Harmoníkan - 01.02.2000, Síða 11

Harmoníkan - 01.02.2000, Síða 11
ini, John Molinari og Carl Jularbo. Það heyrist best hjá þessum mönnum hvers harmonikan er megnug. Arnstein Johan- sen og Sverre Komelius Lund kann ég að meta. Ég var svo lánsamur að hitta þá á tónleikum hér fyrir tveimur árum. Annars varð ég svo frægur að taka í hönd Toralf Tollefsen sem ungur maður. Ég flæktist eitthvert kvöldið inn í gesta- móttöku eða hótel og veitingaaðstöðu hér í bænum (Ólafsfirði), sem kunningi minn rak. Ætli ég hafi ekki verið að kaupa sí- garettur, eða eitthvað annað að erinda þarna uppeftir. Þá heyri ég að verið er að rjála mikið við hurðina á snyrtingu sem þarna var. Það er hrist og ég tek í húninn og finn að það er lokað. Ég fór fram og sagði að áreiðanlega væri einhver lokað- ur inni á snyrtingunni. Svavar Gests og Toralf sátu frammi í kaffisal þegar ég sagði þetta. Svo fór ég með þeim þarna inn og segi Svavari nánar frá þessu. I ljós kom að það var kona Tollefsen sem var lokuð inni, eitthvað fór úrskeiðis, hurðin var í baklás. Svo dokaði maður við til að aðstoða og það tókst að opna. Konan hafði fengið hálfgerða innilokunarkennd þarna inni. Það endaði með því að Tollef- sen kom til mín og þakkaði mér fyrir með handabandi. Tónleikar meistarans voru svo um kvöldið. Manni fannst hann vera ótrúleg- ur snillingur í leik sínum og alveg ógeymalegur atburður. Verðlaun Maður hefur spilað hér fyrir öll félög og samtök, Slysavarnarfélagið, Kvenfé- lagið og mörg fleiri. Ég hefi tekið að mér að æfa upp sönghópa fyrir skemmtanir, gert mikið af því og þá með píanói, leik- ið undir gamanvísnasöng og við öll möguleg önnur tækifæri. Menningar- málanefnd Ólafsfjarðar veitti mér viður- kenningu fyrir tónlistarframlag mitt. Þetta gerðist á því ári sem ég náði 69 ára aldri. Ekki átti ég nú von á þessu en allt var gert mjög myndarlega og fallega af góðum hug. Lagahöfundurinn Jón frá Syðri-A Aðspurður segist Jón hafa samið nokkur lög, aðeins eitt sé til á nótum, önnur á snældum og eitthvað í höfðinu á honum. Að ekki sé fleira til á nótum, sé trassaskap um að kenna. Lagið sem til er á nótum, var Jón beðinn um að semja við texta, sem notaður var við jarðarför. Flest annara laga hans eru danslög, eða lög samin við texta eftir hann sjálfan, en af textum á hann efni í heila bók. Þetta eru ýmsar stemmingar, upplifanir og sitthvað innrammað í kringum módel hugarflugs- ins. Hann hefur reynt að safna þessu saman undanfarið. „Inn á eina plötu hef ég leikið er heitir „Kleifaball", sem Pálmi I Tívolí í Kaupmannahöfn, ferðafélagarnir frá Olafsfirði héldu Jóni veislu þar, í tilefni 70 ára afmœlisins. Hér spilar Jón fyrir japanskan kvennakór. Guðmundsson á Akureyri (Studio Bimbó) gaf út. A henni er blönduð dans- tónlist, þar á meðal lögin, Aflakóngurinn og Dansað í Holti sem eru eftir mig". Auk þeirra samdi Jón lag sem er félags- söngur Slysavarnardeildar kvenna í Ólafsfirði, og sungið er á hverri árshátíð, með texta eftir konu Jóns, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Unga fólkið! Ég dáist að þessu unga fólki sem er að koma inn núna í harmon- ikuleik. Þetta er tiltölulega nýtt og ég vil nefna það hreint stökk. Það sem það spil- ar, gerir það ótrúlega vel. Margir hafa líka stutt þetta unga fólk, og kennt því vel, eins og Messíana frá Isafirði og Fanney á Akranesi, ásamt mörgum fleiri sem miklar þakkir eiga skyldar fyrir elju og óeigingjarnt starf. Ég trúi ekki öðru en hæfir einstaklingar eigi eftir að ná langt á þessu sviði, Oddný Björgvinsdóttir frá Akranesi dvelur hér oft á sumrin í sum- arbústað með foreldrum sínum, við tök- um stundum lagið saman. Fjölmiðlar mættu sína öllu þessu meiri áhuga. Harmonikuþátturinn „Heimur harmon- ikunnar1'. undir stjórn Reynis Jónasson- ar, bjargar samt miklu, aðalatriðið er að hafa þáttinn fjölbreyttan. Kunningi minn píanóleikari sagði einu sinni við mig að þó píanó sé klassískt er það sálarlausasta hljóðfæri sem þú getur fundið! Harmonikan hefur þann stóra kost að hægt er að gefa henni sína tilfinn- ingu og láta það koma fram. Þá vil ég taka fram að blaðið Harmonikan er eitt af nauðsynlegum þáttuin þessa starfs, og fyrir utan fróðlegar og upplýsandi greinar um ýmis málefni er blaðið sameiningar- tákn og það vil ég ekki missa. Gagnrýni er líka góð, ef hún er studd rökum, en stóryrði og dylgjur eru dauðasök. Öll umræða og skoðanaskipti eru af hinu góða, friðsamlega fram borin. Gagnrýni getur oft. komið af stað umræðu, sem endar með góðri niðurstöðu. Að lokum? Mér er efst í huga þakklæti til allra samstarfsmanna gegnum tíðina, alls þessa góða fólks sem maður hefur kynnst á landsmótum. Ég hef nú verið á öllum nema því fyrsta í Reykjavík. Samstaðan meðal þessa fólks er einstök, allir eru jafnir, það einkennir beinlínis þessar samkomur. Félagsandinn er sannur og maður þekkir tolk orðið úr öllum lands- hornum, alveg ómetanlegt. H.H. Útgefnir geisladiskar Íjúlímánuði 1999 gafHartmann Guðmannsson út sinn fyrsta geisla- disk „Sól við fjörðinn“. A disknum eru eingöngu frumsamin lög Hart- manns og er hann jafnframt flytjandi tónlistar. Diskurinn hefur fengið góð- ar viðtökur enda hefur hann að geyma gott sýnishorn af því sem Hartmann er að fást við sem lagahöf- undur, alls 13 lög. Nokkur laganna eru útsett af Karli Adolfssyni. Harmonikufélag Rangæinga gaf út geisladisk á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða að hann sé ákaflega vel heppnaður og gott yfirlit um hvers megnugir spilarar félagsins eru. Stjórnandi er Grétar Geirsson, en hann hefur sinnt því embætti allar götur frá stofnun félagsins, ásamt spilamennskunni. Á disknum eru bæði innlend og erlend lög, mörg eft- ir meðlimi og spilara félagsins. Lagið „Trimmað á góunni", tileinkaði fyrsti formaður félagsins Valdimar Auð- unsson félaginu. Alls eru á disknuni 16 lög, sem leikin eru bæði af hljóm- sveit félagsins og ýmsum spilurum yngri sem eldri. Upptökur fóru fram í stúdió Glóru í Hraungerðishreppi. Strákabandið er geisladiskur sem einnig kom út 1999 með líflegum spilurum frá Húsavík. Því miður tókst mér ekki að afla nægra upplýs- inga fyrir útkomu blaðsins nú. 11

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.