Harmoníkan - 01.02.2000, Qupperneq 12

Harmoníkan - 01.02.2000, Qupperneq 12
Evrópumeistarakeppnin í Frosinitónlist 1999 Eflaust er best fyrir mig sem unnið hefur að því síðastliðið ár að útvega styrktaraðila og afla tjár fyrir keppanda frá íslandi til þátttöku í umræddri Evr- ópumeistarakeppni ásamt öðru því fylgj- andi að fara sparlega með lýsingarorðin. Ekki get ég samt látið ónefnda ánægju mína, þakklæti og gleði á þeim mönnum sem lögðu skilning og fjárframlög til þessa verkefnis, sem var að koma í fyrsta skipti í Islandssögunni, manni til keppni í harmonikuleik meðal erlendra þjóða. Eg bjóst aldrei við að nóg yrði að rétta fram biðjandi höndina þegar brjóta þyrfti hefð- ina eða breyta út frá vananum í áhuga- mennskuframtaki hér á landi, þvert á móti. Strax kom í ljós að ég átti mér marga stuðningsmenn og þá ekki færri úrtölúmenn. Hvað sem því Iíður var kviknaður neisti sem ekki var auðslökkt- ur og það tókst að viðhalda honum. Hann tók síðan að loga glatt þegar styrktarféð tók að berast frá fyrrnefndum stuðnings- mönnum og frá öðrum sem fengu beiðni frá mér um aðstoð. Kynni mín af keppandanum Matthíasi Kormákssyni komu mér ekki á óvart. Ró- lyndi, og jákvæðni frá fyrsta viðtali. Nú sat þessi efnilegi 18 ára harmonikuleik- ari við hlið mér um borð í einni af vélum Flugleiða „Valdísi" tilbúinn að takast á við erlenda keppendur strax daginn eftir brottför, þann 20. nóvember, austur í Helsinki ! Hinn mikli málmfugl geystist til lofts með afli sem erfitt er að lýsa. Listaverkið við Leifstöð „Þotuegg“ minnir mjög á líkingu þessara loftfara nútímans við fugla, enda þróunin beinlín- is sprottin út frá stolti mannsins og undr- un á hinum fiðruðu flugkúnstnerum í ríki náttúrunar. Eftir ljúft morgunflug með nærveru- góðum ferðafélaga sem gluggaði í náms- bækur sínar milli spjallkafla á leiðinni til Stokkhólms lukum við fyrsta áfanga ferðarinnar. Þar tók á móti okkur sjálfur formaður Alþjóðlega Frosinifélagsins Lars Ek með sínu gefandi brosi og nota- legheitum. Hann bauð okkur heim til sín, en hann býr rétt utan við Stokkhólm á fallegum stað í jaðri þjóðgarðs er þangað teygir sig. Eftir að hafa matast á heimili hans og konu hans Ann Marie, fylgdi einkakonsert Lars í kjölfarið, meðan beð- ið var eftir leigubíl til að renna með okk- ur öll að ferjunni til Helsinki. Þar bættust í hópinn á annan tug samferðamanna okkar í sömu erindagjörðum. Um borð í ferjunni Silja Sinfoni vom 2100 farþeg- ar auk 600 - 800 manna áhafnar, full ferja. Þessi risaskip virka sem stórborg, allstaðar veitinga og verslunarstaðir með göngugötum og tilheyrandi ys. Tilhlökk- unin tók nú að magnast. Við Matthías kynntumst þarna góðum ferðafélögum sem margir voru áhangendur Frosinifé- lagssins á leið til keppninar og nú var tekið í nikkurnar og það leið ekki á löngu þar til Matthías blandaðist í hópinn með sitt hljóðfæri. Um kvöldið, eftir fínan málsverð rölt- um við um skipið og enduðum á stórum skemmtistað þar sem dansaður var „River Dans“ af fjölda írskra dansara. Frábær gleðistund fyrir svefninn. Við bjuggum á öðru dekki niðri í skipinu (mig minnir að hæðirnar hafi verið 14). Á sömu hæð voru írsku dansararnir einnig til húsa og tóku vel á móti norræn- um nikkurum, sem bættust í hóp þeirra að danssýningu lokinni. Um kl. 9 um morguninn, eftir 16 tíma siglingu blasti Helskinki við í morgunskímunni. Seppo Lankinen hinn finnski fulltrúi keppninnar tók á inóti okkur og ók farangrinum til Hótel Grand Marina. Aðrir gengu til hót- elsins enda skammt að fara. Framundan var stíf dagskrá. Strax eft- ir að frágangi fylgihluta ferðarinnar á hótelinu lauk, hófst ráðstefna Frosinifél- agsins á neðstu hæð hótelsins. Því miður féllu tvær þjóðir frá þátttöku, Skotland vegna fjárhagsvandræða og Danmörk af óljósum orsökum. Þá mætti fulltrúi Fros- inifélagsins í Noregi ekki, en þaðan kom engu að síður keppandi, sem einnig sat fundinn í stað John Mandelid. Fundinn sátu formaður IFS, Lars Ek frá Svíþjóð, Stefan Eriksson ritari, Seppo Lankinen frá Finnlandi, Emil Johansson frá Noregi, Oleg Sharov var fulltrúi Rússlands og Hilmar Hjartarson fyrir Islands hönd. Ekki reyndist mögulegt að ljúka dagskrá fundarins fyrir keppnina kl. 15 á laugar- deginum og var honum framhaldið kl. 9 á sunnudagsmorguninn. Keppnin sjálf hófst kl. 15 í Esbo-tónleikasalnum í smá- bænum Espo nærri Helsinki. Til keppni voru mættir Islendingurinn Matthías Kormáksson 18 ára, Mikhael Broberg 23 ára frá Svíþjóð, Emil Johansen 23 ára fyrir hönd Norðmann, Sampo Torttila 17 ára Finnland, og Oleg Kouznetsov 17 ára Rússi. Dómarar í þessari keppni voru þeir Seppo Lankinen, Oleg Sharov og Lars Ek, sem jafnframt var yfirdómari. Skil- yrði í keppninni er að hver keppandi leiki tvö lög, annað eftir Frosini en hitt að eig- in vali, í svipuðum styrkleikaflokki. Keppendur komu nú hver á fætur öðrum, harðir keppnismenn og metnaðarfullir. Ég ætla ekki að lýsa stolti mínu fyrir Is- lands hönd er Matthías hafði lokið leik sínum, sannkölluð hetja og síst eftirbátur hinna. Matthías lék Rhapsody no.2 í C moll (c minor) eftir Pietro Frosini og Scherzo eftir John Gard. Eikunnagjöfin kom nokkuð á óvart eins og gengur. Vinningshafinn og þar með Evrópumeistari í Frosinitónlist varð hinn 23 ára gamli Svíi, Mikael Broberg og lék hann Accordiana eftir Charles Magnante og Fancy Twister eftir Pietro Frosini. Mikael lék á Skandia harmoniku A heimili Lars Ek, liér spilar hann fyrir gest sinn. 12

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.