Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 4
S.Í.H.CI. 20. ára Samband ís- lenskra harmo- nikuunnenda verður tuttugu ára 3. maí næstkomandi. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þegar hafnar þreifingar um að fá til landsins erlendan harmoniku- leikara, sem gæti farið um landið og kynnt hljóðfærið í tilefni afmælisins. Að mínu mati þarf að ígrunda þess háttar mál gaumgæfilega. Blaðið telur að slík- ur aðili þurfi að geta leikið listir sínar á breiðu sviði, ekki einangraður við ákveð- ið tónlistarform, þ.e. háklassik, jass eða framúrstefnu. Léttleikinn dregur flesta til sín. Annars megum við ekki gleyma áheyrendum,heimamönnunum, og því sögulega. Eins og áður hefur verið dregið fram í blaðinu, eru ekki einhverjir heið- urs verðir á slíkri stundu?. Á þessum 20 árum hafa 5 formenn stýrt sambandinu, þeir Karl Jónatansson, Ingvar Hólm- geirsson, Yngvi Jóhannsson, Sigrún Bjarnadóttir og núv- erandi formaður er Jóhannes Jónsson. Meira um sögu S.Í.H.U. síðar í blaðinu. Aðalfundur S.Í.H.U. fór fram að Hótel Vin í Eyjafjarðarsveit í lok september s.l. og mun verða fjallað nánar um hann í næsta blaði. H.H. Fálag Harmonika unnenda við Eyjafjörð 20 ára Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð varð tuttugu ára 5. október s.l.. Vegleg samkoma var af því tilefni haldin að Laugaborg í Eyjafjarðarsveit 30. september. Þar sem allt pláss í blaðinu var þegar uppbókað, verða fréttir af afmæli félagsins að bíða næsta blaðs. H.H. filþjóðkg Hormonikuhótíð í Rcykjavík Helgina 14,-16. júlí var haldin í Reykjavík alþjóðleg harmoniku hátíð í samvinnu við Reykjavík ntenningarborg Evrópu 2000. Aðalhvatamaður að hátíðinni Jónatan Karlsson sagði í viðtali á rás 96,2 að hátíðin væri tónlistarlegur sigur fyrir harmonikuna. Fjöldi erlendra gesta var á hátíðinni og lék á ýmsum stöðum í borginni og mun hátíðin hafa tekist vel. Vonir standa til að hægt verði að segja nánar frá hátíðinni í næsta tölublaði. H.H. Þorvaldur Björnsson hazttur Daníel Bjarnason hefur verið ráðinn stjórnandi hljómsveitar Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Daníel er 22 ára og hefur lokið námi í píanóleik, en stundar nú nám í hljómsveitarstjórn og tónsmíðum. Hann tekur við af Þorvaldi Björnssyni, sem stjórnað hefur hljómsveitinni farsællega frá haustinu 1986 og þar með á fimm síðustu landsmótum. H.H. Harmonikciþáttciriíin lagdur af Harmonikuþáttur Ríkisútvarpsins í umsjá Reynis Jónassonar hefur fyrir nokkru verið tekinn út af dagskrá eina ferðina enn. í staðinn kemur annar tón- listarþáttur er ber heitið Blindflug. Sá þáttur verður í umsjá Margrétar Örn- ólfsdóttur tónlistarmanns. I fréttatil- kynningu Morgunblaðsins 4. október segir um þáttinn. í þessum þætti er ekkert öruggt nema flugtak og lending. Ennfremur í fyrsta þættinum kynnir hún hinn egypska Mozart, en í næsta þætti leikur hún tónlist af spiladósum stórum og smáum! Þessum óréttlátu breytingum hljóta allir harmonikuunnendur að mótmæla harðlega. Hver er skýringin á þessu? Að fjarlægja þá einu harmonikutóna er heyrast á útvarpsrás, er með öllu óskiljanlegt. Samband íslenskra harm- onikuunnenda verður að senda harð- orð mótmæli til Ríkisútvarpsins og fá þessari ákvörðun breytt hið snarasta. Því miður er ekki svo margt sem minnir á okkar vinsæla hljóðfæri í op- inberum fjölmiðli á borð við útvarp og sjónvarp. Síðasti harmonikuþátturinn í bili, vonandi, var sendur í loftið 27. september. Af þættinum er mikil eftirsjá. H.H. 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.