Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 12
Félag harmonikucinnenda við Eyjafjörð 20 dra Afmælishátið F.H.U.E. var haldin með viðhöfn laugardaginn 30. september síðastliðinn í Laugaborg í Eyjatjarðar- sveit. Félagið var stofnað 5. október 1980. Þar sem aðalfundur S.Í.H.U. var Smekkfullur salur affólki á 20 haldinn í tengslum við afmælið var sam- ankominn auk fjölda félagsmanna for- menn annara félaga og fleiri til að sam- gleðjast á þessum tímamótum í sögu fé- lagsins. Starfsemi innan F.H.U.E. hefur alla tíð staðið með blóma. Verið fjölbreytt og spannað vítt svið. Meðal annars hefur fé- lagið haft samvinnu við önnur harmon- ikufélög varðandi ferðalög, dansleiki og fleiri samkomur. T.d. fór hópur úr félag- inu á mót til Kristiansand í Noregi 1989 sem kallað var Atlanderhavs Basseralle. Þá hefur félagið staðið að mótshaldi á Breiðumýri í samvinnu við nágrannafé- ára afmœlinu við kvöldverðinn. lagið í Þingeyjarsýslum frá sumrinu 1991 og er það harmonikumót orðin ein nafn- togaðasta samkoma þeirrar gerðar á land- inu. Á vegum félagsins hefur nokkrum sinnum verið efnt til lagakeppni og fór ein slík fram í tengslum við afmælishófið í sumar. Félagið hefur alltaf verið þátttak- andi á landsmótum Samkvæmt upplýsingum blaðsins er F.H.U.E. eina félagið á landinu, sem hef- ur keypt hússeign undir starfsemi sína, en árið 1997 var undirritaður kaupsamning- ur við Lúðrasveit Akureyrar þess efnis, að F.H.U.E. keypti fjórðung í húsinu við Laxagötu 5 á Akureyri Félagið gefur út fréttabréf og miðlar þannig ýmsum upplýsingum til félaga sinna. Á 10 ára afmæli félagsins var gef- ið út veglegt afmælisrit. Stefnt er að því að sérstakt rit komi út í tilefni 20 ára af- mælisins. Mikið var lagt í afmælishófið. Dag- skráin var ströng við borðhaldið en allt small saman. Formenn harmonikufélaga stigu á svið og voru fáorðir en gagnorðir við afhendingu gjafa til F.H.U.E. og frá- farandi formaður félagsins, Jóhannesi Jónssyni var afhentur blómvöndur í til- efni afmælis síns þetta kvöld. Svanhildur Leósdóttir og söng gaman- vísur og lék undir á gítar og söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir gladdi gesti. Haukur Ingimarsson lék einleik á ein- falda harmoniku og skemmti viðstöddum á besta hátt enda sérlega góður fulltrúi þessarar tegundar harmonika. Laga- keppni fór fram og mörg áhugaverð lög komu þar fram í dagsljósið. Sérstök hljómsveit lék keppnislögin fimm sem valin voru í úrslit. Hljómsveitina skipuðu þeir Hörður Kristinsson á harmoniku, Davíð Þór Helgason á bassa, Fróði Odds- son á gítar, Konráð Aðalsteinsson á trommur og Bjöm Leifsson á klarinett og var hann jafnframt hljómsveitarstjóri. Vinningslagið var Gauragangur eftir Jón Heiðar Magnússon frá Akranesi. Það lag sló í gegn svo ekki sé meira sagt. Ekki var laust við að dansfiðringur hafi verið hrokkinn fram í tær þegar laga- keppninni lauk enda kom á daginn gólfið fylltist við fyrsta lag eftir að dansinn BORSINI VICTORIA Gæða harmonikur 77/ sölu Excelsior harmonika, model 940 professional. Möguleiki aó taka 3ja til 4ja kóra harmoniku upp í, helst Borsini. Verð 290 þús. S. Ólafsson & Co. ehf. Æsufelli 4, sími 587 1304 Tölvupóstur s-olafsson@islandia.is Heimasíða www.islandia.is/s-olafsson Til sölu Harmonika Mjög góð EXELSIOR svört að lit 3. Hóra IÍO bassa 7. shiptingar i hljómborði 3. í bassa. Uplýsingar gefur Jón ■ síma 505 0611 eða 865 0743 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.