Harmoníkan - 01.02.1999, Qupperneq 11
Með Frosinitónlist í eyrum
NYR MOGULEIKI
Hilmar Hjartarson
Við harmonikuunnendur höfum ekki
leitað mikið eftir að ganga til liðs við er-
lend eða alþjóðleg tónlistarbandalög. Eft-
ir að hafa sótt bæði fundi og ráðstefnur
erlendis undanfarin ár, nú síðast alþjóð-
lega Frosini ráðstefnu, keppni og tónleika
á sviði Frosinitónlistar í Stokkhólmi 21
nóvember í vetur, er ég æ sannfærðari
um að við eigum að vera með á nótunum
meðal annarra þjóða. Sá tími mun koma,
að ungir og efnilegir nemendur í harmon-
ikuleik komi fram á sviðið hér, nemendur
sem gætu tekið þátt í erlendum keppnum.
Enginn möguleiki hefur enn fundist hér
heima á keppnissviðinu.
Þó það yrði, er líka gott að hafa aðra
möguleika.
Langt er síðan Lars Ek hafði á orði við
mig að hér á Islandi þyrfti að stofna Fros-
ini félagsskap, sem ætlaður væri til þess
að ýta undir meiri metnað í harmoniku-
leik. Jafnframt er þetta tónlistarform talið
heppilegt til aukinnar þekkingar í námi,
fullt af gleði og léttleika, ásamt því að
vera viðurkennd sem klassísk tónlist.
LARS EK BOÐAR FUND
Lars sendi mér bréf ásamt gögnum um
að til stæði að stofna alþjóðlegt Frosini-
bandalag í Stokkhólmi 21 nóveinber
1998, með þeirri fyrirspurn hvort ég gæti
mætt sem fulltrúi íslands. Boðið þótti
mér það spennandi að ég sló til og flaug
utan 20 nóvember í vetur.
Þess ber að geta að Lars stofnaði
fyrsta Frosinifélagið árið 1985 í Svíþjóð.
Alla tíð síðan hefur hann unnið ötullega
að því að útbreiða og upplýsa um tónlist
Frosinis, bæði á tónleikum, fundum og
með útgáfu tímarits um efnið.
(Frosini Nytt). Keppni var síðan kom-
ið á í Frosinitónlist árið 1987 af Norð-
manninum John Mandelid í samvinnu
við Sigmund Dehli og Titanofestivalen í
Noregi. Aherslan hefur allar götur síðan
verið lögð á að ungt fólk gengi fyrir í
keppninni. (Frosini Grand Prix).
Ahugi í nágrannalöndunum hefur jafnt
og þétt aukist á þessu áhugamáli, og árið
1993 létu samtök í Noregi, Danmörku og
Finnlandi skrá sig með vilja fyrir frekari
samvinnu.
Nú má segja að Island sé komið í sam-
spilið með því að mæta á stofnfund IFS
(Internationella Frosinisellskapet), þ.e.
Harmonikusnillingurinn Pietro Frosini, var afkastamikill tónsmiður.
Hér standa fundarmenn við ráðstefnuborðið eftir hina formlegu stofnun Alþjóðlega Frosini-
félagsins. Frá v. Jens P. Nielsen Danmörku, Kristján H. Rusbjerg Danmörku, Lars Ek
Svíþjóð, Robert Rolston Skotkmd, Jolm Mandelid Noregi, Oleg Sharov Rússlandi, Seppo
Lankinen Finnlandi og Hilmar Hjartarson Island.
Frá vinstri Evrópumeistarinn í Frosisi tónlist 1998 Henrik Sandos frá Finnlandi, Kristian H.
Rjusberg Danmörku, Helena Hallelánd Noregi, Magnús Jónsson Svíþjóð, David Nisbet
Skotland (kepptif. hönd Stóra Bretlands) og Alexander Matrosov Rússlandi, hampa hér
verðlaununum.
11