Harmonikublaðið - 01.09.2008, Qupperneq 6

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Qupperneq 6
Messíana Marzellíusdóttir <%*■ Messíana Marzellíusdóttir hefur kennt á harmoniku hjá Tónlistarskóla ísafjarðarfrá árinu 1988. Hún erfædd á ísafirði 18. mai 1942. Tónlistin varð snemma mikið áhuga- mál hjá henni og níu ára gömul hóf hún píanónám í Tónlistarskóla ísafjarðar hjá Elísabetu Kristjánsdóttur. Síðarvarhún nemandi hjá Ragnari H. Ragnar, og vissi þá ekki að hún ætti eftir að giftast syst- ursyni hans. Aðeins 14 ára gömul fór hún að kenna sínum fyrstu nemendunum undir handleiðslu Ragnars. 16 ára fór hún til Reykjavíkur í pfanónám hjá Jóni Nordal með áherslu á undirleik. Hún dvaldi þar í eitt ár og fór svo aftur vestur til ísa- fjarðar. Árið 1960 fór hún í húsmæðraskólann að Laugum f Reykjadal og kynntist eiginmanni sínum Ásgeiri S. Sigurðssyni þar. Ætlunin hafði verið að fara í framhaldsnám í píanó- leik eftir húsmæðraskólann, en þau áform breyttust og þau Ásgeir hófu búskap á ísfirði og eignuðust þrjár dætur. Messíana kenndi við Tónlistarskólann á ísafirði til ársins 1974, en tók þá tíu ára hlé frá kennsl- unni á meðan hún var verslunarstjóri. Kennslan togaði þó í hana og árið 1984 hóf hún aftur kennslu við TÍ á píanó. Hún hefur unnið mikið með ungu fólki ogtil að mynda var hún í einn vetur undirleikari með ungum og upprennandi fiðlusnillingi, sem þá var aðeins 12 ára gamall, Hjörleifi Valssyni og áttu þau gott og farsælt sam- starf. Ásgeir kynnti hana fyrst fyrir harm- onikunni. Framan af var hún alls ekki hrifin af hljóðfærinu: “Ásgeir hafði átt harmoniku í gegnum árin ogég man eftir að hafa sent hann út í bíl- skúr að æfa sig, því mér fannst þetta ekki vera hljóðfæri”, segir Messíana og hlær. Messíana Marzellíusdóttir Hún átti ekki von á að hún myndi nokkurn tíma spila sjálf á harmoniku, en raunin varð önnur. “Við fórum á harmonikulandsmót í Eyjafirði árið 1987 og þá vaknaði áhugi minn fyrir hljóð- færinu”, segir Messíana. Þá spiluðu Jón Aðalsteinsson og Sigurður Hallmarsson saman dúett ogég heillaðist af þessu sam- spili”. í framhaldinu fóru Messíana og Reynir Jónasson, harmonikuleikari og frændi Ásgeirs að spjalla saman og fékk hún hvatningu frá Reyni um að fara að spila á hljóðfærið. Hún tók þá nokkra tíma hjá Hrólfi Vagnssyni í Bolungarvík og hóf kennslu á harmoniku haustið 1988. Einnig hlaut hún handleiðslu hjá Reyni Jón- assyni. Harmonikufélag Vestfjarða gaf tónlistar- skólanum tvær harmonikur með hvatningu um að harmonikukennsla yrði tekin upp í skólanum. Messíana segir að það hafi ekki síst verið fyrir velvild og áhuga Sig- ríðar Ragnarsdóttur, skólastjóra tónlistar- skólans að hún hóf kennslu á harmoniku og strax fyrsta veturinn var mjög góð aðsókn. Fljótlega þurfti Messíana að hverfa frá píanókennslunni, þar sem hún hafði fullt í fangi með harmonikukennsl- una, svo mikil var aðsóknin og komust færri að en vildu á tímabili. Aldursbil nem- enda var mjög breitt, frá 5 ára upp í sjötugt. Nokkrar harmonikuhljómsveitir hafa verið stofnaðar ígegnum tfðina sem hafa spilað víða um bæinn. Messíana segir að áhug- inn fyrir harmonikunni hafi komið sér á óvart, og 1 raun varð vakning fyrir hljóð- færinu á þessum tíma. Fljótlega hvatti hún til samræmingar á námsefni og kallaði saman þá harmonikukennara sem hún vissi um. Þau hittust og ræddu málin og síðan hefur verið góð samvinna á milli harm- onikukennara á landinu. Messíana sérekki eftir að hafa snúið sér að harmonikunni: “Ég hef eignast marga góða vini í gegnum þessi ár, bæði harmonikuunnendur, nem- endur og foreldra”. Þau hjónin státa af eina harmonikusafni landsins en Ásgeir hefur safnað harmonikum f hátt í tvo ára- tugi og eru þær nú um 150 talsins. Harm- onikan hefur þvf skipað stóran sess í lífi þeirra hjóna. Safnið hefur verið afhent ísafjarðarbæ til eignar og verður varðveitt í Byggðasafni Vestfjarða. Messíana var í sumar heiðruð af Sambandi íslenskra harmoniku unnenda fyrirstarf íþágu harm- onikunnar. S.G.Á. Minning - Karl Adolfsson Það var sannarlega góð viðbót og þörf þegar Karl Adolfsson bættist í raðir harm- onikuunnenda.Með honum kom þekking sem sárlega vantaði þó áhuginn væri nógur. Karl hóf kennslu fyrir þá sem vildu og jafn- framt að stjórna hljómsveit félagssins. Fljótlega var farið að huga að hljómplötu- gerð og þá þurfti útsetningar og sam- æfingar sem hann annaðist af kostgæfni. Lög sem heyrts höfðu í útvarpi eða einhver átti á plötu voru óðar komnar á nótur úr hans höndum.hvort sem var skandinavískur ræll eða ave verum eftir Mozart. Þegar kom að sjálfri hljómplötugerðinni voru handskrifaðar útsetningar á hverju púlti.Alls gerði hann 169 útsettningar. Allt var þetta unnið af gleði og gjafmildi. Ljós- ritaf þessum lögum voru gefin um allt land þar sem harmonikuleikur er stundaður. Sem harmoniku- og saxafónleikari var Karl Adolfsson vel sjóaður frá síldveiðiárum fyrir norðan, spilaði á helstu dansstöðum á norðurlandi og hér syðra fVetrargarðinum með hljómsveit Karls Jónatanssonar. Karl Adolfssonvarsérlega handgenginnsvinginu og lék þá tónlist glettilega vel.Hann spilaði með ýmsum hópum félags harmonikuunn- enda, þá lék hann á plötu Hjördísar Geirs ásamt Sigurgeir Björgvinssyni. Karl var jarðsunginn frá langholtskirkju 2ó.ágúst sl.Við útförina lék Reynir Jónasson. Efirlifandi ástvinum senda harmonikuunn- endur samúðarkveðjur. H.J. 6

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.