Harmonikublaðið - 01.12.2006, Side 7

Harmonikublaðið - 01.12.2006, Side 7
Harmonikusýning EG-TÓNA í Reykjavík 7. október 2006 Laugardaginn 7. október s.l. var blásið til samkomu hjá harmonikuleikurum á Reykjavíkursvæðinu. Ekki svo að skilja, að þarna hafi verið um tónleika eða keppni í harmonikuleik aðræða.Neifjarriþví.EinarGuðmundsson í EG tónum á Akureyri lagði til atlögu á svæðinu og hélt harmonikusýningu. Þess háttar fyrirbæri eru vel þekkt á harmonikumótum á sumrum, en þarna bar nýrravið.Tilsýningarnnarleigði Einar sal Lyonshreyfingarinnar í Sóltúni 20 f Reykjavík og var ekki laust við að honum og Gunnari Kvaran, umboðsmanni EG - TÓNA á Suð-vestur horninu, fyndist jafnvel f fullmikið lagt. Það voru óþarfa áhyggjur. Strax við opnunina var kominn dálaglegur hópur áhugasamra harmonikuleikara, þar sem gömul kynni voru endurnýjuð og undir lokin má segja að flestir hafi verið orðnir þokkalega málkunnugir, enda harmonikuleikarar aldrei málglaðari, en þegar ný hljóðfæri ber á góma. Það myndast alltaf ákveðin stemming þegar margir harmonikuleik- ararhittastá hljóðfærakynnningu. Maður er jú manns gaman. Þessi stóri salur varð sem sagt troðfullur fljótlega og var til loka sýningarinnarogekki að undra, þvf margt nýstárlegt bar fyrir augu og eyru. Þarna var mikið úrval af allskyns harmonikum, stórum, smáum, hnappa- og píanó, ódýrum, dýrum og ennþá dýrari. Svo sannarlega eitthvað við allra hæfi. Þá má ekki gleyma allskyns fylgihlutum, s.s axlaólum o.fl. Þá var ágætis úrval af geisladiskum, víðsvegar að úr heiminum Til skrauts hafði Einar fengið fjóra safngripi frá þeim magnaða safnstjóra á ísafirði, Ásgeiri S.Sigurðssyni og gerðu þeir mikla lukku. Til enn frekara skrauts voru mættir góðir stuðningsaðilar málefnisins, sem settust með hljóðfæri og léku af fingrum fram hina „þægilegustu" tónlist. Þarvoru m.a. Bragi Hlíðberg, Reynir Jónasson, Jón Aðalsteinsson, Ingvar Hólmgeirsson og Guðmundur Samúelsson og urðu þeir aðeins til að gera gott andrúmsloft ennþá betra. Einar Guðmundsson hafði að sjálfsögðu í mörg horn að líta þennan eftirminnilega dag, eins og gefur að skilja. Hann leysti allra vanda á sinn hægláta hátt, sem ætíð hefur einkennt hans framgang. Undirritaður minnist Sýnd var sundurtekin harmonika - mikið úrvalvar af geisladiskum. Harmonikur úr harmonikusafni Ásgeirs Sigurdssonar á fsaprdi, elsta harmonikan frá 1830. þess að minnsta kosti ekki, að hafa séð Einar leysa vandamál með óðagoti. Miðað við þessa fyrstu sýningu Einars Guðmundssonar, EG - TÓNA, í Reykjavík, er auðsætt að hann verður að fá meiri aðstoð við kynningar þegar næsta sýning verður, sem fyrst vonandi. Kærar þakkir fyrir komuna til höfuð- staðarins. Friðjón Hallgrímsson 7

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.