoníkufélögum
landsins. Lesendur góðir ykkar er
að dæma en gott væri að fá opin-
bert álit frá lesendum, og ekki
hvað síst harmoníkufélögunum í
landinu. Útspilið við þetta blað
var að hanna blaðið meira sjálfir
til að spara nokkra vinnutíma í
prentsmiðjunni.
Að lokum þetta, um fá hljóð-
færi skapast meiri stemmning en
harmoníkuna, hún er sannkallað-
ur gleðigjafi ef rétt er á haldið, að
mínum dómi mættu fleiri hljóð-
færi koma með í spilið það er al-
gengt erlendis.
Hlökkum til að sjá ykkur í
sumar.
H.H.
3