Harmonikublaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 13
~ Tatu Kantomaa ~ Landsmót ungmenna 2006 ctj ySc í tengslum við „Landsmót ungmenna í harmonikuleik" var haldið námskeið fyrir harmonikukennara. Mín hugmynd var að fara yfir nokkur grunnatriði sem skipta mestu máli þegar börn fara að læra á hljóðfæri. Á föstudags kvöld var tíminn samt notaður fyrir kynningu á klassískri- ognútfmatónlist. Kennarahópurinn hlust- aði á tónlist sem er samin fyrir harmoniku og eldri tónlist sem hægt er að spila á harmoniku, til dæmis frá barokk tfma- bilinu og má þar nefna tónskáld eins og Johann Sebastian Bach (1685 - 1750) og Domenico Scarlatti (1685 - 1757). Ný námskrá tónlistarskólanna gerir ráð fyrir þvi að efnisskrá harmonikunemenda sé fjölbreytt og það er gott fyrir kennara að kynna sér ný tónverk sem samin eru fyrir hljóðfærið. Á laugardaginn var svo hægt að fara yfir nokkur tækniteg atriði sem mér sýnist vera mikilvæg og þurfa að vera í lagi til þessað hægtséaðspila réttáharmoniku. Án belgsins væri harmonika ekki harm- onika. Það er líka stundum sagt að belg- urinn sé “sál harmonikunnar”. Belgtækni er mikilvæg, ef ekki mikilvægasta atriðið íharmonikuleik. Það þarf mikla æfingu til þess að geta stjórnað belg með vinstri hendi og spilað á sama tíma. Belgurinn er ekki bara til þess að fá hljóðfærið til að hljóma heldur er hann til þess að „anda með tónlistinni" og gera allar áherslur og styrkleikabreytingar. Til er líka alveg sér belgtækni eins og belg- hristingur. Þess vegna er ekki sama hvernig belgurinn er dreginn sundur og saman. Það er mikil vinna að finna út hvar„belgskiptingar“ geta verið íverkinu sem er verið að spila. í nótnaskrift eru til sér merkingar fyrir belgskiptingar sem notaðar eru. Kennarar á námskeiðinu fengu nokkur verkefni við að skrifa inn belgskiptingar á nokkrum litlum verkum og finna í leiðinni út bestu staðina fyrir þær svo þær styrki laglínuna og slíti ekki stundur langar nótur. Annar mikilvægur þáttur í harmónikuleik eru fingrasetningar. Það er ekki hægt að spila án þess að vita hvert fingurnar eiga að fara, sérstaklega ef um er að ræða tónverk með miklum hraða. Það fer mikill tfmi í það að skrifa fingrasetningar fyrir nemanda, þær eru ekki alltaf prentaðar á nótum eða geta verið skrifaðar fyrir öðruvísi harmoniku. Á kennaranám- skeiðinu var notaður klukkutíma f það að skrifa fingrasetningará nótum ogtala um hlutverk þeirra eins og til dæmis hröð „trill“ sem gott er að spila á annað hvort 2-3 eða 1-3 fingrasetningu en aldrei 3-4. Svo var hlustað á meiri harmonikutónlist. Ég talaði um próf og námskrá og reyndi svo að svara öllum spurningum eins vel og ég gat. Mín stefna f þetta sinn var að bjóða kennarunum nokkur atriði að hugsa um og æfa sig. Ofan taldir hlutir eru mjög mikilvægir en eru ekki sjálfgefnir. Það þarf æfingu til þess að geta skrifað fingrasetningar og sjá strax staðina þar sem belgskipting gæti verið. Með þetta í huga finnst mér námskeiðið hafa heppnast vel og vonandi gefiðr< kennurum mikið til að hugsa um. fám Tatu Kantomaa t ^

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.