Harmoníkan - 31.05.1990, Qupperneq 19
líka, hann sagði. Ég hef upplifað
stórkostlegt kvöld, séð nokkuð
sem ég hélt að væri ekki lengur til,
þið skemmtið ykkur eins og norð-
menn gerðu fyrir 30 árum síðan en
höfum nú algerlega glatað. Ég
ætla að koma aftur til Islands í
sumar og kynnast betur landi og
þjóð. Já það er stundum gott að
vera íslendingur við förum ekki
alltaf troðnar slóðir.
Sérstakur boðsgestur hátíðar-
innar var formaður Harmoníkufé-
lags Rangæinga Sigrún Bjarna-
dóttir og maður hennar Valur
Haraldsson.
Formaður skemmtin. H.H.
S. Dehli og S. Olstad fá þakkarskjöl afhent úr hendi skemmtinefndar.
Úr dagblaði í
San Fransisco U&A.
Og fólkið hrópaði á aukalag.
Harmoníkuhljómsveit hafði tekið
sér stöðu fyrir utan borgarráðhús-
ið í San Francisco og lék af fullum
krafti til þess að undirstrika kröfu
um að þetta yfirlætislausa hljóð-
færi yrði gert að hinu opinbera
hljóðfæri San Franciscoborgar.
Gömlu ítölsku innflytjendurnir
sem fluttu þetta hljóðfæri með sér
kölluðu það ,,La fisarmonica“ og
nú var hægt að segja að það væri
jafn stór partur af borginni eins og
jarðskjálftar, úthafsskipt eða
jafnvel Jeanette Mac Donald í
söng sínum „San Francisco.“
Það verður að vera hægt að
spila borgarsöngvana á borgar-
hljóðfæri og okkur finnst að
harmoníkan ætti að vera valin til
þess, i ljósi sögunnar, og svo þess,
að hún var næstum fundin upp
hérna sagði Tom Torriglia hljóm-
sveitarmeðlimur og forsprakki
samtakanna.
25 harmonikuleikarar að með-
talinni 13 manna hljómsveit stóð á
tröppunum undir skrifstofu-
glugga borgarstjórans Art Agnos,
og spiluðu meðal annars „Lady of
Spain“ með tilheyrandi fóta-
stappi. En fyrir innan var tillagan
til athugunar.
Henni var vísað til nefndar og
umsagnar almennings.
Og Torriglia hélt fast við sinn
keip, að harmonikan ætti þetta
skilið miklu frekar en gítar, píanó
eða jafnvel bongo trommurnar frá
1950 og benti á að San Francisco
símaskráin væri sennilega sú eina
sem hefði harmoníku sem upp-
sláttarorð á gulu síðunum, gíta-
runnendur mættu hérmeð fara að
lækka á sér risið, ekki gætu þeir
státað af þessu.
Og Torriglia lét andvarann líða
gegnum belginn sem gerði honum
fært að tjá sínar leyndustu til-
finningar.
Þýtt og endursagt.
I beinu framhaldi af greininni er
skemmtilegt að geta þess til fróð-
leiks að eftirtaldir harmoníkuleik-
arar hafa dvalið einhvern hluta ævi
sinnar í San Francisco.
Bræðurnir Pietro Deiro og Gu-
ido Deiro, Pietro Frosini, Galla-
Rini, John Molinari, Erik Gylling
og fl.
MOLAR
í þriðja tölublaði Harmon-
íkunnar 1988—89, 3. árg. er grein
sem heitir „Hljómlistalíf í Vest-
mannaeyjum um aldamót“ eftir
Einar Sigurðsson.
Úr hókinni Gamalt og nýtt.
í greininni neðst á blaðsíðu 15 er
athyglisverð lesning er hljóðar svo!
Ólafur Ólafsson, London spilaði á
alíslenska harmonikku, mjög
stóra, sem hann bar í ól yfir axlirn-
ar. Hljóðin í þessari harmonikku
líktust einna mest orgeltónum að
þvi leyti, að þeir voru sterkir og
djúpir. Harmonikka þessi var með
hálfnótum. Þar sem skemmtun
var, var harmonikkan alltaf á ferð-
inni. Hún var Vestmanneyingum
um þetta leyti hið sama og fiðlan
Norðmönnum. NÚ SPYR MAÐ-
UR STÓRT? VEIT EINHVER
HVAR HARMONÍKAN ER
NIÐURKOMIN? UPPLÝSING-
AR ERU VEL ÞEGNAR.
19
J