Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 5
strangur. Hann hvatti okkur til að taka gjald fyrir að spila á skólaböllum og út- vegaði okkur jafnvel spilaverkefni. Svo fór ég að spila með mági Grettis Björnssonar, Helga Geirssyni sem lék á trommur og við æfðum heima hjá Helga ásamt Þórði R. Guðjónssyni, sem lék á gítar. Þetta var fyrsta skólahljómsveitin í Lindargötuskólanum. Eitt skiptið kom maður í heim- sókn og hlustaði á okkur. Helgi sagði mér að þetta væri Grettir Björnsson og mér féllust hendur við þær fregnir. Grettir var þá orðinn þekktur hér. Þetta var skömmu áður en hann hélt til Kanada. Grettir leiðbeindi okkur þarna í nokk- ur skipti og slípaði ýmsa hluti til hjá okkur. Við Helgi spil- uðum saman á dansæfingum eins og það var kallað í Lind- argötuskólanum. Þá var ég 14 ára. Og svo fór ég að spila á dansleikjum í sveitinni 16 ára og reyndi að taka ýmsa kalla þar til fyrirmyndar og fékk að taka í hjá þeim. Þegar ég 15 ára vann ég í brúarvinnu við Iðu, og um sumarið kom pabbi með nýja Skandali hamoniku og færði mér. Eg átti þessa nikku til 1958 en þá var ég kominn í Bændaskólann á Hvanneyri. Jóhannes Pétursson var þá að skipta um nikku og bauð mér sína, af Exelsion gerð, 1953 módel 140 bassa, prýðis hljóðfæri. Hún var nýuppgerð og festi ég kaup á henni og nota hana enn sem pollanikku. Ahrifavaldar Maður kynntist fleirum og fleirum í Reykjavík, m.a. Halldóri Jónssyni. Hann kynnti sveifluna fyrir mér og ég hreyfst mjög af henni. Halldór átti plötu með Art Van Damm, sem síðan hefur verið mitt uppáhald og reyndar Frank Morokko, Molinari, Tollevsen og fleiri. Eg fór þrisvar á tónleika Tollevsen en sá Molin- ari einu sinni. Nú var bakterían endan- lega komin, tónleikar þessara meistara eru ógleymanlegir og höfðu mikil áhrif, því nú tók maður að æfa klassík. Er ég fór að spila í hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, var stórflinkur fiðlu- og saxofónleikari þar, Sveinn Olafsson. Hann sagðist vita af góðum þýskum harmonikuleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands, Georg nokkrum Kulp og vildi að ég talaði við hann með nám í huga, sem ég og gerði. Georg þessi var ofsa klár, hann skrifaði heilu plöturnar upp á nótur, nótnaskrif sem ég á enn í dag. Þar með er upptalið mitt nám hjá harmonikukennur- um. Við tekur sjálfsnám og reynslan, að spila með söngvurum, en á því sviði lærði ég mikið af Arna Scheving, sem fór einstaklega smekklega með melodíurnar, bak við röddina. Eitt leiðir af öðru Ég kynntist Guðjóni Matthíassyni 1952. Hann vantaði harmonikuleikara með sér og við fórum til hans við Eyþór Guðmundsson, í tengslum við jólaböllin. Þar lenti ég í erfiðustu og lengstu spila- mennsku á lífsleiðinni en það var eitt fyrsta jólaballið sem ég spilaði með Guð- jóni. Alls fjögur böll sama daginn, þrjú bamaböll í Gúttó í Hafnarfirði og fullorð- insball um kvöldið í troðfullu húsi og svækju. Við vorum alveg búnir að vera eftir þriðja barnaballið, en náðum smá slökun, sem bjargaði málunum fyrir full- orðinsballið, en erfitt var það! Það var sérlega gaman að kynnast Guðjóni Matthíassyni. Ég fór svo með honum vestur á Hellissand og Stapa. Hann var líka ágætur söngvari og maður fékk þarna hjá Guðjóni fyrstu rútínuna á gömludönsunum. Sennilega var ég orðinn 18 ára þegar harmonikuleikara vantaði hjá Baldri Kristjánssyni. Hann hafði samband og vildi fá mig í prufu. Baldur var þá með hljómsveit 5-6 kvöld í viku í Þórskaffi og það varð úr að ég spilaði með honum þar um veturinn. Já, það var dálítið merkilegt að vera í bygginga- vinnu alla daga en fá svo miklu meira kaup fyrir að spila í nokkra klukkutíma. I þessari hljómsveit voru góðir tónlistarmenn, þeir Baldur Kristjánsson, Sveinn Olafs- son, Kristinn Vilhelmsson, Vilhjámur Guðjónsson, Jón Páll Bjarnason o.fl. Þarna öðlaðist maður reynslu, því rokkið var að byrja ásamt svinginu. Þá var söngurinn líka í hávegum. 1 þessari hljómsveit kynntist ég nýju dönsunum. Um helgar fórum við yfirleitt suður með sjó að spila í Krossinum og Sand- gerði, fyrir almenna danleiki, átthagasamkomur, þorrablót og þess háttar. Þá var ég mik- ið með Jóhannesi Péturssyni og bróður hans Olafi, einnig með Jóni Sigurðssyni, þó að- eins einum þeirra hverju sinni. Ragnar Páll sá um gítarleik. Þenn- an vetur gerði ég ekkert annað en að spila, enda fékk ég nærri nóg. Bóndi er bústólpi? Af hverju fer piltur af mölinni, sem hefur nóg að gera, út í landbúnarðarstörf? Aðspurður segir Grétar að hann hafi alltaf langað til að kynna sér bústörf og því hafi hann farið í Bændaskólann á Hvanneyri (1957-1958). Þar var hann síður en svo laus við spilamennskuna enda voru fleiri harmonikuleikarar á skólanum. T.d. Guðmundur Samúelsson, Þórleifur Finnsson og Einar Gíslason, en auk þeirra Ólafur heitinn Guðmundsson kennari við skólann. „Við urðum allir góðir félagar og hluti af hópnum stofnaði hljómsveit ásamt Ríkharði Jóhannssyni klarinett- og saxofónleikara og Sveini bróður hans trommuleikara. Hluti af þessum hóp lék á dansleikjum í Borgar- firði og Dölum um helgar“. Allir þessir félagar eru vel þekktir meðal harmoniku- unnenda í dag. Aður en ég fór í bændaskólann spilaði 5 Arsliátíð gagnfrœðaskóla c.a. 1950-52. Grétar ásamt skólasystur sinni.

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.