Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 12
Fœreyingar í heimsókn Móttökur þær sem Færeyingarnir fengu á leið sinni austan frá Seyðisfirði fímmtudaginn 13. júlí verða þeim lengi minnistæðar. Færeyski hópurinn sem taldi sig á öruggri leið, í rútu, í heimsókn til Harmonikufélags Reykjavíkur, rak í rogastans við Hellu á Rangárvöllum er framundan sáust torkennilegir menn á veginum sem stöðvuðu farkost þeirra í svarta myrkri. Menn þessir voru með al- væpni í víkingaherklæðum og veifuðu at- geir og fleiri fornmannavopnum. Hér komu til sögu víkingar er hertóku rútuna og allt sem henni fylgdi. Sakargiftir voru þær að vera allt of seint á ferðinni. Fang- arnir voru fluttir í hjálparsveitarhúsið á Hellu. Er þangað kom fóru að heyrast harmonikutónar og kom þá brátt hið sanna í ljós. Nokkrir félagar í Harmon- ikufélagi Reykjavíkur settu þessa mögn- uðu athöfn á svið, og við þá uppgötvun færðist brátt rétti liturinn í andlit hinna llemtri slegnu Færeyinga. Var þetta gert með fulltingi og í samvinnu við Harmon- ikufélag Rangæinga, hvers félagar spil- uðu í hjálparsveitahúsinu meðan gestir þáðu drykk. Síðan var áfram haldið til höfuðborgarinnar. Daginn eftir bauð Harmonikufélag Reykjavíkur til veislu í Glæsibæ, sem endaði með fjölmennu balli. Á laugardaginn lá fyrir beiðni um að spila á Hrafnistu í Hafnarfirði og þáðu þeir matarboð stofnunarinnar að því loknu. Sama dag var farið í Bláa lónið og um kvöldið komu gestirnir fram á Hótel íslandi í sambandi við Alþjóðlegu harm- onikuhátíðina. Sunnudaginn, var ekið að Gullfossi og Geysir um Þingvelli. Strangri dagskrá lauk svo með veglegu kveðjuhófi í Félagsheimili Karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði sunnudaginn 16. júlí. Og nú var komið að kveðjustund. Hópur- inn sem taldi 30 manns, hljóðfæraleikara og maka, auk nokkurra barna sem voru með í ferðinni. Kveðjuhátíðin var virðu- leg stund með glettni í bland, þar sem menn tjáðu tilfinningar sínar og þakklæti. Eftir að hafa þegið hákall með viðeigandi drykk settust menn til borðs þar sem boð- ið var uppá hangikjöt og jafning ásamt saltkjöti og öðrum íslenskum gómsætum réttum. Formaður H.R., Jón Berg Hall- dórsson sagði í sinni ræðu að vinátta væri grundvöllur mannkærleikans, bundin hefðu verið bönd sem aldrei mundu rofna milli þessara félaga. Hann þakkaði fé- lagsmönnum sínum, fyrir að hafa tekið af Tónlistin var í heilum hug þátt í þessu verkefni. Að vísu hafi þetta verið annasamur tími, en hann væri glaður yfir þátttöku sinna félags- manna, enginn hefði neitað að vinna með. Jón Berg dró ekki dul á, að Björn Olafur Hallgrímsson og Guðrún Guð- jónsdóttir ættu þarna stóran hlut að máli. hávegwn höfð. hefðu haft samband við utanlands. Þeir væru ánægðir með samvinnuna og marg- ir hefðu ekki komið til Islands áður. Hann sagði harmonikuna tiltölulega nýtt hljóðfæri í Færeyjum, hefði fyrst komið þangað 1847 og upphaflega aðeins notuð í Nólsöy, við ýmsar kirkjuathafnir t.d. Stemming í kveðjuhófl Hannonikufélags Reykjavíkur. H.R. félagar og fœreyingarnir leika sant- an, til hœgri erJuul J. Högnesen sem var aðaltengiliðurfæeyingana við H.R. vegna heim- sóknarinnar. Hann minntist gestristni Færeyinga, frá því að H.R. félagar heimsóttu Færeyjar 1999, og sagðist aldrei hafa upplifað aðra eins vinsemd og ánægju. Formaður harmonikufélags Færeyja ísak N. Jacobsen bað um orðið og lofaði mjög móttökur Harmonikufélags Reykja- víkur og sagði jafnframt að H.R. væri fyrsta harmonikufélagið, sem Færeyingar brúðkaup allt til aldamóta 1900. Fyrsta harmonikufélagið var svo stofnað 1996 og nær það um allar Færeyjar. Ákveðinn vandi fylgi því að halda uppi föstum æf- ingum á vetrum vegna fjarlægða, en reynt var að bregðast við því m.a. með kvöldskóla, því unga fólkið sýndi þessu hljóðfæri orðið áhuga. Harmonikan væri á uppleið. Formaður gat þess að í fyrra 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.