Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 6
ég í hljómsveitinni Kátum félögum og við ferðuðumst mikið um og stöldruðum m.a. við í heila viku um verslunarmanna- helgina á Bifröst. í þeirri hljómsveit voru Guðmundur Steinsson trommur, Magnús Karelsson klarinett, Gunnar Páll gítar, söngkonan Jenny og ég á nikku. Stund- um söng Sigurður Olafsson með okkur, einstaklega skemmtilegt innlegg, hann trekkti inn á böllin. Einnig var farið til Hólmavíkur og leikið á skemmtunum á Húsavík með Kátum félögum. Eftir að bændaskólanum lauk fór Grét- ar til Reykjavíkur á ný og réðst í verslun- arstörf hjá Raftækjaverslun Islands. Þá urðu einhver forföll í hljómsveit Aage Lorange og hann fór og spilaði með þeim um veturinn. Hljómsveitin var fastráðin í Silfurtunglinu, dagskráin blönduð tónlist og söngvarar Sigurdór Sigurdórsson og Sigrún Ragnarsdóttir. „Eg lék líka með ýmsum öðrum hljómsveitum á þessu tímabili", segir Grétar, „en lengst af var ég með hljómsveit Oskars Guðmunds- sonar frá Selfossi. í millitíðinni réði ég mig á búgarð úti í Svíþjóð, rúmt hálft ár 1960, rétt til að breyta til. Þar heyrði maður í mörgum góðum nikkurum en sjálfur spilaði ég bara meðal kunningjanna þar. Að lokinni Svíþjóðarverunni vann ég við bústörf að Skeggjastöðum í Mosfells- sveit og var þar framan af vetri og utan spilamennsku. Hestamenskan heltók mig þá. Upp úr áramótum datt ég inní spil- verkið aftur í Félagsheimili Kópavogs. Við Matthías Karelsson á harmonikur, Einar Jónsson á trommur og Dengsi á gítar. Tónlistarlíf blómstraði á þessum árum og ég spilaði inn á milli með Guð- jóni Matt. og Valdimar Auðunssyni og fleirum. Haustið 1962 var Þórleifur Finnsson skólafélagi okkar fjósameistari í Laugar- dælum við Selfoss. Eg spurði hann hvort ekki vantaði fjósakall þar. Nokkru seinna hringdi hann, það vantaði mann á búið þannig að ég dreif mig. Þar var ég næstu þrjú ár. 1 Laugardælum var gríðar mikið bú með m.a. 80 kýr, rekið af Búnaðarsam- bandi Suðurlands Það var þá sem ég kynntist hljómsveit Óskars Guð- mundssonar fyrir alvöru. Það var mikill kraftur í Óskari og hann vildi drífa bandið í gang eftir að það hafði flosn- að upp nokkru áður. Inn í hljómsveitina komu söngvar- arnir Jakob Jónsson og Elín Backmann og gömlu og nýju dansarnir hljómuðu sem aldrei fyrr. Þar voru einnig Loftur Loftsson bassaleikari ásamt mér á harmoniku og þeim Leif Guðmundssyni og Asgeiri Sigurðssyni. Oft stóð í járnum að koma beint af balli og drífa sig í fjósið milli 5-6 á morgnana. Á búinu átt- um svo frí frá hádegi fram að kaffi, þá gat maður hvflst ef hestamennskan greip ekki í taumana. Ég hélt út með Óskari til 1965 en á þessum spilaferli höfðu fleiri söngvarar kontið inn m.a. Arnór Þórhallsson, eftir að Jakob hætti með okkur. En nú langaði mig orðið til að hætta spilamennsku, en það var suðað í manni, svo ég hætti við að hætta. Spilað á tilfinningar Meðan ég var á Laugardælum réðst ung stúlka þangað, Lára Kristjónsdóttir og málin þróuðust fljótlega þannig, að hún kom með þegar ég fór að spila og við fórum í saman í útreiðatúra, þannig að þetta kom smátt og smátt. Lára er frá Austurkoti í Hraungerðishreppi en á ætt- ir að rekja norður í Fljót í Skagafirði og á Snæfellsnes. Við giftum okkur 18. apríl 1965 um páskana Þetta vor fluttum við hingað að Áshól eftir að hafa ekið hér um allar Nr 04 Skólatnó 1954. Frá v. Halldór Jónsson píanó, Grétar Geirsson harmonika, og Guðmundur Steinsson trommur. sveitir að skoða jarðir. Ibuðarhúsið var lélegt en fjós og fjárhús sæmilegt. Við bjuggum samt í húsinu í 10 ár. Við hóf- um búskap með 14 kýr og 100 kindur og smávegis uppeldi í útihúsum.Nú ætlaði ég alveg að hætta spilmennskunni. Sú ákvörðun hélst út sumarið. Stöðugt nauð um spilamennsku við ýmis tækifæri ágerðist. Við eignuðumst þrjár dætur, en misst- um eitt barn við fæðingu. Árið 1982 tók- um að okkur fósturson og einnig unnum við fyrir félagsmálastofnun og tókum börn til sumardvalar til margra ára. Búskapur með tónlistarívafí Við hjónin byggðum allt upp hér, íbúð- arhús sem útihús. Þegar fjósið var í smíð- um í kringum 1980 komu hingað í heim- sókn. hjónin Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Tólistarskóla Rangæinga og Friðrik Guðni Þórleifsson, en sótt hafði verið um kennslu í harmonikuleik við skólann. Ég lét undan beiðni þeirra og fór að kenna og er enn að. Flestir hafa nem- endurnir verið átta, margir mjög efnileg- ir. Árið 1974 eignaðist ég rafmagnsharm- oniku, sem kom hingað til lands í mis- gripum og var ekki með ekta harmoniku- tón heldur björtum, frönskum tón. Með þetta hljóðfæri í höndunum varð ég óskaplega eftirsóttur. Þetta var eiginlega sem heil hljómsveit. Ég spilaði meira og minna á þetta „cordovox“ til 1985. Árið 1979 vantaði organista hér í sveit- ina og þurfti að fá menn héðan og þaðan í starfið. Það fregnaðist að ég ætti raf- mangsorgel og léki að auki á harmoniku, sem reyndar flestir vissu þá þegar. Ég féllst á að prófa þetta og hellti mér ofan í sálmabækur. Ég fór í tíma til Glúms Gylfasonar organista á Selfossi og stór- græddi á því. Hann gerði miklar kröfur um árangur og það gafst varla tími í bú- störf, eða fjölskyldumál. Tækifæris og dansspilamennskan féll aldeilis ekki niður og til viðbótar var ég orðinn organisti í kirkju sveitarinnar í Kálfholti, og því lauk ekki fyrr en að 20 árum liðnum, svo æfði ég kórinn líka. I vor eru tvö ár síðan ég hætti því. Árið 1975 leit allt mjög illa út hér, þeg- ar konan mín varð undir dráttarvél hér við bæinn í lok heyskapar og stórslasað- ist. Hún lá í marga mánuði í meiðslunum og hefur aldrei náð sér að fullu. en samt ótrúlega vel. Harmonikufélagsstörf Ég hef tekið þátt í uppbyggingu Harm- onikufélags Rangæinga frá upphafi og 6 Munið Stjörnutónleikana íLangholtskirkju 5. maín.k.

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.