Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 7

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 7
verð að segja að af því hefði ég ekki vilja missa. Valdimar Auðunsson var aðal- hvatamaður að stofnun þess og mikill eldhugi. A sjötugsafmæli sínu í Gunnars- hólma lét hann liggja umsóknareyðublöð á borði fyrir þá sem vildu gerast félagar og gengu þá fjölmargir í félagið. Duglegir stjórnendur og formenn hafa stýrt félaginu, fyrst Valdimar, síðan Sig- rún Bjarnadóttir og nú Jóhann bróðir hennar. Ég hef stjórnað hljómsveit fé- lagsins og höfum við gefið út einn geisla- disk. Reyndar hef ég komið við að spila á nokkrum diskum með bæði Karlakór Selfoss og Árneskórnum. Þá lék ég með Gretti Björnssyni inn á disk með lögum Valdimars Auðunssonar. Einnig átti ég þátt í sólódisk, sem Ari Jónsson söngvari gaf út, að ógleymdri plötu með Guðjóni Matthíassyni og einhverju tleiru hefi ég tekið þátt í á þessum vetvangi. Þrátt fyrir miklar annir er manni hlýtt til þessa tíma, þó bæði hafi verið skyn og skúrir. Stundum baslaði maður í ófærð, en sem betur fer lenti ég aldrei í neinum stórslysum. Reyndar lenti ég tvisvar í bíl- veltum á leið í spilamennsku, annað skiptið í glórulausum byl undir Ingólfs- tjalli. Bíllinn ráfaði útaf, á toppinn, en engin slys urðu á fólki. I hitt skiptið snar- snérist bíllinn á hálku, fór útaf og á hvolf. Við vorum tveir í bílnum en menn og hljóðfæri sluppu þá líka. Reyndar tók ég eftir því, er ég kom heim undir morgun að sokkarnir voru ekki á fótum mér. Þeir höfðu brunnið í sundur af rafgeymasýru. Harmonika nútímans! Mikið hefur breyst, því áður fyrr má segja að harmonikan hafí mest verið not- uð sem danshljóðfæri. Svo kom rokkið, tvistið og síðan Bítlarnir. Einn sagði við mig nokkuð undrandi, að hann hafi aldrei heyrt áður spilað rokk á harmoniku. Við skulum bara athuga, að allt er hægt að spila á harmoniku! Svo er það náttúrulega klassíkin, hún heyrist mun meir nú orðið. Nú er allt annað viðhorf og mér líkar það. Harmonikukeppnir Grétar er ekki alveg sáttur við hvernig Islendingar standa að vígi gagnvart keppnum. og segir það grundvallaratriði í framtíðinni, að íslendingar auki þátttöku sína á því sviði, enda séum við tíu til tutt- ugu árum á eftir nágrannaþjóðunum í þessari þróun. „Harmonikan er orðin mjög þróað hljóðfæri á Norðurlöndum, Ítalíu, í Rússlandi og Þýskalandi og við stöndum þessum þjóðum langt að baki, hvað þessa þróun varðar. Það þarf að fjölga keppnum í harmonikuleik“, segir Grétar. „Heimsóknir allra þessara færu erlendu harmonikuleikara hafa haft nokkur áhrif, svo ég tali nú ekki um erlendu kennar- ana. Ég sótti til dæmis námskeið í hitteð fyrra hjá Italanum Renso Ruggieri“. Og Grétar heldur áfram. „Harmonikan á eft- ir að vera topphljóðfæri áfram, hún er á leiðinni í tónleikasalina, þó hún verði sterk áfram á þjóðlega sviðinu og harm- onikumótin hér á landi hafa þjappað fólki saman. Það er stórmerkilegur þáttur í já- kvæðri þróun. Að lokum vil ég segja þetta.Blaðið Harrrionikan er ómissandi þáttur í harmonikustarfinu. Þaðan fær maður upplýsingar um t.d. hvað er að gerast á landsvísu. Ég hef verið áskrif- andi frá upphafi og ætla mér ekki að hætta því. Ég vil svo óska Harmonikunni og harmonikuunnendum góðrar framtíð- ar“, sagði Grétar Geirsson að lokum. Hilmar Hjartarsson Hljómsveit Óskars Guðmundssonar á Selfossi 1963-64. Frá v. Asgeir Sigurðsson, saxófónn, klarinett, sólógítar, Leifur Guðmundsson, gítar, Arnór Þórhallsson söngvari, Óskar Guð- mundsson pípulagningameistari og trommuleikari, Elín Backmann söngkona, Loftur S. Lofts- son bassi, og Grétar Geirsson, harmonika. TIL SÖLU EXCELSIOR harmonika 4 ára með sænskum gripum, svört að lit. Konsert hljóðfæri í úrvalsflokki. Upplýsingar: Ólafur í síma 562 2099 VERÐLAUN Dregin verða út 4 nöfn skuldlausra áskrifenda 14. apríl 2001 á 15. ára stofndegi blaðsins. Verðlaun: Aðgöngumiði á stjörnutónleika í Langholtskirkju 5. maí 2001. 7

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.