Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 4
GRÉTfiR GEIRSSON í VIÐTRLI BLRÐSINS Grétar Geirsson og kona hans Almveig Lára Bergrós Kristjánsdóttir Röðuls. Inngangur Þegar ég sest niður með viðmælanda mínum, koma orðin fyrirmynd og áhrifa- valdur upp í hugann. Hann er þetta tvennt án þess að vera áherandi. Þess utan er eins og maðurinn beri utan á sér andlega ró og hógværð. Hann er landskunnur sem harmoniku- leikari, hefur stundað harmonikukennslu itm árabil, verið fulltrúi félags síns (H.F.R.) innan S.Í.H.U. ásamt því að vinna ötullega að framfaramálum félags síns. Tónlistarferill hans er langur og hann spannar rúma hálfa öld. Það sem vekur sérstaka athygli, er að maðurinn er jafnframt bóndi með stórt kúabú og mað- ur veltirfyrir sér hvernig raða megi öllu þessu, svo eitt éti ekki annað. Hann hefur verið organisti í20 ár ísinni sveitakirkju og svona er hægt að telja áfram. Það sem ekki sést utan á fólki við fyrstu kynni eru gjarnan djúpstæðustu áhrifavaldar lífsins. Margir kunna að Italda uð líf þeirra hjónanna Grétars Geirssonar og Lártt Kristinsdóttur Itafi verið svifá vængjum velgengni og ham- ingju frá fyrsta degi. Svoerekki. Brotnað Itafa þungar öldur á brimströndu lífsins. Þau hafa gengið í gegnttm mörg áföll, misst börn og orðið fyrir slysum. Þjóðhát- tíðarjarðskjálftinn 2000 stórskemmdi íbúðarhús þeirra lijóna, attk þess sem innanstokksmunir fórtt illa. En sumir verða meiri menn við hverja raun og ná að takast á við lífsins þrautir þrátt fyrir allt. Glaðværð og glettni ásamt rammís- lenskri sveitagestrisni einkenndi atul- rúmsloftið þegar viðtal þetta var tekið. Á heimleiðinni var ekki laust við að manni yrði httgsað til íslensks bændafólks, sem leggur allt í sölurnar til að halda síntt striki, hvað þá heldur þegar margskonar menningarstarfsemi er lagt lið að auki. lslenski bóndinn á skilið virðingu al- mennings og vonandi tekst ekki að eyði- leggja íslenska sveitamenningu í náinni framtíð. Við skulum skyggnast frekar í sögu viðmælanda míns, Grétars Geirs- sonar frá Ashól í Rángárvallasýslu. Maður og tónlist eru eitt Eg er fæddur í Reykjavík 31. október 1937 og ólst þar upp fram yfir tvítugt en var mikið í sveit á sumrin. Sem smá- krakki var ég hér austur í Hellnahjáleigu í Flóa en svo eftir átta ára aldur í Mör- tungu á Síðu í mörg sumur. Þar kviknaði áhuginn á harntonikunni. Maður fór snemma að fara á böllin þarna enda var ekkert aldurstakmark. Hlutaveltur og bögglauppboð voru algeng og oftast var einn harmonikuleikari að spila. Fleiri nikkarar voru í sveitinni en það lék bara einn í einu. Foreldrar mínir eru Sigurbjörg Sig- finnsdóttir frá Neskaupstað og Geir Vil- bogason frá Reykjavík, en hann starfaði sem bryti til sjós, lengst á MS. Kötlu. Tónlist kynntist ég ekki á heimili mínu en skólafélagar mínir og leikfélagar, áttu harmonikur og spiluðu eftir eyranu. Ég fékk munnhörpu á barnsaldri og spilaði mikið á hana. Pabbi átti munnhörpu og reyndar spilaði hann eitthvað á harmon- iku á sínum yngri árum. Ég fékk þessa harmonikubakteríu ungur og fór svo að nauða um hvort ég fengi nú ekki harm- oniku. En fyrst átti ég að læra á munn- hörpuna, til að kæmi þá í ljós hvort ein- hverjir hæfileikar byggju í mér. Nú fóru í hönd heilmiklar munnhörpuæfingar, lög- in lærði maður úr útvarpinu, einhver dægurlög, léttmeti og húsganga. Þegar ég var 12 ára tók pabbi mig með sér á sjóinn í jólatúr til New York. Það hefur sjálfsagt verið gert til að létta á mömmu, því ég á þrjár yngri systur. Við komum heim eftir jól og þá var mér færð harmonika að gjöf, áttatíu bassa Hohner, sem mamma hafði séð um að kaupa. Harmonikunni fylgdu þau skilyrði að hún yrði ekki notuð sem leikfang, heldur ætti ég að læra á hana. Það var gert og kenn- arinn var Bjarni Böðvarsson. Þegar ég fór í fyrsta tímann gerðist það að handfangið slitnaði af kassanum og harmonikan húrraði niður alla stiga! Kassinn varð ónýtur en harmonikan slapp. Þetta var áfall og ég fór að skæla yfir þessu. I fyrsta tímann fór ég þó með hljóðfærið og sagði Bjarni eftir að hafa reynt það að harmonikan hefði bara haft gott af þessu. Þarna lærði ég nótur og fleira í tvo vetur. Nágranni minn á Skúlagötunni sem ég þekkti ekki mikið þá, Eyþór Guðmunds- son hafði eignast harmoniku um svipað leiti og ég og við fórum að æfa okkur saman. Við spiluðum saman eitt sinn í veislu heima hjá honum. Ég tók nikkuna með mér í sveitina, en ætlaði ekki að nenna aftur í nám en það er Eyþóri að þakka að ég hélt áfram. Bjarni var góður kennari, ákaflega léttur en hæfilega 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.