Harmoníkan - 01.02.1999, Qupperneq 8
Titanofestivalen
20 ára
f sumar verður Titanohátíðin í
Noregi haldin í 20 sinn. Hátíðin verður
haldin eins og undanfarin ár í smábæn-
um Vinstra 20.-25. júlí 1999. Á þess-
ari stærstu harmonikuhátíð í Noregi er
geysimikil dagskrá, og af tilefni 20 ár-
anna verður enn meira lagt í hana en
annars. Alveg frá upphafi Titanohátíð-
arinnar hefur mikið verið lagt undir
fyrir unga sem aldna. Þarna eru keppn-
ir í gömludönsunum fyrir venjulegar
harmonikur og svo tvöfaldar nikkur.
Keppt er í öllum aldursflokkum og
þaðan ganga vinningshafar á braut
glaðir með verðlaun sín, Noregsmeist-
arar eða vinningshafar fyrir ýmsa
áfangasigra á hljóðfæri sín. Þarna hitt-
ast vinir og vandamenn allstaðar frá
Noregi, gestir frá öðrum löndum, þar
er spilað saman og til verða nýjar
hljómsveitir, og mynduð er hátíðarum-
gjörð um keppendur og vinningshafa.
Að hátíðinni til fjölda ára hafa staðið
þeir Sigmund Dehli og Harald
Henzhien, jafnframt útgefendur harm-
onikublaðsins „Gammeldans í Skand-
inavia".
Nú hefur sú breyting orðið á að Sig-
mund Dehli stendur að hátíðinni án
Harald, en í samvinnu bæjarstjórninn-
ar í Vinstra. Þetta ætti að geta reynst
vel fyrir báða aðila, því þá fimm daga
sem hátíðið stendur yfir fjölgar í bæn-
um um 25.000-30.000 manns.
H.H.
Létt þema í Norræna
Húsinu með haustinu
Næsta haust stendur til að norrænir
harmonikuleikarar komi saman í Nor-
ræna Húsinu undir heitinu „Norrænir
harmonikukonungar" þátttakendur verða
frá Grænlandi og Færeyjum auk heldur
öllum norðurlöndunum. Þetta stendur til
einhverntíma í nóvember og verður aug-
lýst síðar.
Zero Sette
hnappaharmonika
(m. sænsku kerfi) B 30 C til sölu.
Hefur 14 skiptingar í hljómborði og
10 í bassa. Frábært hljóðfæri nánast
ónotað.Verð kr. 380.000,-
Visa - Euro raðgreiðslur.
Upplýsingar í símum
587 1304 og 896 5055.
ÍSLENSKIR DANS- 0(3 OÆGURLAGAHÖFUNDAR
Agúst Pétursson
Texti Friðjón Hallgrímsson
Ágúst Pétursson var fæddur 29. júní
1921, að Hallgilsstöðum í Norður-Þing-
eyjarsýslu. Um Jónsmessuna var birtan
og hlýjan hvað mest norður við heim-
skautsbaug og þannig munum við harm-
onikuunnendur minnast Gústa Pé. Þessa
ljóðrænu hlýju skynjum við líka í tónlist-
inni, sem hann gaf okkur.
Ekki urðu textarnir heldur til að
skemma fyrir og aldrei var hann í vand-
ræðum með að fá góða textahöfunda.
Annars vegar var gamall nágranni hans
að norðan, Kristján frá Djúpalæk, en hins
vegar Jenni Jóns, en þeir Gústi léku sam-
an í mörg ár. Allir voru þeir miklir fagur-
kerar og textarnir komu frá hjartanu, eins
og tónlistin.
\
8