Harmonikublaðið - 01.12.2006, Page 4

Harmonikublaðið - 01.12.2006, Page 4
Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum 25 ára cjtV 'CJrV »t5: -orV »t5: 'CjfV jtt« »t« 'CJt-S'- :rT« spt« Að beiðni þeirra sem gefa út Harmoniku- blaðið tek ég hér saman sögu H.U.H. í grófum dráttum, vegna 25 ára afmælis félags okkar. Verður bara stiklað á stóru. Árið 1981 hinn 1. maí komu saman á Hótel Blönduósi eftirtaldir aðilar til að stofna félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum: Þórir Jóhannsson, Jón Kristjánsson, Guðmundur Ásgeirsson, Magnús Agnarsson, Magnús Sigurðsson, SigfúsGuðmundsson.SveinnKjartansson og Einar Þorláksson, fjórir gerðu boð um þátttöku í félagið en gátu ekki mætt á fundinn. Sumir af þessum stofnendum eru starfandi ennþá, aðrir fluttir í burt og aðrir komnir í staðinn. Félagar eru nú 20, ekki nærri allir spila á hljóðfæri, en margt er hægt að gera fyrir félagsskapinn, þegar það er með samkomur á sínum vegum og svo að sýna samstöðu með mætingu. 15. nóvemöer 1981 er svo haldinn framhaldsstofnfundur og búin til lög og samþykkt. Hafði þá félagið orðið lög til að starfa eftir f grófum dráttum. Félagið hefur starfað óslitið frá stofnun þess að mestu leyti. Þórir Jóhannsson var fyrsti formaður H.U.H. og var í mörg ár, síðan tekur Svavar Jónsson við í eitt ár. Haustið 2000 tekur Alda Friðgeirsdóttir við for- mennsku H.U.H. og er búin að vera í þessu síðan. Fyrstu samkomur félagsins fóru fram á Hótel Blönduósi, því þegar búið var að stofna félagið varð að fara að gera eitthvað, þessar samkomur voru dansleikir, sem nefndir voru „fótafjör" þarna mættu þeir sem höfðu gaman af að dansa eftir harmonikumúsik, einnig voru fengnir með nikk- urunumtromuleikari oggítarleikari H.U.H. hafði dansleik til ágóða fyrir landssöfnunina „Samhugur í verki“ (Flateyrarsöfnunina). Var það mjög góð upphæð sem tókast að hafa upp úr því. Hagyrðingakvöld eru orðnir fastir liðir í starfi H.U.H. Fyrst var þetta í samvinnu við Félagsheimilið á Blönduósi en nokkur ár eru orðin sfðan að H.U.H. tók þetta alveg að sér. Er þá fenginneinhvergóðurtilaðfáhagyrðinga, taka saman efni til að yrkja um og stjórna þessu. Að þvf loknu er dansað fram á nótt. Þetta er orðin mjög góð skemmtun, hagyrðingarnir koma víða að. Einnig eru fengnar gesta harmonikusveitir til að spila með H.U.H. til að fá tilbreytingu í þetta. Einar Guðmundsson hefur komið með sveit vestlendinga svo og Dalamenn, ásamt fleirum. Bolludagurinn er notaður til samkomu- halds í samstarfi við Tónlistarskólann, eru þá fengnir ungir tónlistarmenn til að spila þarna ásamt tónlistarkennurum. Þetta er búin að vera fastur liður hjá félaginu í nokkur ár, enda gott samstarf við skólann. H.U.H. hefur gefið Tónlistarskólanum nokkrar æfinga- harmonikur í gegnum árin. Við erum einnig búin að vera í góðu samstarfi við félagsheimilið hér á Blönduósi, höfum fengið aðvera þarmeð margarsamkomur okkar, og einnig æfingar fyrir félagið. Þar af leiðandi var ekki annað hægt en að þakka fyrir sig með einhverju sem kæmi félagsheimilinu vel og var þvf ráðist í það árið 2000 að gefa húsinu píanó og stól við, þar sem það sem fyrir var, var orðið gamallt og lúið. Einnig gaf H.U.H. árið 2003 peningaupphæð í félagsheimilið, því þá var verið að lagfæra hljóðkerfi hússins. Fjölskylduhátíðin í Húnaveri um Jónsmessu er búin að vera fastur Á æfingu í Ósbæ árid 2005. Á Bolludaginn árið 2005. Tveir ungir nemendur úr Tónlistarskólanum með kennara sínum Stefáni jónassyni. 4

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.