Harmonikublaðið - 01.12.2006, Síða 3

Harmonikublaðið - 01.12.2006, Síða 3
Frá ábyrgdarmanni Harmonikubladið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Hreinn Halldórsson Faxatröd 6, 700 Egilsstöðum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Prentvinnsla: Héradsprent, Egilsstöðum Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: - H.U.H. 25 ára - Afmælishátíð H.R. og H.F.S. í Hveragerði - Harmonikusýning EG-TÓNA í Reykjavík - Nikkolína 25 ára - Lag blaðsins - „Við Löginn" - Harmonikufélag Vestfjarða 20 ára - Sigrún Bjarnadóttir minning - Birgir Hartmannsson minningabrot Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 19.000 1/2 síða kr. 12.000 Innsíður 1/1 síða kr. 15.000 1/2 síða kr. 9.500 1/4 síða kr. 5.500 1/8 síða kr. 3.500 Smáauglýsingar kr. 2.000 Forsíðan: lólamynd. Efni ínæsta blað, sem kemurútíbyrjun maí, þarfað berastfyrins. apríl. Komið þið sælir lesendur góðir. Þá eru sumarið og haustið að baki, kominn vetur og jólin á næsta leiti. Þá er þriðja blað þessa árs orðið að veruleika og er efnið að stórum hluta tengt afmælis- hátfðum nokkurra aðildarfélaga SÍHU. í lok september var aðalfundur SÍHU haldinn í Hveragerði. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf lágu ýmis mál fyrir fundinum, t.d. lagabreytingarogútgáfa Harmonikubiaðsins. Ekki náðist niður- staða um framtfð blaðsins en umræðan gekk út á að fjölga áskrifendum með því að aðildarfélög SÍHU keyptu blaðið fyrir sína félagsmenn og bæru ábyrgð á greiðslu árgjalds þess. Á móti mundi áskriftarverð lækka all nokkuð. Niður- staða fundarins varð sú að fara með þessa spurningu heim í hérað til afgreiðslu á aðalfundi hvers félags. Áföstudagskvöldið.fyriraðalfundinn, buðu Harmonikufélag Reykjavíkur og Harmonikufélag Selfoss til glæsilegrar veislu á hótel Örk þar sem þau héldu upp á 20 og 15 ára afmæli sín. Þá hafa hafa Harmoniku- félag Vestfjarða, Harmonikufélagið Nikkolfna og Félag Harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum haldið veglegar afmælisveislur. Þessara tímamóta er minnst í blaðinu og Ijóst er að harm- onikan á enn góðum vinsældum að fagna. Til að það góða starf sem víða er unnið nái að blómstra enn frekar þarf að fjölga ungu og áhugasömu fólki í félögunum og vinna að því að fólk á öllum aldri fái áhuga á að læra á harmoniku, sér og öðrum til ánægju. í síðasta blaði fór ég fram á lag í blaðið, ekkert lag barst. í huga minn kemur stundum lag úr einni af lagakeppnum Harmonikufélags Héraðs- búa, eftir Jónas Þór jóhannsson, núverandi formann SÍHU. Þar sem þetta lag höfðar til mín þá datt mér í hug að leita til Jónasar og fá að birta lagið í blaðinu. Eftir miklar fortölur fékk ég hann á mitt band og vona ég að þið njótiðvel. Lagið heitir „Við Löginn". Sigrún Bjarnadóttir er látin. Þó ég þekkti hana lítið persónulega þá komst ég ekki hjá að sjá áhugann og dugn- aðinn við allt það sem snerti harmon- ikutónlist og framgang hennar. Auk trúnaðarstarfa fyrir félagið sitt þá var hún formaður SÍHU og fórst það vel úr hendi. Hafi hún kæra þökk fyrir hennar mikla framlag til tónlistarinnar sem hún unni svo mjög. Samkvæmtvenju átti að vera pistilfrá Jónasi Þórjóhannssyni en þarsem hann er fjarri nútíma tækni um sinn þá sendir hann sínar bestu kveðjur til ykkar. Að lokum þá vona ég að þið eigið góða stund með blaðinu, eigið gleðileg jól og njótið farsældar á komandi ári. Hreinn Halldórsson. ^l/m- /eið oejf við óá/oivm ö//um /amm&ni/cuuvineMc/iim cjf/eði/ecjfvaýó/a oa ýamáee/c/am d /ccmvccrvc/i dmij vé/jeom véð jía//a jíeim áem áýne/a j//acj<inu /i/ý/uujf, d 20 dru afímce/i/veáá. W' ,,EYKJAVÍKUfl Harmonikublaðið desember 2006 Góðir áskrifendur! Vinsamlega leggið áskrift blaðsins, kr. 1.500.- fyrirárið 2006 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, &{mf/cjuvé/um Kt. 030349-3859 Mikilvægt er að nafn og/ eða kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. 3

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.