Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 10
Evrópcimeistarakeppnm 2000 Frosini Gramd Prix Allir keppendurnir í Frosini Grarnl Prix 2000. Frá v. Grettir Björnsson Islandi, Kristian Rusbjerg Danmörk, Magnus Jonsson Svíþjóð, Erik Sildelid Noregi, Alexander Satsenko Rúss- landi, og Liisa Ojantausta Finnlandi. Haustið 1998 var ég viðstaddur þegar fyrsta Evrópumeistarakeppnin í Frosini- tónlist, fór fram en það ár var Alþjóðlega Frosinifélagið stofnað. Þá gerðist ég full- trúi Islands, og árið eftir mætti ég með fyrsta íslenska keppandann til þátttöku. Það var Matthías Kormáksson sem varð fyrstur íslenskra ungmenna til að taka þátt í alþjóðlegri harmonkukeppni. Þann 18. nóvember 2000 var á ný brostinn á stór dagur í íslenskri harmonikusögu á erlendri grund. Við vorum mættir til leiks í smábænum Hammarstrand í norður Svíþjóð. Nú var korninn í slaginn hinn landskunni Grettir Björnsson er skyldi takast á við keppendur frá fimm þjóðunt. Þegar kom fram á haustið 2000 stóðu mál þannig, að ekkert ungmenni gaf sig fram á Islandi til þátttöku í Frosini Grand Prix árið 2000. Þá var þetta nefnt við Grettir Björnsson og hvort hann væri til í að mæta sem fulltrúi íslands í keppnina. Hann tók málaleitaninni vel og eftir nokkurn umþóttunartíma kom jákvætt svar. Loks þann 16. nóvember kom að brottför, sem reyndar dróst um tæpa klukkustund í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Sólin roðaði himininn er flugvélin lyfti sér upp fyrir skýin, í 38,000 feta flughæð. Flugferðin var mjög þægileg og ekki skorti okkur ferðafélögunum um- ræðuefni. Áður en við vissum af lá Sví- þjóð undir vængjum. Á Arlanda flugvelli tók einn af meðlimum Frosinifélagsins, Kalle Westling á móti okkur og bauð heim til sín í mat og hvað annað sem lysti. Hann hafði einnig tekið að sér rúss- neska keppandann Alexander Satsenko. Um kvöldið mættu allir keppendur ásamt fylgdarmönnum sínum í innanlandsflug til norður Svíþjóðar, til bæjar sem heitir Kramfors og þaðan var ekið í rútu inn í mitt land til Hammarstrand. Eitthvað misskildum við Grettir vegalengdina, að- eins fimmtán mílur sögðu Svíarnir. Eftir þriggja stundarfjórðunga akstur fórum við að líta hvor á annan, fannst þetta vera langar mílur. Það kom líka á daginn að ein svokölluð sænsk míla eru tíu kíló- metrar. Loks eftir um tveggja tíma akstur blasti hótelið við í Hammarstrand. Við fengum svefnpláss í sama herberginu, sem var með kojum og ekki stærra en meðal apabúr. Laugardagsmorguninn 18. nóvember hófst hin árlega ráðstefna með 10 fulltrúum þjóðanna. Var þar fjallað um stöðu harmonikunnar og framtíð ásamt umræðum varðandi samvinnu þjóðanna, Frosinimál og fjölmargt annað. Það er ótrúlega mikil upplifun að eiga þátt í þessari atburðarrás með fólki, sem vinnur að heilum hug við að lyfta harmonikunni á hærri stall. Það kom fram á ráðstefnunni að keppni sem þessi útheimtir mikla vinnu. Það að skapa Hljóðfærinu og þeim sem því unna betri farveg til metnaðarfullra afreka, gerist ekki sjálfkrafa. Keppnin fór svo fram í nær fullsetnu kvikmyndahúsi í Hammar- strand, seinna þennan sama dag. Kepp- endur komu fram í þessari röð. Kristian Rusbjerg 21 árs Dani, Erik Sildelid 23 ára Norðmaður, Alexander Satsenko 16 ára Rússi, Liisa Ojantausta 14 ára Finni, Islendingurinn Grettir Björnsson og Magnus Jonsson frá Svíþjóð 21 árs. Sem skyldulag léku allir keppendur Olívu- blómið eftir Pietro Frosini, en svo var frjálst val á öðru Frosini verki og valdi Grettir, Hugrakka Nautabanann. ( The Brave Matador). Það má teljast ótrúleg tilviljun að engin lék sama lag í sjálfsval- inu.Undirritaður fékk gæsahúð af stolti þegar Grettir steig á svið fyrir íslands hönd. Dóntarar voru þeir Seppo Lankinen frá Finnlandi, Oleg Sharov frá Rússlandi.Tveir dómaranna voru sænskir, þeir Henry Jonsson og yfirdóm- arinn Lars Ek. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega vel en enginn áhorfanda varð þó undrandi þegar dómararnir kváðu upp sinn dóm. Evrópumeistari í Frosinitónlist árið 2000 varð hinn sextán ára Alexander Satsenko frá Rússlandi. Framúrskarandi nikkari frá St. Péturs- borg. Hann lék á Rússneska „Viktor“ pí- anóharmoniku. Allir aðrir en hann og Grettir léku á hnappaharmonikur. Alex- ander stundar nám í St.Pétursborg og stefnir á tónlistarháskóla og meistara- gráðu í harmonikuleik. Alexander hefur áður tekið þátt í harmonikukeppni og vann m.a. til fyrstu verðlauna á Spáni fyrir nokkrum misserum. Eftir keppnina hófust tónleikar með öllum keppend- unum auk Lars Ek, Seppo Lankinen og Oleg Sharov hinum rússneska stórmeist- ara og prófessor í harmonikuleik og var það mikið og töfrandi tónaflóð. Grettir Björnsson valdi að leika við þetta tæki- færi tvö íslensk lög, Ljósbrá eftir Eirík á Bóli og Ausfjarðarþokuna eftir Inga T. Lárusson. Undirtektir fullvissuðu mann um að áheyrendum félli íslenskir tónar vel í geð. Á staðnum munduðu margir fjölmiðlamenn búnað sinn og Áke Benktson frá svæðisútvarpinu tók upp á band það sem fram fór. Hann spurði mig nokkurra spurninga um íslenskt harmon- ikulíf og um keppnismál hér á Fróni. Stórkostleg upplifun var á enda er undir- strikaði enn mikilvægi slíkrar keppni og góðrar samvinnu meðal þjóða. Stórveisla var svo um kvöldið í veislusal hótelsins með mat drykk og fjölbreyttum skoðana- skiptum og ræðum. Harmonikutónar hljómuðu enn í höfði manns daginn eftir, alla leið til Stokkhólms. H.H.

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.