Harmoníkan - 31.05.1990, Side 16
F.H.U.E
Frá áramótum hefur starf
félagsins verið með hefð-
bundnum hætti. Félagið hefur
staðið fyrir fjórum dansleikjum,
þar af einum í samvinnu við
Harmoníkufélag Þingeyinga,
sem tókst mjög vel í alla staði.
Hljómsveit félagsins kom fram
og kvintett undir stjórn Atla
Guðlaugssonar og léku nokkur
lög við góðar undirtektir.
Svanhildur Leósdóttir flutti
frumsamdar gamanvísur er
fjölluðu um Noregsför s.l.
sumar. Þá var söngur, glens og
gaman og að lokum dansinn
stiginn til kl. 3. Þess má geta að
árshátíðin var tekin upp á
myndband.
Tvisvar hafa verið haldnar
sunnudagsskemmtanir með til-
heyrandi hlaðborði. Fyrirhugað
er að halda dansleik í Þing-
eyjarsýslu í samvinnu við
H.F.Þ. og endurgjalda
heimsóknina frá því í vetur.
Fleira er einnig á döfinni, en
ekkert verið ákveðið ennþá.
Kvintett F.H.U.E. leiknr á árshátið. Frá vinstri: Hörður Kristinsson, Einar
Gnðnmndsson, Flosi Sigurðsson, Sigurður Indriðason og Hannes Arason.
í vetur gekkst félagið fyrir
lagasamkeppni í tilefni 10 ára
afmælis félagsins sem verður 5.
október í haust. Fimm lög
bárust, ekki hefur verið valið
lag ennþá, en öll voru góð.
Æfingar hafa verið stundaðar af
kappi hjá kvintett og hljóm-
sveit félagsins undir stjórn Atla
Guðlaugssonar. Þetta er það
helsta í fréttum hjá okkur frá
áramótum. Sjáumst sem flest á
Laugum í sumar - með harmo-
níkukveðju.
Jóhannes B. Jóhannsson
Skemmtinefnd árshátíðar F.H.U.E. Frá vinstri: Filippía Sigurjónsdóttir,
Hannoníkutónlist er ekki
bara polkar rælar og valsar -
segir Lena Teigen í viðtali við
norska vikuritið Allers. Lena er
22 ára frá Oslo og titluð
noregsmeistari í harmoníkuleik
1986 í blaðinu. Tilefni við-
talsins er að hún er að gefa út
sína fyrstu hljómplötu með
Lögum eins og «Hello» «A11 by
myself» og «Nikita» en blaðið
kallar hana svar harmonfkunar
við píanóleikaranum Richard
Clayderman. Ekki spillir það að
stúlkan er hugguleg, en harmo-
níkuleikurinn er áhugamál því
hún starfar sem sýningarstúlka
'I
Pétur Stefánsson, Ágúst Einarsson og Jóhannes BJóhannsson.
16