Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 22
þykkt. Það var einnig rætt um
að efna til skemmtikvölds fyrir
félaga og gesti þeirra.
Fundi slitið kl. 6. Hafsteinn Ól-
afsson, Guðm. Bjarnleifsson.
Vér undirritaðir samþykkjum
hérmeð lög félags vors „FÉLAG
HARMONIKULEIKARA
REYKJAVÍK“ og lofum þar með
að halda öll ákvæði laga félagsins.
Hafsteinn Ólafsson
Guðm. Bjarnleifsson
Magnús Helgason
Jón Ólafsson
Jóhannes Jóhannesson
Stefán Lyngdal
Ársæll Kjartansson
Ólafur H. Einarsson
Jenni Kr. Jónsson
Harald R. Jóhannesson
Stefán Hliðberg
Gunnar Guðmundsson
Gunnar Kristjánsson
Ólafur B. Þorvaldsson
Harold Guðmundsson
Marteinn Stefánsson
Hjálmar Eyjólfsson
Bragi Hlíðberg
Róbert Bjarnason
Halldór Einarsson
Steingr. Jónsson
Sigurður Einarsson
Guðni Sigurbjarnason
Óskar Benediktsson
Pétur Andrésson
Kristján Elíasson
Ólafur Pétursson
Jóhann Möller
Þá kom Hafsteinn Ólafsson
með þá tillögu að keppt yrði um
bikar þann sem hann og Jón Ól-
afsson höfðu gefið félaginu þ.
10.10I37, en sem ekki hafi verið
keppt um ennþá, og var samþykkt
að draga þetta ekki lengur en
keppa um hann n.k. sunnudag
þann 12/3, kl. 2. Prófnefnd áttu
að útvega þeir Jóhannes Jóhann-
esson, Stefán Lyngdal, Hafsteinn
Ólafsson og Halldór Einarsson.
Harmoníku-samkeppni þ. 12/3
’39 i Timburverslun Árna
Jónssonar.
Félagar komu saman kl. 1 og
gáfu sig fram 6 félagar í keppnina.
Dómnefnd skipaði.
Fr. Weisschappel
Bjarni Böðvarsson
Karl Ó. Runólfsson
Keppendur drógu númer og
féllu þau þannig.
Nr. 1. Bragi Hlíðberg
Nr. 2. Stefán Lyngdal
Nr. 3. Halldór Einarsson
Nr. 4. Jóhannes Jóhannesson
Nr. 5. Hafsteinn Ólafsson
Nr. 6. Ólafur Pétursson.
Keppninni var hagað þannig að
dómnefnd sat í herbergi sér, kepp-
endur í öðru og aðrir félagar í því
þriðja, voru síðan kölluð upp
númerin og léku keppendur eftir
röð 2 lög. Keppnin stóð yfir í tæpa
klukkustund.
Verðlaun hlutu þessir.
1. Verðlaun. Bikar og peningur —
Bragi Hlíðberg.
2. Verðlaun. Peningur — Halldór
Einarsson.
3. Verðlaun. Peningur — Stefán
Lyngdal.
MyndafFélagi Harmoníkuleikara Reykjavík 1936. Neðstfrá vinslri, Magnús Helgason, Hafsteinn Ólafsson, Guðmundur Brynleifsson.
Miðröð frá vinstri, Steingrímur ?, Siggi moll ?, Óli Þorvaldsson (Bridde), Guðni Sigurbjarnason (í Hamri), Arsœll Kjartansson, Ólafur
Hólm (Óli í Gasinu). Aftasta röð frá vinstri, Jón Ólafsson, Stefán Hlíðberg, Pétur Andrésson (hjá Timburverslun Árna Jónssonar),
Stefán Líndal Elíasson, (Stebbi í Rín), Marteinn Stefánsson, Halldór ?, Gunnar Kristjánsson (Ranko), Jóhannes Jóhannesson. Hjálp
frá lesendum er vel þegin um föðurnöfn þau er vanhagar um.
22