Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 7

Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 7
var ekki nokkur leið að nota hana. Við Baldur urðum að klára ballið því hinn lét ekki sjá sig meira. Ég vann hjá pabba í harmo- níkuviðgerðum eftir hádegi á daginn. Um þessar inundir spil- aði ég fimm kvöld í viku í Breiðfirðingabúð og vann þess- vegna bara eftir hádegi. Ég komst upp í að spila 21 kvöld í röð. Það var erfitt að fá nýjar harmoníkur og menn voru að láta gera við gamalt. Ég var að aðstoða við eitt og annað nema stillingar, um það sá pabbi alfarið. Hann hafði 100% tóneyra sem kallað var og gat stillt alla harmoníkuna eftir að heyra einn tón réttann. Það var reynt að gera við hvað sem var og á þessum árum var tveggja mánaða bið eftir viðgerð. Meðan ég spilaði í Búðinni þá fór ég að vinna í Ofnasmiðjunni og varð að mæta snemma á morgnana. Maður lagði sig eftir vinnu og fór svo að spila um kvöldið. Bömin ináttu ekki hafa hátt, það mátti ekki vekja pabba. Ég spilaði í Alþýðuhúsinu til ársins 1980 en hætti þá. Ég fór svo aftur að spila fyrir Félag eldri borgara og er þetta þriðja árið sem ég spila þar. Með mér eru tveir gamlir félagar, Björn Þorgeirsson söngvari og Svavar Halldórsson trommari, en við Svavar höfum spilað saman nær óslitið í tuttugu og fimm ár. Hljómsveit Garðars eins og hún er í dag. Frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson, Garðar, Björn Þorgeirsson og Svavar Halldórsson. Hvað Garðar á eftir að leika lengi fyrir dansi vitum við ekki. En hann kann ótal lög eftir íslenska höf- unda sem aldrei hafa verið gefin út. Það væri verðugt verkefni að hióðrita þau, því ekki er víst að fleiri muni þau enn. Þ.Þ. Harmomkuleikarar hafið hugfast Standið ekki fremst á sviðinu ef harmoníkusjúklingur er nærri Munið Galtalækjarskóg 13.14. og 15. júlí 1990 Þar verður fjörið - Þar verða harmoníkurnar 7

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.