Harmoníkan - 31.05.1990, Page 9
HÉRAÐSBÚA
Fréttir af Héraði
X rshátíð H.F.H. varhaldin
^ 7 apríls.l. íHótelVala-
skjálf. Var hún með hefð-
bundnu sniði að öðru leiti en
því að tvö félög stóðu fyrir
henni að þessu sinni. Harmo-
níkufélag Héraðsbúa og Karla-
kór Fljótsdalshéraðs. Helstu
röksemdir fyrir þessari ný-
breytni voru þær að allmargir
félagar í H.F.H. eru einnig í
Karlakómum. Þessi tilraun
fékk góða dóma og þótti takast
vel. Heiðursgestur árshátíðar
var Grétar Geirsson bóndi úr
Rangárþingi. Fékk hann að
vonum góða dóma fyrir hressi-
legan og vandaðan harmoníku-
leik. Að þessu sinni voru
veðurguðimir okku hliðhollir en
á því hefur verið misbrestur
síðustu tvö árin. Það bar til
tíðinda þennan sama dag að
hljóðritaðir voru fjórir sauma-
stofudansleikir fyrir Ríkisút-
varpið. Upptöku stjómaði
Hermann Ragnar Stefánsson
ásamt tæknimönnum ffá
svæðisútvarpi Austurlands og
fór upptakan fram í
samkomusal Dvalarheimilis
Aldraðra á Egilsstöðum. Fannst
nikkurum H.F.H. nóg að gera
þennan laugardag en þeir sáu
einnig um danstónlist á fyrr-
nefndri árshátíð.
Guttormur Sigfússon
Danir
koma
Na er búið að ákveða það
að hópur frá „Videbæk
Harmonikaklub" komi í heim-
sókn í sumar. Aðalhvatamaður
að þessari heimsókn er
Hermóður B. Alfreðsson,
danskur maður sem bjó hér
lengi en er nú fluttur aftur heim
til Danmerkur.
Hermóður hefur lengi reynt
að koma á sambandi milli ís-
lenskra og danskra félaga og
skipulagt ferðir danskra spilara
til íslands eins og t.d. Poul
Uggerly og Lille-Palle Ander-
sen. Einnig hefur hann greitt
götu íslenskra harmoníkuleikara
í Danmörku og má því segja að
honum hafi tekist að leggja
grunn að vináttutengslum
þjóðana.
Lengi skrifaði hann pistla í
danska harmoníkublaðið „Har-
monika Folder" sem áttu að vera
fféttir frá íslandi en upp úr því
samstarfi slitnaði síðar. Um
þessar mundir ritar hann pistla í
Hermóður B. Alfreðsson
norska blaðið „Gammel dans"
og á þá til að skrifa undir
„Hermodur Island". Eins og
fyrr segir kemur danska
harmoníkufélagið í júlí í
sumar. Að því tilefni mun „3.
Klúbburinn" sem raunar er
aðeins Hermóður einn, halda
skemmtun í Djúpinu í
Hafnarstræti. Má reikna með að
þar verði þröngt á þingi þar sem
salurinn tekur ekki með góðu
móti nema um 35 manns. Þar
mun Hermóður væntanlega
greina ffá harmoníkumóti, sem
hann ásmt fleirum sjá um og
verður haldið í Danmörku á
næsta ári.
Þ.Þ.
Molar
Haraldur Þórarinsson,
Kvistási í Kelduhverfi á stórt
safn af plötum og öðrum
hljóðritunum með Toralf
Tollefsen. Hefur hann skrifað
honum og fengið ýmislegt sem
vantaði í safnið og er nú svo
komið að Haraldur telur sig
eiga nær allar hljóðritanir, eða
u.þ.b. 150 lög, sem eru til með
honum. Eitt lag er þó sem hann
á ekki og man ekki nafnið á, en
þar syngur Tollefsen og leikur.
Ef einhver getur gefið
upplýsingar hvar hægt er
nálgast þessa hljóðritun er hann
beðinn að hafa samband við
Harald.
Nýlega var viðtal í útvarpinu
við Elías Davíðsson, skólastjóra
tónlistaskóla Ólafsvíkur. í við-
talinu kom fram að skólinn á 8
harmoníkur fyrir byrjendur í
harmoníkuleik. Taldi Elías litlar
píanóharmoníkur betri kost að
læra á en raf-hljómborð. Gaman
væri ef Elías sendi okkur
myndir og upplýsingar um unga
harmoníkuleikara í Ólafsvík.
9