Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 5
Jóhannes Jónsson formaður S.Í.H-CI. Eins og komið hefur fram í blaðinu áður var Jóhannes Jónsson kosinn for- maður S.I.H.U. á aðalfundi sambandsins í fyrra. Ég náði tali af Jóhannesi í sumar, svo ég gæti kynnt hann fyrir áskrifendum blaðsins.Jóhannes tók vel í það, og fer kynningin hér á eftir, og læt ég hann sjálfan um framhaldið. „Ég er fæddur í Flatey á Skjálfanda 30. september 1946, elstur í fjögurra systkina hópi. I Flatey ólst ég upp og átti þar lögheimili til tvítugs. Segja má að ég hafi alist upp við búskap og veiðiskap sem tilheyrði menningu Flateyjar í þá daga, ásamt harmonikutónlistinni sem bergmálaði um eyjuna. Harmonika var ekki á mínu heimili en áhuginn greip um sig með harmonikuleik frændfólks míns í eyjunni, þeirra Ingvars, Jóhönnu, Guð- mundar og Ævars Hólmgeirsbarna, sem öll léku á harmoniku. Fyrstu harmonik- Verðlaun Dregin verða út nöfn þríggja áskrífenda sem greitt hafa áskríftagjöldin fyrir áramót. Úrvals geisladiskar í verðlaun. Verðlaunahafarnir verða tilkynntir í næstu blaði. Útgefandi una eignaðist ég fjórtán ára gamall og hef alla tíð síðan spilað, nema í niðursveifl- unni um 1970. Svo byrjaði ég aftur þegar ég gekk til liðs við Félag harmonikuunn- enda við Eyjafjörð 1984, eftir að hafa farið á landsmót S.Í.H.U að Varmalandi í Borgarfirði það ár. Fljótlega lenti ég inni í félagsstarfinu, í stjórn og síðan varð ég varaformaður og þá formaður félagsins frá 1993 í fjögur ár og á ný formaður frá haustinu 1998 . Það verð ég fram á næsta aðalfund í október". VORU-OFT DANSLEIKIR HALDN- IR í FLATEY? „Danshefð var mikil í eyjunni. Unga fólkið stóð fyrir dansleikjahaldi að miklu leiti, og ég var svosem oft forsprakki fyr- ir að halda böll. Ég spilaði mikið fyrir dansi með frændum mínum og síðar einn. Maður minnist oft þessa tíma. Þetta voru skemmtileg ár. Nokkrar harmonik- ur hef ég átt t.d. Royal Standard 48 bassa, smá krfli. Serinelli 120 bassa dömumód- el sem ég keypti af Jóhönnu Hólmgeirs- dóttur, gott hljóðfæri. Eftir lægðina sem ég minntist á fékk ég mér Viktoria harm- oniku þriggja kóra, 120 bassa og nú síð- ast eignast ég Borsini nikku, mjög glæsi- legt hljóðfæri". FJÖLSKYLDUMÁLINN ? „Ég á tvö börn með fyrri konu minni. Sambýliskona mfn er Hildur Gunnars- dóttir. Hildur er ákaflega jákvæð gagn- vart mínu harmonikustarfi og öllu sem því tengist. Það er ómetanlegt og hrein forsenda fyrir að allt gangi upp“. Jóhann- es er rafvirki að mennt, en hefur einnig starfað við ýmislegt annað. Hann rak m.a. 8 1/2. tonna dekkbát í fimmtán ár, til ársins 1990 er hann seldi hann. HVERS MEGA HARMONIKUUNN- ENDUR VÆNTA AF SAMBANDINU Á NÆSTU ÁRUM ? „Mín hugsjón er sú að mega ná betur til unga fólksins, með kynningu á harm- onikunni í huga, meira en hingað til hefur verið gert. Eins að tengja saman ungu kynslóðina og þá eldri, en eins og flestir vita sem til þekkja, myndaðist mikið tómarúm á þeim árum sem bítlamenning- in réði ríkjum og helst enginn vildi láta sjá sig með harmoniku. Gleðilegt er að nú virðist hilla undir betri tíð, hvað áhuga á þessu hljóðfæri varðar. Þess má vænta af sambandinu á næstu árum að það muni fara meira inná þá braut að aðstoða nem- endur sem þess þurfa, t.d.með styrkjum. Einnig að hvatning til nemenda verði tek- in upp í því formi að veita viðurkenning- ar fyrir góða framistöðu. Sú frammistaða gæti jafnvel tengst keppni í harmoniku- leik, þó ekki endilega. Ekki eru allir á einu máli um að stíf keppni sé besti vet- vangurinn til slíks. Því má einnig velta fyrir sér hvort ekki geti verið áhrifaríkt að nemendur sem eru komnir vel á veg í harmonikuleik kynni hljóðfærið, upp á eigin spítur eða með sér reyndari harm- onikuleikurum, sem hefðu víðtæka þekk- ingu á hljóðfærinu. Þessi sjónarmið komu fram á síðasta aðalfundi S.I.H.U. Eins og kunnugt er starfar nefnd til efl- ingar harmonikutónlist og hefur hún ver- ið að leita eftir leiðbeinanda sem haldið gæti námskeið fyrir harmonikukennara, til að auka við þekkingu þeirra og kynna þeim það nýjasta er tengist kennslu á hljóðfærið. Væntir sambandið góðs af þessu þegar af verður. Þetta er m.a.það sem sambandið mun leggja áherslu á að verði að veruleika sem fyrst“. H.H. 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.