Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 13

Harmoníkan - 01.02.2001, Blaðsíða 13
hófst og hélst þannig til enda. Margar hljómsveitir héldu uppi fjörinu enda um auðugan garð að gresja innan umrædds félagsskapar og mikið um góða harmon- ikuleikara og annað tónlistarfólk. Fyrsti formaður F.H.U.E. var Hannes Arason en aðrir formenn er haldið hafa um stjórnvölinn eru Arni Þorvaldsson, Jóhann Sigurðsson, Sigurður Indriðason og Jóhannes Jónsson. Núverandi formað- ur er Jóhann Sigurðsson. Að lokum óskar Harmonikan félaginu heilla um ókomna tíð og þakka dyggum áskrifendum blaðsins í umdæminu öllu góðan stuðning í gegnum árin. H.H. Makalaus óvissa. Helgina 29. september til I. október s.l., var haldinn í tengslum við 20 ára afmælishátíð F.H.U.E. að Hrafnagili í Eyjafirði, aðalfundur Sambands íslenskra harmonikufélaga. Þátttakendur mættu flestir seinnipart föstudags en þeir voru auk stjórnar landssambandsins, fulltrúar hinna ýmsu félaga auk maka. Þá voru mættir margir fleiri góðir gestir víðsvegar að af landinu, til hátíðarinnar. Undirritaðar eru svo lánssamar að tilheyra makahópnum og erum við þakklátar fyrir að þurfa ekki að sitja fundi, en þess í stað fleytum við rjómann af ferðinni og fáum að kynnast mannlífi og náttúru þeirra héraða sem fundirnir eru haldnir í. Aðurnefnda helgi var okkur boðið í óvissuferð um Eyjafjörð. Eins og alltaf þegar farið er í óvissuferðir gætti eftirvæntingar í hópnum um hvert förinni væri heitið. Farið var sem leið liggur út vestanverðan Eyjaijörð og ekið undir dynjandi söng og Von er á góðri heimsókn frá Norður- löndunum í lok mars n.k. Það eru Nor- rænu húsin á Islandi, í Grænlandi, Fær- eyjum og Álandi sem standa fyrir henni í samvinnu við Musik Vást í Svíþjóð og Harmonikufélögin í Reykjavík og bjóða sannkallaða meistaraveislu á stöðunum. Fjórir norrænir harmonikumeistarar fara um Norðurlönd og hefja tónlistarflutning og alþýðlega skemmtun í æðra veldi. Hver harmonikuleikari hefur sinn eigin stfl, en allir eiga það sammerkt að vera miklir snillingar. Þeir bjóða upp á fjöl- breytt og spennandi lagaval eða allt frá finnskum tangó yfir í norskan dans. Tón- listarmennirnir eru þeir María Kalaniemi frá Finnlandi sem er fædd 1964 og hefur leikið á harmoniku frá átta ára aldri og lauk námi við Síbelíusarakademíuna 1990. Hún leikur á venjulega fimm raða hnappaharmoniku og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlistarflutning og gítarleik hins frábæra Núma Adolfssonar, þar til komið var í Hauganes, sem kúrir af eyfirsku lítillæti við fjöruborðið. Við höfnina, hjá lágreistu húsi beið okkar mótttökunefnd, sem í voru þeir Elvar Reykjalín og Örn Sigurðsson (Billi), sem heilsuðu okkur kumpánlega og buðu okkur að ganga í bæinn, að gömlum og góðum íslenskum sið. Þegar inn var komið beið okkar öndvegisdrykkur, sem skálað var í og við boðin velkomin í Saltfiskverkunina Ektafisk. Þá var saga fyrirtækisins rakin á léttum nótum og síðan boðið uppá Spánskættaðan saltfiskrétt, sem vakti hrifningu gesta (uppskrift fylgdi). Honum var skolað niður með ísköldum drykk beint úr frystigeymslunni. Loks var öllum vísað í herbergi afsíðis. Þar fengum við áskorun um að bragða á óvissurétti, sem var í lokuðum potti. Að launum yrðum við meðlimir í „Rotten leikið með jasshljómsveitum, þjóðlaga- hópum og flestum tegundum hljóm- sveita. Jon Faukstad er 57 ára Norðmað- ur og prófessor við norska tónlistarhá- skólann. Jon er jafnvígur á gamla þjóð- lega tónlist, sem danstónlist og munar heldur ekki um að leika nútímaverk eins og hann gerði m.a. þegar hann lék í Nor- ræna húsinu fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Greta Sundstöm er rúmlega fertug harm- onikudrottning frá Álandseyjum. Hún hefur leikið víða um heim og unnið til verðlauna fyrir glæsilegan leik og þá ekki síst túlkun á tónlist Pietro Frosini og Pietro Deiro. Johan Kulberg er rúmlega tvítugur Svíi, sem leikur á tveggja raða harmoniku, Hann kom fyrst fram sem undrabarn sjö ára gamall og hafði þá numið í fjögur ár. Johan Kulberg er nú þegar orðin þjóðsagnapersóna um öll Norðurlönd í Bandaríkjunum og víðar, en færni hans á hljóðfærið er meira í ætt skate club“. Og hvað skyldi svo hafa verið í pottinum, annað en kæst skata ?, - nema hvað. Allir þátttakendur héldu heim með félagsskírteini uppá vasann. Nú var haldið áleiðis til Akureyrar og ferð ekki linnt fyrr en við Thule bjórverksmiðjuna, þar sem við lærðum undirstöðuatriði íbjórgerð. Einhverhefði nú haldið að nú væri komið nóg, en þar sem Eyfirðingar eru gestrisnir mjög var nú ekið í Kjarnaskóg, þar sem boðið var til veislu Síðan hélt hópurinn að Hrafnagili eftir vel heppnaða og eftirminnilega ferð, þar sem stofnað hafði verið til nýrra kynna, sem vonandi eiga eftir að endast. Að lokum viljum við undirritaðar þakka Eyfirðingum frábæra f'erð undir dyggri stjórn hinar hugmyndaríku Filippíu Sigurjónsdóttur og aðstoðarfólki hennar, Núma Adólfssyni og Guðbjörgu Hjaltadóttur, þökkum við einnig af heilum hug. Guðný og Sigríður (Sirrý) Sigurðardœtur. við töfrabrögð heldur en hefðbundinn hljóðfæraleik. Tónleikar af þessu tilefni verða í Nor- ræna húsinu í Reykjavík, þriðjudaginn 27. mars. Bestu kveðjur Friðjón Hallgrímsson iIAliMDÍTIKO- VERKSTÆÐI TIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUM AÐ KAMBASELI 6 RVK. HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNA í SÍMA 567 0046 / 845 4234 Konungleg harmonikuvcisla í Norrazna húsinu. 13

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.