Harmoníkan - 01.02.2000, Page 8

Harmoníkan - 01.02.2000, Page 8
Hið árlega og sívinsæla .VORBALL ?V verður í Básnum, Ölfusi, Iaugardagskvöldið13. maí n.k. og hefst kl. 22 (eftir mjaltir) Félag harmonikuunnenda á Selfossi Harmonika til sölu Brandoni King Line (kassotto) píanóharmonika til sölu, 120 bassa, 4 kóra, svört að lit með giltum áletrunum. Um er að ræða mjög vandað og gott hljóðfæri. Upplýsingar í síma 8670821 og 5540445 Ómar Skarphéðinsson Ómar Skarphéðinsson sem að þessu sinni er lagahöi'undur blaðsins er fæddur í Kópavogi 20. ágúst 1949. Hann flutti til Neskaupsstaðar 1970 og hefur búið þar, allt til hann lluttist síðastliðið haust á ný til bernskustöðvanna í Kópavogi. Hann hefur leikið á harmoniku frá ell- efu ára aldri með mislöngum hléum. Hann gerðist félagi í Harmonikufélagi Norðfjarðar og var formaður þess á árun- um 1993 til 1999, eða þar til hann flutti eins og áður sagði. Lagasmíði hefur Ómar ekki stundað að nokkru ráði. Hann sótti sér þekkingu í tónfræði til að læra nótur og nótnaskrift. Upp úr því varð lag- ið Tangó í G moll til og er jafnframt eina lag Ómars sem til er á nótum, önnur eru geymd í huganum. Lagið var sent til lagakeppni Harmonikufélags Héraðsbúa og komst þar í úrslit. Tangó í G moll hef- ur verið leikið inn á tvo hljómdiska Harmonikufélags Héraðsbúa. „A Taug- inni" leikið af Tatu Kantomaa og „I skýj- unum", þar sem öll úrslitalög í laga- keppni H.F.H. má finna, lagakeppni sem haldin var á landsvísu. Ómar er starfs- maður Í.T.R. á skíðasvæðum í Hamragili og Sleggjubeinsskarði. Ómar er kvæntur Maren Ármannsdóttur frá Neskaupsstað og eiga þau fimm börn. H.H. Tangó í G moll Höfundur: Ómar Skarphéðinsson Tangó í Gm Ómar Skarphéðinsson Qna ,h ^ ^ ir? Fine 1 Girt D7 Gm D7 Gm D7 Tölvuseö í febrúar 2000 Grétar Sivertsen 8

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.