Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 9
Arið 1993 var liinn dáði dans og dœgurlagahöfundur Agúst Pétursson
kynntur á skemmtifundi F.H. U. íReykjavík. Flytjendur vorufrá vinstri:
Símon Ivarsson gítar, Sigurður Alfonsson harmonika og dóttir
tónskáldsins Agústa Sigrún Agústsdóttir söngkona.
Gústi hóf ungur að leika á harmoniku
og þegar hann flutti til Vestmannaeyja,
18 ára gamall, var hann farinn að leika
fyrir dansi. Þar bjó hann sig undir lífs-
starfið og nam húsgagnasmíði, en lék
jafnframt á dansleikjum. Þar hófst sam-
starf hans við Jenna Jóns, sem einnig átti
eftir að verða þjóðkunnur laga- og texta-
smiður.
Agúst Pétursson flutti til Reykjavíkur
árið 1945 og fljótlega hóf hann að leika
á dansleikjum og þá í samvinnu við
Jenna og Jóhann Eymundsson, en um
árabil léku þeir félagar saman í Skáta-
heimilinu við Snorrabraut. Það mun hafa
verið fyrir norðan að Gústi fór að setja
saman lög, en þegar danslagakeppni
S.K.T. hófst
upp úr 1950
varð hann þjóð-
kunnur.
Brilljantín-
greiddir töffarar
styttu tangó-
sporin og raul-
uðu Æsku-
minningu í
eyrað á kærust-
unni og það var
að minnsta
kosti einn Þórð-
ur sjóari um
borð í hverjum
síldabát, en þeir
voru á þriðja
hundraðið.
Ágúst Pét-
ursson fékk
margar viður-
kenningar fyrir lög sín. Meðal annars var
Æskuminning valin næst besta dægurlag-
ið árið 1953, í skoðanakönnun tímarits-
ins Hljómplötunýjungar. Jenni Jóns fékk
samskonar viðurkenningu fyrir textann.
Lagið var gefið út á hljómplötu sama ár.
Alfreð Clausen söng með Hljómsveit
Carls Billich. Harmonikuleikari í hljóm-
sveitinni var einn af félögum okkar í
F.H.U.R., nefnilega Bragi Hlíðberg. Þá
fékk Æskuminningin sérstaka viðurkenn-
ingu frá félagi dægurlagahöfunda. En
mesta viðurkenningin er þó sú, að þessi
lög eru orðin sígild. Enginn hefur orðið
leiður á þeim og verður ekki.
Ágúst Pétursson var einn af stofnend-
um Félags harmonikuunnenda í Reykja-
vík og var alltaf tilbúinn að
leggja félaginu lið þegar á
þurfti að halda. Frá byrjun
lék hann með hljómsveitum
félagsins og við minnumst
hans sem góðs félaga, sem
aðeins lagði gott til mál-
anna, þegar eitthvað þurfti
úrlausnar við.
Fljótlega eftir stofnun fé-
lagsins færði hann því að
gjöf fallegan mars, sem
hann hafði samið. Við erum
ákaflega stolt af því að eiga
þennan glæsilega mars.
Gústi var Kópavogsbúi
frá árinu 1951. Þar átti hann
sitt heimili alla tíð ásamt
eiginkonu sinni Guðrúnu
Kristjánsdóttur og þremur
börnum, þeim Hörpu, Omari
og Ágústu. Guðrún kona
Pólstjarnan
Ennþá man ég það frá bemsku, hve þú brostir hlýtt til mín,
milli bæja, þegar var ég einn í för.
Og mér fannst þú augað vera, sem vaktir yfir mér,
eini vinurinn, sem gafst við spuming svör.
En ég hlaut að kveðja æskubyggð og heimþrá mín er sár,
og þó harðni skap, í byl og frjósi tár.
Þegar myrkur byrgir landsýn, er lögð á þóftu ár,
og ég leita þín, með bænarorð á vör.
En þú vakir allar nætur, í vegalausum geim,
besti vinur þess, er gengur myrkvað land.
Og þú vísar mér til átta, um úfinn vetrarsæ,
þegar öldur litlu fleyi, boða grand.
Og þó dimmi fyrir sjónum og daprist von og trú,
hátt á draumahimni bláum, sindrar þú.
Og þú tengir milli heimþrár og hafnar gullna brú,
meðan haftð kyssir lágan fjörasand.
Kristján frá Djúpalœk
hans átti reyndar talsverðan þátt í því að
Æskuminning komst á framfæri, því þeg-
ar höfundurinn hikaði, tók hún af skarið
og eggjaði hann til að senda lagið í
danslagakeppnina. Annars væri það jafn-
vel ennþá aðeins taktlaus strik á blaði.
Lög Ágústar Péturssonar urðu fjöl-
mörg og má þar nefna Pólstjörnuna,
Harpan ómar og mörg fleiri. Síðsta lagið
varð til í tengslum við æfingar á vegum
F.H.U.R. Einn félaginn, Eyþór Guð-
mundsson, bjó í Selbrekkunni í nágrenni
við Gústa. Þar varð Selbrekkumarsúrkinn
til, sem líklega er saminn árið 1984.
Ágúst Pétursson lést sumarið 1986
langt um aldur fram. Hans verður ávallt
minnst sem góðs félaga og eins af bestu
lagasmiðum F.H.U.R.
Verðlaunakeppni
áskrifenda
Rétt fyrir útkomu blaðsins var dreg-
ið úr nöfnum þeirra er greitt höfðu
áskriftargjaldið fyrir febrúarlok. Úr-
drátturinn fór þannig fram að hringt
var í einn áskrifanda í hverjum lands-
fjórðungi og hann beðinn að nefna ein-
hverja tölu frá einum til þess fjölda er
lokið höfðu greiðslu.
Hringt var í eftirtalda aðila! Norð-
urland. Stefán Leifsson valdi nr. 52
sem er Elín Gerður Jóhannesdóttir í
áskrifendalistanum Hólavegi 6, Skaga-
firði. Austurland. Halldís Hrafnkels-
dóttir valdi nr. 103, þar er Guðmundur
Guðmundsson Torfufelli 4, Reykjavík
vinningshafi. Vesturland. Sigrún Hall-
dórsdóttir valdi nr. 16, þá kom upp
Bergsveinn Jóhann Gíslason frá Mýr-
um, Isafjarðarbæ. Suðurland. Gísli
Geirsson valdi nr. 150, sem er Helgi
Sigurjónsson, Glerárgötu 18, Akureyri.
Verðlaunin úrvals harmonikugeisla-
plötur verða sendar í pósti til viðkom-
andi með fyrstu ferð.
Blaðið óskar vinningshöfunum til
hamingju og þakkar góð skil.
ÁSKRIFTAVERÐLAUN
í vorblaðinu (maí 1999) verður svo
tilkynnt um nafn og verðlaun þess er
útvegað hefur blaðinu flesta áskrifend-
ur á áskriftarárinu. Sendið áskriftarum-
sókn með undirritun eða hringið í síma
5656385 eða 8965440.
9