Harmoníkan - 01.10.2000, Page 15

Harmoníkan - 01.10.2000, Page 15
Pqu kynntust á sundluugarba Lilla og Hilmar dansa hér í síðasta sinn á lokadansleiknum. Ýmislegt kemur í ljós er góðar um- ræður myndast í vinahópi. Við vorum stödd að Laugum í Sælingsdal helgina sem Harmonikufélag Vestfjarða heim- sótti Dalamenn í Nikkólinu og snæddum morgunverð í veðurblíðu og með angan af lyngi í vitum. Gengt mér við borðið sat nafni minn Guðbrandsson og Bjarn- ey (Lilla) Guðjónsdóttir kona hans. Þau eru mjög iðin við að sækja harmoniku- mót og dansleiki, þar sem slíkt finnst, enda miklir dansarar, ásamt að hafa full- komna vitund um, að inaður er manns gaman. Eftir að hafa innt þau eftir hvar og hvernig þeirra kynni höfðu hafist, teygði ég mig snarlega eftir pennanum og rissblokkinni. Hilmar er fæddur 16 . janúar 1933 að Lækjarskógi í Laxárdal Dalasýslu og ólst þar upp til 16 ára aldurs. A þessum árum voru árlega haldin héraðsmót og ung- mennafélagsböll, og þá fyrirfannst ekk- ert kynslóðabil. Ekki var á vísan að róa með bílfar á skemmtanirnar, en 10-12 ára dalakútar töldu ekki eftir sér að ganga fimm kílómetra hvora leið, til að taka þátt í skemmtuninni. Eftir að Hilmar flutti til Reykjavíkur sótti hann áfram héraðsmótin að Laugum, þar sem einnig fór fram keppni í íþróttum, þar með talin sundkeppni í lauginni. Svo endaði hátíð- in með dansleik á sunnudagskvöldi, er einnig fór fram í sundlauginni, sem að sjálfsögðu þurfti að tæma og setja trégólf í til að dansa á. Þarna á einu sundlaugar- balli ( 27 júlí 1952) kynntist hann Lillu sinni, sem fengið hafði far vestur með tveimur dalamönnum. til að heimsækja vinkonu sína. Hún var þá nítján ára. Dalamennirnir lofuðu einnig fari suður unt nóttina eftir ballið, en voru þá óöku- hæfir. Nú voru góð ráð dýr, því hún átti að mæta í vinnu kl. 8 á mánudagsmorg- un. Úr þessum vanda rættist þó, því þarna kynntist hún Hilmari, og nú upp- hófst þeirra dans og þar með var farinu suður borgið. Lilla hafði verið að koma í annað sinn á héraðsmót, því frá árinu áður sat enn minningin um skemmtilegt mót. Bjarney Guðjónsdóttir er fædd 28. febrúar 1933 að Grund á Kjalarnesi þar sem hún ólst upp til 17 ára aldurs.Arið eftir umrætt héraðsmót fóru þau saman á mótið og auðvitað að dansa í lauginni. Nú var framtíðin ráðin, síðan hafa þau dansað saman í lífinu. Alvara lífsins tók nú við og danslistin lítið stunduð. Börnin komu nú hvert af öðru, og urðu að lokum fimm. Þegar börnin uxu úr grasi og upp úr því hófst dansinn á ný, þau gengu til liðs við Félag harmonikuunnenda í Reykjavík og hafa fundið sig afar vel í þeint hópi. Þar sem lífsins sæla hófst í Sælings- dalslaug fannst þeim Hilmari og Lillu við hæfi að mæta á staðinn, er dansað skyldi í síðasta sinn í gömlu lauginni 24. júlí 1994. Að þeirra sögn var þessi stund skemmtileg uppriljun úr ininningarsjóði tímans þar sem rómatíkin lék aðalhlut- verkið. Ný sundlaug var nú vígð þennan sama dag, sundlaug byggð með nýjustu tækni. Sá tími hafði runnið sitt skeið að heita vatninu væri safnað í þró uppi í gil- inu ofan við laugina þar sem það seittlaði út um glufu í berginu, vatnið rann svo að sjálfsdáðum um pípu niður í laug þar sem það blandaðist köldu vatni til að auka vellíðan sundlaugagesta. Nú hefur verið mokað yfir allt, Merkilegur kafli um horfna sveitamenningu situr nú aðeins eftir í minningunni. Margt hefur gerst á nærri 50 árum, sem liðin eru frá því að Hilmar og Lilla kynntust. Hilmar er vél- og bifvélavirki að mennt en rekur steypudælubíl. Bjarn- ey á þann merka titil sem er húsmóðir en hefur að auki unnið til nokkurra ára við ættfræðistörf hjá Þorsteini Jónssyni. Að loknu borðhaldi og þessari upprifjun rík- ari, var svo haldið að samkomuhúsinu Arbliki (Miðdölum) þar sem stiginn var dans með góðum félögum og fólki úr Nikkólínu og Harmonikufélagi Vest- fjarða. H.H. 15 Fyrsta hugmyndin um að byggja sundlaug í Sœlingsdal komfram 1910-11 af vinnumanni nokkrum. Sú hugmynd þótti nokkuð djöif. Sundlaugarbyggingin hófst árið 1929, ogfyrsta sundnámskeiðið fórþarfram 1932. Laugin nmn vera fyrsta eða önnur innisundlaug landsins.

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.