Harmoníkan - 31.05.1990, Blaðsíða 21

Harmoníkan - 31.05.1990, Blaðsíða 21
Félag Harmoníkuleikara Reykjavík Sjálfsagt muna einhverjir af eldri kynslóðinni eftir því að árið 1936 var stofnað í Reykjavík harmonikufélag „FÉLAG HARMONÍKULEIKARA REYKJAVIK.“ Margt er nú gleymt og grafið en sjáum hvað setur. Eitt aðalmarkmið félagsins var að koma á kennslu í harmoníkuleik með nótnalestri, einnig að vera stéttarfélag er stuðlaði að bættum launum harmoníkuleikara. Fyrir all mörgum árum frétti ég af tilurð félagsins, og upp úr því hófst eftir- grennslan er leitt hefur til að allt fram á þennan dag hafa ýmsir menn verið að koma með upp- lýsingar. Eitt mesta afrekið var að finna fundargerðarbók félagsins, menn þóttust muna að hún hafi verið til, enda reyndist það rétt vera. Bókin hefur að geyma sitthvað athyglis- vert, hún var í umsjá Kristjáns El- íassonar 1988 og sennilega nú hjá aðstandendum en Kristján er lát- inn þegar þetta er skrifað. Einhver leynd mun hvíla yfir efni hennar, því fæst ekki meira birt að sinni, mikil synd væri ef fundargerðarbókin glataðist, hún hlýtur að flokkast undir merka safngripi íslenskrar harmoníku- sögu, öll er bókin handskrifuð. Ekki fékkst leyfi til að ljósrita nema nokkrar síður. Þar kemur fram það helsta frá stofnun félags- ins og yfirlit um þá fyrstu og einu keppni í harmoníkuleik sem vitað er til að farið hafi fram hérlendis. Myndir hafa einnig komið í leit- irnar, frá 1936 og 1938, og með góðra manna hjálp tókst að þekkja nær alla á stóru myndinni utan einstaka, þar koma viður- nefni í stað föðurnafns, flestir eru nú látnir. Félagsmenn komu oft saman í BÁRUNNI (þar er nú ráðhús Reykjavíkur). Báran var aðal dansstaður borgarinnar á þessum tíma, ekki ósjaldan lék 15 manna hljómsveit harmoníkuleikara fyrir dansinum. Harmoníkudansleikir í Bárunni voru gífurlega vinsælir. Eftir því sem næst verður kom- ist lognaðist félagið útaf um 1940—41. Hér á eftir rita ég það sem má af síðum fundargerðarbókarinnar orðrétt en birti með til sýnis úr- klippur. Mér eru efst í huga þakkir til eftirtalinna manna. Kristjáns Elíassonar, Jóns Inga Júlíussonar, Braga Hlíðberg, Stefáns Hlíðberg og Ásgeirs Þorleifssonar. H.H. Úr fundargerðarbókinni Fyrsti stofnfundur félagsins 22. nóv. 1936. Stofnfundur var haldinn á Hót- el Heklu kl. 2 Vz og mættu þessir 9 menn. Hafsteinn Ólafsson Guðmundur Bjarnleifsson Jón Ólafsson Jóhannes Jóhannesson Stefán Lyngdal Magnús Helgason Harald Jóhannsson Óskar Benediktsson Steingrímur Jónsson. Fundur var settur og í stjórn voru kosnir þessir menn. Form. Hafsteinn Ólafsson ritari Guðm. Bjarnleifsson gjaldk. Magnús Helgason varaform. Jón Ólafsson. Síð- an voru rædd ýmis mál, en þó ekk- ert samþykkt að sinni. Fundi var slitið kl. 4 Vz. Haf- steinn Ólafsson, Guðm. Bjarn- leifsson. Annar framhaldsstofnfundur 25. nóv. Fundur var settur kl. 9, og byrjað með því að 7 nýjum með- limum var veitt inn í félagið. Fundargjörð: 1. Lög félagsins voru lesin upp af ritara og voru þau samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. 2. Þá var rætt um kauptaxta fé- lagsins og komu fram tillögur um að hvíldartaxti yrði fyrir 1 mann kr. 15.00 eða 2 menn krónur 20.00 og var það sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. 2. taxti á laugardög- um kr. 5.00 á klukkutímann einnig samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 3. Þá komu tillögur um að 1 mað- ur mætti eigi spila lengur en 2 tíma á skemmtun, en ef tromma væri með þá 3 tíma. Samþykkt sömuleiðis. 4. Samþykkt var að taxti fyrir sveitadansleiki skyldi vera kr. 30.00 fyrir hvorn mann, og eigi færri en 2 menn á dans- leiknum. 5. Fundi var slitið kl. 11:15. Haf- steinn Ólafsson, Guðm. Bjarn- leifsson. Þriðji stofnfundur 6. desember. 1. Fundur settur kl. 3. Fundar- gjörð: Þrír nýir félagar voru teknir í félagið. 2. Því næst var kosinn varamaður í stjórn Jóhannes Jóhannesson og endurskoðendur Ársæll Kjartansson og Ólafur H. Ein- arsson. 3. Þá var kosið í prófnefnd og voru þessir menn kosnir. Jón Ólafsson, Jóhannes Jóhannes- son, Hafsteinn Ólafsson, Guðni Sigurbjarnason, Stefán Lyngdal. 4. Kosnir voru í skemmtinefnd þessir. Hafsteinn Ólafsson, Ár- sæll Kjartansson, Ólafur H. Einarsson. 5. Síðan var rætt um að þeir sem óskuðu eftir inngöngu í félagið eftir næstu áramót skyldu gangast undir próf prófnefnd- ar félagsins og það var sam- 21

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.