Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 14
Matthías í léttum leik meðal góðrafélaga í lokaveislunni í Helsinki. skoðanir voru viðraðar, um það sem bet- ur mætti fara. Heimferðadagurinn rann upp með sjö gráðu frosti í Helsinki einni af menning- arborgunt Evrópu árið 2000. í útsýnisferð um borgina bar margt fyrir augu sem eyru og á ný hoppuðum við um borð í ferjuna til Stokkhólms seinni part sunnu- dagsins með ferðafélögum okkar og nut- um vinskapar og gleði næstu 16 tímana í vöku sem svefni. Með meiri reynslu og jafnframt ntinningar lá íslensk jörð undir fótum aftur eftir tæplega fjögurra daga fjarveru, og hver veit hvað gerist næsta haust í Stokkhólmi? Hilmar Hjartarson HVAÐ SEGIR MATTHÍAS SJÁLFUR UM KEPPNISÞÁTTTÖKUNA Mér fannst það spennandi hugmynd sem Hilmar Hjartarson fékk um að ég tæki þátt í Frosini Grand Prix. Áður en ég lagði upp í ferðina hélt ég að keppnin væri talsvert stærri í sniðum en raun bar vitni. Það kom mér því þægilega á óvart að ganga inn í 200 sæta sal. Fyrir keppni var okkur keppendunum vísað inn í her- bergi baksviðs þar sem við áttum að æfa og undirbúa okkur andlega fyrir keppn- ina. Svo steig ég á svið, sá fjórði í röðinni og spilaði mín tvö verk. Sjálfstraust mitt hafði aukist við það, að uppgötva, að þetta var allt smærra í sniðum en ég hafði búist við og mér tókst að komast í gegn- um lögin stóráfallalaust. Þegar ég gekk út af sviðinu var ég því ánægður með ár- angurinn. Þegar á heildina er litið var þetta stórkostleg reynsla og ég kom heim fullur af metnaði og áhuga fyrir að halda áfram á sömu braut. Það var mjög gaman að hitta erlenda jafnaldra, sem eru að fást við harmonikuleik, kynnast hæfni þeirra og sjá hvar maður stendur miðað við þá. Eg vil þakka Hilmari fyrir að hafa látið sér detta þetta í hug og þó aðallega fyrir að hafa hrint hugmyndinni í framkvæmd. Einnig vil ég þakka styrktaraðilum kær- lega fyrir veittann stuðning og síðast en ekki síst Grétari Sívertsen, fyrir lán á harmoniku. Matthías Kormáksson Vadim Fjodorov til ísafjarðar Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Isatjarðar hefur ráðið til skólans rússneskan harmonikukennara. Hann er enginn annar en Vadim Fjodorov (sá sem lék með glasið á harmonikunni), annar tvíburanna sem spiluðu á Landsmótinu og síðar kom til tónleikahalds hér m.a. ísafjarðar nú fyrir skömmu. Vadim er ráðinn til skólans í 2 mánuði eða til vors meðan Messíana Marselíusardóttir er að ná sér eftir veikindi. Messíana hefur haft 26 nemendur í harmonikunámi á síð- ustu önn og má segja að koma Vadim til Isafjarðar sé einskonar lán f óláni. Harmonikan óskar Messíönu góðs bata. I eigu tónlistarskóla Isafjarðar eru 15 harmonikur.Vadim kom til Isafjarð- ar 15. febrúar og verður skemmtilegt að fylgjast með hvernig hið rússneska vítamín virkar á nemendur vestra. Til hamingju Isfirðingar. // /y Vadim Fjodorov kennir nú á Isafirði Harmonikufélög Skagafjarðar og Húnavatnssýslna Hin árlega fjölskyldu- hátíð harmonikuunn- enda í Húnaveri verður að þessu sinni haldin um Jónsmessuhelgina dagana 23.- 25. júní næstkomandi. Nánar auglýst í maíblaði Harmonikunnar. F.H.S. og F.H.H. 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.