Harmonikublaðið - 01.09.2008, Side 7
Breiðumýrarhátíd - 25. - 27. júlí 2008
Það er orðin fastur liður hjá félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð og harmonikuféiagi Þingeyinga, að halda útileguhátíð að Breiðu-
mýri síðastu helgina í júlí, og hefur aðsókn verið að aukast. Var mæting mjög góð þrátt fyrir að Landsmót S. í. H.U. væri nýlega
afstaðið.en það fór fram í Reykjanesbæ. Undirritaður var mættur síðdegis á fimmtudegi og voru þá þegar all nokkrir mættir. Hafist
var handa við að reisa tjaldið, sem er alveg ómissandi vegna þess að húsnæðið er orðið of lítið fyrir allan þann fjölda sem kemur.
Um kvöldið komu menn saman með hljóðfærin.og var mikið spilað og sungið fram eftir.
Á föstudags- kvöldið var dansleikur að venju
sem stóð til kl.oi.og skemmti fólk sér vel. Á
laugardeginum voru haldnir tónleikar við
góðar undirtektir. Þeir sem þar komu fram
voru, Jón Árni Sigfússon, Aðalsteinn ísfjörð,
Bragi Hlíðberg, Stórsveit F.H.U.E., Sigurður
Hallmarsson og Árni Sigurbjarnarson , og
fengu allir mjög mikið lof fyrir. Harmoniku-
sýning Einars Guðmundssonar (E.G.Tónar.) ______________________________ _________________________________________
var á sínum stað að venju. Grillið var tilbúið
kl. 6 og var þá tekið til við að grilla kvöldsteikina af miklu kappi.
Dansleikur; hófust svo kl. 10:00 ogvar dansað bæði inni ogeinnig úti ítjaldinu, ogskiptust spilarará að leika úti ftjaldi og inni í sal.
Dregið var f happdrættinu milli ellefu ogtólf ogfengu margir góða vinninga ogsumirtvo. Dansleiknum lauksvo kl. 03:00 Sunnudag-
urinn heilsaði með blíðviðri sem hélst allan daginn. Spilarar sem sátu sunnan við húsið urðu að flýja í skuggann svo þeir og hljóð-
færinn hlytu ekki skaða af. . ,
‘ÞorStemberg ‘Palsson
Grein um Gudmund Samúelsson
Guðmundur Samúelsson var einn þeirra
aðila er heiðraðurvar á síðasta landsmóti
er haldið var f Reykjanesbæ.
Guðmundur er fæddur að Hrafnabjörgum
í Ögurhreppi, Norður ísafjarðarsýslu 4.
apríl 1941. Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Núpi árið 1957 og ári sfðar útskrifast Guð-
mundur sem búfræðingur frá Hvanneyri.
Ekki lét hann hér við sitja, því hann hóf
strax nám í húsasmíði og lauk sveinsprófi
í þvf fagi árið 1966. Hann starfaði sfðan
sem byggingarmeistari á Akranesi til ársins
1990.
Straxá sjöunda áratugnum hóf Guðmundur
tónlistarnám og var klarinett fyrsta hljóð-
færið sem hann tókfyrir og lékGuðmundur
meðal annars í Lúðrasveit Akraness í
nokkurár. Einnigsönghann íkarlakórnum
Svönum og Kirkjukór Akraness. Árið 1990
flytur hann búferlum til Reykjavíkur og
hefur nám íTónskóla Þjóðkirkjunnar og
stundar það í tvö ár.
Það var árið 1983 sem Guðmundur tók til
við harmóníkuna (Guðmundur er tals-
maður þess að harmónfka sé ritað með ó
og í og verður því fylgt í þessari grein) og
stundaði hann sjálfsnám á það hljóðfæri
um tveggja ára skeið og í framhaldi af því
sótti hann hóptíma hjá Gretti Björnssyni
veturinn 1985 -1986
Hann hefur verið ötull að afla sér þekkingar
á harmóníkuna og sótt námskeið og tíma
hjá meisturum eins og Renzo Ruggieri, Tatu
Kantomaa og Lars Holm, en hjá honum
hefur Guðmundur sótt þrjú námskeið.
Síðan hefur skóli lífsins og Lars Holm verið
hans hjálparhella í harmóníkuleiknum.
Guðmundur hóf að kenna harmóníkuleik
við Tónlistarskólann í Keflavík árið 1994
að beiðni Kjartans Más, skólastjóra og ári
seinna réði hann sig sem kennara í harm-
óníkuleik við Tónlistarskóla Grafarvogs og
Tónlistarskóla Eddu Borg og hefur hann
kennt í þessum skólum síðan.
Guðmundur hefur gengtýmsum trúnaðar-
störfum, formaður iðnnemafélags Akra-
ness, formaður Meistarafélags bygging-
armanna á Akranesi. Hann starfaði með
Harmóníkufélagi Vesturlands og með
Félagi harmóníkuunnenda í Reykjavík.
Hann er nú formaður Harmóníkuakadení-
unar á íslandi. Guðmundur er giftur Guð-
rúnu Jóhannsdóttur og eiga þau þrjá syni,
og fimm barnabörn og eitt barnabarna-
barn.
Af ofangreindu má sjá að Guðmundi er
margt til lista lagt, en þó má greina að
tónlistin er honum í blóð borin og á fljót-
lega á lífsleiðinni hug hans allan. Hann
hefur til margra ára starfað ötullega að
uppbyggingu unglingastarfs innan Félags
harmóníkuunnenda f Reykjavík og stjórnað
ungmennahljómsveit félagsins með glæsi-
brag undanfarin ár. Guðmundur starfaði
einnig um árabil að uppbyggingu ungling-
astarfs innan S.Í.H.U. og fyrir allt þetta ber
að þakka.
G.K.
7