Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 14
Harmonikcileikari aldarinnar hylltur Rozða ritstjóra Harmonikunnar Við hafhendingu viðurkenninarinnar „Harmonikuleikari aldarinnar á Islandi “ að Iðufelli. Frá v. liragi Hlíðberg, Ingrid Hlíðberg, sem tekur á móti blómium af þessu tilefni úr höndum Nóttar Jónsdóttur. Lengst til hœgri er Utgefandi Harmonikunnar. Bragi Hlíðberg og frú. Ég vil byrja á að bjóða ykkur öll vel- komin í tilefni afhendingar viðurkenning- ar til harmonikuleikara aldarinnar (1900- 2000) hér á harmonikumótinu að Iðufelli. Það hefur löngum verið mín skoðun að þakka skuli þeim sem unnið hafa til þess að verðskulda viðurkenningu fyrir störf sín eða áhugamál er verða öðrum eða þjóðinni til góðs. Þegar ég lét mér detta í hug að kanna hver gæti orðið tilnefndur harmonikuleikari aldarinnar á Islandi sá ég fljótt framá hversu ég einn yrði lítils megnugur í svo viðamikilli ákvörðun. Mér kom því til hugar að beina spurn- ingu minni til áskrifenda Harmonikunn- ar í formi skoðanakönnunar um hvaða ís- lenskan harmonikuleikara þeir teldu verðugan að eiga þann titil, og hvort harmonikan gæti talist hljóðfæri aldar- innar. Ekki stóð á svörum og ætla ég ekki að lýsa gleði minni yfir því, og voru þá bæði nefndir til lífs sem liðnir harmon- ikuleikarar, eins og sjá má í síöasta tölu- blaði. Sá sem hlaut yfirburðasigur í þess- ari könnun var Bragi Hlíðberg úr Garða- bæ. Það kom kannski heldur ekki mjög á óvart þrátt fyrir að við eigum og höfum átt marga afbragðs harmonikuleikara á liðinni öld. Bragi hefur svo um munar greypt nafn sitt í íslenska tónlistarsögu, mun dýpra en innan harmonikugeirans einvörðungu og verður ekki burtu máð um ókomna framtíð. Ég tel ekki mögu- legt hér, að lýsa afrekskrá Braga að ráði, en bendi þess í stað á blaðið, þar sem byrji hefur m.a. viðtal við hann ásamt tónskáldakynningu um íslenska dans og dægurlagahöfunda sem oft er í blaðinu. Bragi hefur einnig skrifað greinar í blað- ið um ýmislegt varðandi harmonikuna m.a. um bassanotkun hljóðfærisins. Ég hitti ókunnugan rnann um daginn á Eg- ilsstöðuin þar sem við lentum í að spila svolítið saman, ég tók eftir hve leikinn hann var á bassana og spurði hver hefði kennt honum. Hann sagðist mikið hafa lært af öðrum en eftir að lesa grein um þetta efni eftir Braga í blaðinu hafi hann einbeitt sér að enn meiri nákvæmni að bössunum. Þessi sami maður spurði mig þá reyndar hvort ég væri ekki áskrifandi að harmonikublaðinu. Já harmonikuleik- arar taka mark á þessum meistara harm- onikunnar, það erenginn vafi. Bragi hef- ur rfkt sem harmonikuleikari mestan hluta aldarinnar, allt frá því að vera 14 barnastjarna, hélt t.d einleikstónleika 14 ára gamall, og lét ekki stöðva sig við að þurfa að glíma við þrjár gerðir harmon- ikuhljómborða. Ég vil líka geta þess hér að 15 ára vann hann fyrstu verðlaun í keppninni besti harmonikuleikari lands- ins. Síðar í kosningu á vegum ríkisút- varpsins vann hann titilinn besti hljóð- færaleikari landsins, og var þar ofar manni sem Páli Isólfssyni dómorganista. Þá vil ég ekki gleyma að minna á tónskáldið Braga Hlíðberg, þar hefur hann einnig afrekað stóra hluti. Þetta er í fyrsta skipti sem harmonikuleikari hér á landi hlotnast slíkur titill sem Bragi öðl- ast nú, og er hann valinn af þeim sem fylgst hafa grant með málefnum harmon- ikunnar. Ég tel þetta tímamótaatburð í sögu harmonikunnar hérlendis og langar nú að biðja þig Bragi Hlíðberg að koma hingað til mín og taka við viðurkenning- unni til staðfestingar titlinum, „ Harmon- ikuleikari aldarinnar á Islandi „ Við erum öll stolt af þér. Til hamingju. H.H JLðaCsteinn ísfjörð m. Ijls6yrgi 'Jfrifandi söng ocj fiarmoniítn tóníist Geisladiskur með 14 sungnum og leiknum lögum TSfrfTífl kom út 25.nóv.2000 Upplýsingar og pantanir hjá útgefanda í síma 464 1541 og 853 8398 Með hannonikukveðju ýtðafsteinn ísfjörð

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.