Harmoníkan - 01.02.1999, Síða 10

Harmoníkan - 01.02.1999, Síða 10
Kravtzow-kerfið nýtt harmonikuhljómborð Spennandi þróun á harmonikuhljóm- borðinu. Maður hefði talið að búið væri að finna upp allt sem mögulegt er í útfærsl- um harmonikuhljómborðs, en svo einfalt er það ekki. Hinn rússneski tónlistarpró- fessor Nikolaj Krawtzow hefur þróað nýtt kerfi fyrir harmonikuhljómborð eins og kynnt var í 2. tbl. 1997-98 af Harm- onikunni. Er sú grein þýdd úr harmon- ikutímaritinu Nygammalt. Fleiri blöð hafa sýnt þessu mikinn áhuga og nú síð- ast Trekkspillsnytt þar sem Svenn Eng- elund skrifar og lýsir hrifningu sinni af kerfinu. Norðmaðurinn Per-Ola Sverre, sem er þarlendur umboðsmaður fyrir þessar nýju harmonikur, hefur góðfúslega gefið mér leyfi til að birta það sem skrif- að er og hefur sent mér greinar til þýð- ingar. „Það er draumur framtíðar að geta fengið alla harmonikuleikara til að sam- einast um þetta kerfi, og þar með útiloka öll fyrri kerfa vandamál," segir í skrifum um kerfið á einum stað. Hvað sem því líður er hér á ferðinni ný uppfinning seni áhugavert væri að kynnast. Per-Ola Sverre hefur boðað mig ásamt fjölþjóð- legum aðilum til Saint Petersburg 2.-9. apríl í vor til sérstakrar kynningar og kennsluráðstefnu. Eg verð að segja það strax, að því miður get ég ekki lagt upp í slíkan leiðangur, þó spennandi sé. Heldur álít ég að verkefnið passi frekar aðilum sem þegar flytja inn harmonikur. Eg hef allar nánari upplýsingar (s: 565-6385) Til viðbótar við fyrri upplýsingar í Harmon- ikkunni læt ég nú fylgja með skýringar- mynd af hluta hljómborðsins auk eftirtal- inna skýringa: • Borðið er slétt. • Það er aðallega ætlað fyrir þá sem spila þegar á píanóharmoniku og byrj- endur. • Passar vel fyrir barnahendur. • Nánast sama fingrasetning í öllum tóntegundum. • Auðvelt að byggja kerfið inn í eldri harmonikur eða kaupa nýtt borð. • Hægt er að læra á kerfið beint eða á bilinu 5-6 mánuðum frá píanóborði. H.H. Til hcegrí: Rússneska sjónvarpsstjaman Alla að kynna liluta úr Kravtzow kerfinu. Til vinstri: Hér sést vel uppbygging nótnaborðsins á þessum parti af hljómborðinu. Professor Kravtzow kynnir hér hið nýja kerfi með nemanda sínum í St. Petersburg. wg.5g.\

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.