Harmoníkan - 01.02.1999, Qupperneq 6
hóf nám í hárskurði hjá Árna Matthí-
assyni og byrjaði aftur að spila á dans-
leikjum. ísfirðingar eru dansglatt fólk.
Ekki leið svo vika að ekki væri einn eða
fleiri dansleikir. Við Erich tókum nú upp
þráðinn og fengum til liðs við okkur
Finnbjörn Finnbjörnsson á píanó og
Hauk Sigurðsson á trompet. Eg spilaði á
harmoniku og saxófón. Eg var farinn að
gera tilraunir með útsetningar og við
farnir að æfa, en það var nokkuð sem
mátti teljast nýjung. Rétt fyrir jólin 1950
fórum ég og núverandi konan mín, þá-
verandi kærastan mín, Guðný Magnús-
dóttir, að búa. Fyrsta barnið okkar fædd-
ist 9. febrúar 1951 og kom sér nú vel að
hafa tekjur af músfkinni því lærlingslaun-
in voru lág. Ég hélt svo áfram að spila á
dansleikjum allt til ársins 1964. Þá um
vorið tók ég lærling á rakarastofuna og
ætlaði að láta mér nægja að vinna á stof-
unni og stjórna Lúðrasveit Isafjarðar,
sem ég tók við af Harrý Herlufsen árið
1959. En ég komst ekki upp með það.
Bítlatískan skall á og vinnan á rakarastof-
unni dróst það ntikið saman að ég var
ekki lengur matvinnungur. Félagar mínir
sem höfðu spilað með mér í sextettinum
V.V. og Barði stofnuðu nýjan sextett sem
þeir gáfu nafnið Sexmenn. Saxófónleik-
arinn þeirra, Ólafur Karvel Pálson, fór
suður til að læra til fiskifræðings, sem
hann er í dag. Nú fannst þeim sem eftir
voru að sándið væri þunnt. Því var það
að þeir báðu mig að koma í sextettinn.
Það gerði ég og hélt áfram músrkstand-
inu til ársins 1982, byrjaði svo aftur með
danshljómsveit 1985 og spilaði þá í eitt
ár. Síðan hef ég lítið spilað á dansleikj-
um. Það er helst að ég spili á dansleikj-
um Harmonikufélags Vestfjarða. Undan-
farin ár hef ég spilað dinnermúsík á Hót-
el ísafirði, af og til á píanó og einnig höf-
um við, fimm og stundum sex félagar á
góðum aldri, spilað djass á hótelinu um
páskana.
Geysilegt Bjarnaball
„Það var í ágúst að áliðnum slætti og
nærri aldimmt á kvöldunum þeim“, gæti
vel átt við ef hörfað er nokkra mánuði til
baka, til fagurs sumarkvölds við Geysi í
Haukadal. Svokallað Bjarnaball var hald-
ið á Hótel Geysi 22. ágúst í sumar sem
var, en það gerðist fyrir tilstilli Bjarna
Sigurðssonar frá Geysi. Hann er frændi
hins fræga harmonikuleikara og laga-
smiðs Eiríks Bjarnasonar frá Bóli og var
jafnframt nemandi hans. Eiríkur samdi
fjölda danslaga á harmoniku en einungis
örfá þeirra eru til skrifuð. Hið þekktasta
er vafalaust „Ég minnist þín“ (Ljósbrá).
Bjarni Sigurðsson hefur lagt sig fram um
að bjarga þeim lögum Eiríks sem varð-
veist hafa og gefið þau út á geisladisk,
ásamt sínum eigin lögum til að fylla
diskinn. Á þessu skemmlilega Bjarna-
Bjarni Sigurðsson
balli var geisladiskurinn kynntur á til-
komumikinn hátt. Það lá sveitarómantík í
loftinu, margt manna var þar og var dans-
að með tilþrifum svo að vangar strukust
og pilsfaldar lyftust, enda voru hljóð-
færaleikararnir landsþekktir. Þeir hinir
sömu og leika á diskinum héldu uppi
fjörinu þetta dans- og kynningarkvöld á
Geysi. Fyrstan skal nefna Gretti Björns-
son harmonikuleikara, Þuríði Sigurðar-
dóttur söngkonu, Jón Kr. Ólafsson
söngvara, Ragnar Pál hljómborðsleikara
og Grétar Guðmundsson söngvara og
hljómborðsleikara auk Bjarna sjálfs, sem
spilaði á harmoniku. Þá komu flytjendur
einnig við sögu útsetninga á diski þess-
um. Karl Billich átti þar einnig hlut að
máli svo og textahöfundarnir Ágúst
Böðvarsson. Jón Sigurðsson og Helgi
Seljan.
Bjarni Sigurðsson er ekki óþekktur í
danstónlistinni, en hann byrjaði leik sinn
á böllum upp úr fermingu og hélt sína
eigin hljómsveit (Tríó 72) um 20 ára
skeið, til ársins 1972.
Ballið hafði mikið aðdráttarafl, á milli
30-40 harmonikuunnendur slógu upp
Grettir Björnsson ífögru umhverfi
við Strokk.
tjöldum við Geysissvæðið og áttu þar eft-
irminnilega helgi við söng og spil, með
Bjarnaballið sem rós í hnappagatið.
H.H.
Til sölu: MELODIOSA piano-harmonika f. ungling. Stærð
38,5x 16,5cm. Fullt tónsvið 41/120, 3/2 skiftingar. Gömul en
vönduð og lítið notuð.
Einnig: EXCELSIOR piano harmonika, model 900. 13/3
skiftingar, með pick-up. Ný uppgerð.
Bragi Hlíðberg, sími 565 7705
6