Harmoníkan - 31.05.1990, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 31.05.1990, Blaðsíða 8
Frá Harmoníkufélagi Rangæinga Spilað til styrktar dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Frá vinstri: Sigrún Bjarnadóttir, Jóhann Bjarnason, Tryggvi Sveinbjörnsson, Grétar Geirsson, Guðmundur Ágústsson, Vigfús Sigurðsson og Óli E. Adolfsson. Félagsstarf hjá Harmoníku- félagi Rangæinga hefur verið líflegt í vetur. Dansleikur var haldinn í Gunnarshólma í haust. Fengum við margt góðra gesta, meðal annars frá Harmoníku- unnendum Vesturlands. Vorfagnaður var haldinn í Gunnarshólma 18. apríl, í það skiptið komu gestir frá Vík, Hafnarfirði, Reykjavík og Ár- nessýslu svo eitthvað sé nefnt. Erfitt hefur verið vegna ófærðar að halda skemmtifundi á vegum félgsins í vetur. Einum slíkum var aflýst fimm sinnum vegna veðurs, áður en til framkvæmda kom. Samæfingar hafa verið annað hvert fimmtudagskvöld og hafa félagar ekki látið snjóalög aftra sér frá því að mæta. Standa æfingar þá gjaman langt fram á nótt, því spilagleðin er svo mikil að enginn lítur á klukkuna. Fjóra Saumastofudansleiki hefur félagið tekið að sér og fóru æfingar fram fyrir þá uppákomu utan hefðbundins æfingatíma. Stefnan hefur nú verið tekin á Landsmót og undirbúningur löngu hafinn. Farið hefur verið í heim- sóknir til annara félaga. í sumar fóru félagar í heimsókn til Nikkólínu í Dölum, F.H.U.R. hefur verið sótt heim, bæði á skemmtifundi, sem félagar hafa spilað á og á árshátíð, en þangað var formanni ásamt maka boðið. Stjórn félagsins skipa nú: Sigrún Bjarnadóttir formaður, Oli E. Adolfsson ritari, Grétar Geirsson gjaldkeri, Jón Ein- arsson og Guðmundur Ágústs- son meðstj. Harmoníkufélag Rangæinga sendir harmoníkukveðjur til fé- laga um land allt. Sigrún Bjarnadóttir formaður vílkomxn tíl HiMfmíms uép. m nwtp/tN þúi 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.