Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10
Hefur spilað á harmoniku frá 15 ára aldri Halldór Þorgils Þórðarson er í hópi þeirra sem heiðraðir voru á Landsmóti S.í .H.U. í Reykjanesbæ, fyrir störf í þágu harmonik- unnar. Harmonikublaðið langaði að vita nánari deili á manninum ogafþvítilefni hitti undirrituð hann fyrir skömmu og spjallaði við hann um harmonikuspil o.fl. Hefur þú alltaf búið í Dölunum? Já, ég er fæddur á Breiðabólsstað á Fells- strönd 5. janúar 1938 og hef alltaf búið þar, að undanteknum þeim vetrum sem ég var í skóla á Hvanneyri og f Reykjavík. Ég tók við búi af föður mínum og hef svo búið í félagi við Þórð son minn sem er að mestu tekinn við búinu. Kona mín er Ólafía Ólafsdóttir og við eigum 5 börn. Heimili okkar hefur verið í Búðardal sfðan ég tók við skólastjórn Tónlistarskóla Dala- sýslu árið 1994 en ég lét af því starfi s.l. vor. Við ætluðum að ræða um harmonikuna og hvernig hún hefur verið samferða þér. Égvarisára þegarégfékklánaða harmoniku og prófaði að spila og fannst það gaman og svo keypti ég fyrstu harmonikuna árið eftir og fór þá f nokkra tíma hjá Magnúsi Þéturs- syni. Ég var í orgelnámi 2 vetur, 1953-1954 og 1956-1957 í Söngskóla þjóðkirkjunnar eins og hann hét þá og var í tímum hjá Páli Kr. Pálssyni og Mána Sigurjónssyni. Spilaði fyrst í kirkju árið 1957 og hef verið organisti síðan, en þó ekki samfellt. Égfór að kenna á harmoniku og orgel við Tóntistarskóla Dalasýslu þegar hann var stofnaður árið 1976 og nemendum á harmoniku hefur fjölgað seinni árin og ef til vill er það Harmoniku- félaginu Nikkólínu dálítið að þakka líka, starfið þar hefur vakið áhuga á harmonik- unni. Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað 1981, hefur þú verið með í félaginu frá upp- hafi? Já ég hef verið með frá byrjun og þetta hefur veitt mér ómælda ánægju að spila með Nikkólínu og þetta er góður félagsskapur. Ég hef atltaf verið með í hljómsveitunum í Nikkólínu og þar hefur oft verið spilað á margar harmonikur og lögin stundum útsett í 2-3 röddum, og svo eru oftast með tromma, gítar og bassi eins og nauðsyn- legt er í hljómsveitum. Á fyrstu árum félagsins voru haldnar árshátíðir og þá voru stundum 3 grúbbur sem spiluðu hverá eftirannari, þá voru fleiri ífélaginu sem spiluðu en nú er. Svo breytist gegnum árin, fólk kemur og fer eins og gengur. Hefur þú alltaf farið á harmoniku- landsmótin? Ég hef farið á flest þeirra, við fórum 3 saman, þegar það var haldið á Varmalandi, ég, Guðbjartur Björgvinsson og Lárus Jóhannesson og þá spiluðum við eitt- hvaðfyrirdansi. Nikkól- ína hefur tekið þátt í öllum landsmótum sfðan árið 1989 og ég hef alltaf verið með íþeim hópum, sem stundum hafa verið nokkuð fjölmennir jafnvel 15-20 manns f hljómsveit- inni. Oft hafa verið með okkur á landsmótum, unglingar sem ég hefverið að kenna á harmoniku og mörg þeirra hafa haldið áfram í námi. Ballspilamennska hvernig var hún ogvarstu einn að spila eða varstu með öðrum? Stundum var ég einn en stundum með öðrum, spilaði dálítið með Birgi Kristjáns- syni og svo man ég eftir að ég spilaði á Hér- aðsmóti sjálfstæðismanna, held að það hafi verið 1958 og þá með Steinari Guðmunds- syni frá Hamraendum, sem spilaði á harm- oniku og Sigvalda bróður hans sem spilaði á trommur. Það var heilmikið að gera á árunum 1958-1961 að spila á böllum og margir sem tóku þátt í því. Hefurðu haft harmonikuna meðferðis til útlanda? Já við fórum íbændaferðmeð Agnari Guðna- syni 1988 og þá fékk ég allar aukaferðirfríar út á það að spila á kvöldvökum og undir fjöldasöng. Svo var harmonikan auðvitað með f júní árið 2000 þegar Nik- kólína, Harmonikufélag Rang- æinga og Þorrakórinn tóku sig saman og fóru til Færeyja. Svo hefurðu stjórnað fleiri kórum en kirkjukór- unum. Jú, ég byrjaði með Þorrakórinn 1963 og Söng- félagið Vorboðann 1994 þeir eru báðir blandaðir kórar og ég hef farið í mörg skemmtileg söngferðalög og haldið marga tónleika með báðum þessum kórum. Verður meiri tími núna til að sinna áhuga- málunum eftirað þú ert hætturskólastjórn, eða eru þau einhver önnur en tónlist og búskapur? Ég hef verið svo heppinn að hafa alltaf haft gaman af þvísem ég hefverið að gera hverju sinni og það hefur nú verið gaman að vera bóndi og heyja í sumar í þessu ffna veðri, segir lífsglaði bóndinn, harmonikuleikarinn og organistinn Halldór Þ. Þórðarson að lokum. Melkorka Ben. Leidrétting Þau leiðu mistök urðu í maí blaði Harmonikublaðsins 2008 á bls. 11, þar sem nokkur ungmenni voru tekin tali á Ungmennalandsmóti 2007, að myndir af Jónasi Á. Ásgeirssyni og Hauk Hlíðberg vixluðust. Hér með eru þeir beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Ritstj. V 10 J

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.