Harmoníkan - 31.05.1990, Blaðsíða 11

Harmoníkan - 31.05.1990, Blaðsíða 11
og grár köttur kringum ákveðna hljómsveit þangað til hann fékk eitt skipti að prófa hljóðfæri harmoníkuleikarans. Hljómsveit- arstjórinn uppgötvaði að fingur Penttis voru óeðlilega stuttir „með þeim væri aldrei hægt að spila“ sagði hann. Pentti svaraði um hæl, að úr því hann væri ekki með lengri fingur mætti nú að minnsta kosti reyna, öllum væri nauðsyn- legt að æfa sig þrátt fyrir allt. Kunnáttan óx og upphófust þá ferðalög á sumrin milli dansstaða að syngja og spila. Áheyrendur undruðust þraut- seigjuna, margir hafa orðið undr- andi og haft á orði hvers vegna Pentti valdi harmoníkuna sem sitt hljóðfæri, Pentti svarar að hann hafi ekki valið heldur hafí þetta allt komið af sjálfu sér. Fólkið hlustar fyrst á tónlistina og spyr síðan forviða? Hvernig getur mað- ur með slíka'fingur náð svo mikl- um árangri? Svarið er segir við- mælandi minn, „með því að hreifa hendina hittir maður alltaf á nýja og nýja nótu“ Sirkusmaðurinn og ferðalangurinn Læknar hafa alltaf sagt að stutt- ir fingur séu sneggri en þeir löngu, því fljótari sem styttri væru. Ein- staklega erfitt fyrir stutta fingur er þegar kemur að því að handsama bassana, yfirferðin um bassaborð- ið krefst strangrar þjálfunar. Pentti hefur leikið í sirkusum ótal skipti sem hljómlistarmaður, allt hans líf hefur verið endalaust ferðalag frá einum stað til annars. Fyrir utan allt þetta lærði Pentti líka úrsmíðar, iðkaði ýmis konar sport, lyfti lóðum og stundaði skíðastökk. í nokkur ár starfaði Pentti hjá ríkisjárnbrautunum á vöruaf- greiðslustöð og líkaði ekki sem best, vinnan var með eindæmum einhæf, eins og að snúa hverfi- steini liðlangan daginn. Hljómplötuverksmiðja var líka prófuð, sú vinna var of erfið, þess- vegna hélt Pentti áfram fyrri iðju, hljómleikaferðum ásamt að leika á dansleikjum. Pentti hefur samið lög og texta og útsett í fjölda eintaka, bæði sína eigin og annarra og sungið inná fjölmargar hljómplötur. Áhugalistmálarínn Eitt sinn sá Pentti mynd af mál- verki eftir þekktan listmálara, hann ákvað að gera sjálfur eitt- hvað álíka „Bátur við sjávar- strönd“. Það reyndist snúið fyrst, málverkið reyndist mjög erfitt hvorki var hægt að sjá bát eða strönd, kannski notaði ég of sterka liti formælti Pentti, sérstaklega er svartur litur erfiður, með honum er best að skyggja með. Með eldra fólki á efri árum Meðal eldra fólks í bænum Salo í suður Finnlandi sameinast áhugamálið undir sama merki. Undir vissum kringumstæðum leikur Pentti ennþá en fer ekki lengur í langar ferðir, af þeim hef- ur hann fengið nóg. Þýðing H.H. 11

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.