Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 8
Himnesk tónlist. Eí' það eru haldin böll í himnaríki, er Óli Thorsteins þar. Hann leikur við stjörnublik á fiðluna sína, undir sannköll- uðum engladansi, svo lengi sem einhver engill er uppistandandi. Dóttirdóttir hans vonar að hann hafi tíma á milli laga til að kíkja niður og fylgjast með þeirri tónlistararfleifð sem hann skildi eftir hérna megin grafar. „ Eg vil trúa því að hann viti af þessu, hann yrði svo stoltur," segir Shirley Sig- urðson. „Það er notaleg tilhugsun að vita af honum, þar sem hann fylgist brosandi með öllu saman“. Líf Óla Thorsteinson var helgað tón- list. Hann kenndi tveimur kynslóðum í íslenska fiskimanna og bændasamfélag- inu við vesturströnd Winnipegvatns, að leika á hljóðfæri. Hann smíðaði fiðlur. Alls urðu þær þrjátíu og sjö. Einhverjar þeirra hafa glatast í tímans rás en nokkrar eru geymdar, sem dýrgripir á svæðinu en þar og víðar í Kanada eru þær dýrmætur minnisvarði um yndislega tónlist og minningar henni tengdar. Á heimili sínu í Edmonton í Albertafylki á Shirley Sig- urðson í fórum sínum fjórar af fiðlum afa síns. Þó fjölskyldan hafi fært sig um set, gleymist Winnipegvatnið og íslenski menningararfurinn þaðan, aldrei. Synir hennar Ryan og Grant leika saman á hljóðfæri. I öruggum höndum þeirra, hljóma gömlu fiðlurnar og heimilið ómar af hinum tregafulla og ljúfa Gimli valsi sem frægast er þeirra laga sem Óli Thor- steinson eftirlét sínu fólki. Shirley segir, að afi hennar hafi verið hálf feiminn vegna þeirra miklu vinsælda sem valsinn, er hann samdi í kring um 1935, hlaut. Hvað sem því líður varð valsinn fljótlega hálfgerður þjóðdans á svæðinu. Hann hefur verið leikinn á dansleikjum í meira en hálfa öld, oft á fiðlur sem tónlistarmennirnir hafa smíðað sjálfir, undir leiðsögn Óla Thorsteinson í Husavik í Manitoba. Ólafur Steingrímur Þorsteinsson fæddist að Fjarðarkoti í Mjóafirði eystra árið IS84. Tveggja ára gamall flutti hann með foreldrum sínum til Kanada og fjöl- skyldan tók sér bólfestu í Husavik, nærri Winnipegvatninu, um sex kílómetra suð- ur af Gimli. Um aldamótin flutti Óli til Winnipeg þar sem hann nam trésmíði og þar þroskuðust meðfæddir tónlistarhæfi- leikar hans. Að námi loknu sneri hann til Husavikur á ný. Þar tók hann til við hefð- bundinn búskap ásamt því að stofna verslun. Síðar, tóku svo synir Óla við bú- störfunum, en hann sneri sér alfarið að tónlistinni og þannig minnast bænda og fiskimannafjölskyldur hans. Þegar hann fékk fólkið við vatnið til að gleyma erli hversdagsins yfir tónlistinni. Við fyrstu kynni virtist fólki hann búa við heldur kröpp kjör og vera hálfgerður búskussi“, segir Shirley, „en hann var yndislegur tónlistarmaður og ég held að hann hafi notið virðingar síðar meir“. Með árunum hefur sannast að tónlist Óla stenst tímans tönn ágætlega. Óli lést 1963 eftir að hafa kennt og sagt fólki til í heilan mannsald- ur. En hann er síður en svo gleymdur. Virðuleg eldri frú heldur á einni af fiðl- um fyrrverandi kennara síns og ritjar upp gamla æskuminningu frá því hún lék fyrst á hljóðfærið. „Hann krafðist þess að ég eignaðist þessa fiðlu. Þá var ég stoltari en nokkru sinni. Eg skil hana aldrei við mig.,“ segir hún og stoltið leynir sér ekki. Islendingar sem fluttu til vesturheims á seinni hluti nítjándu aldar, komu flestir fátækir af veraldlegum auðæfum til nýja landsins. En það var ýmislegt annað sem þeir gátu tekið með sér hina löngu leið yfir hafið. Eitt af því var tónlistaráhug- inn. Og þessi arfleifð hefur alla tíð verið sú dægradvöl, sem fólk hér hefur þarfn- ast, til að gleyma daglegu amstri við að sjá sér farborða í okkar harðbýla landi. Nú er ný kynslóð að uppgötva tónlist 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.