Harmonikublaðið - 01.09.2008, Page 12
Þegar halda á harmonikumót þarf að huga að
mörgu, ef vel á að takast. í fyrsta lagi þarf að tryggja
góða aðsókn og nægan fjölda harmonika. Sá hluti
er í höndum samkomuhaldara að stærstum hluta.
Hvað á að vera í boði fyrir gesti? Þegar líður að
mótinu er farið að spá íveðrið. Það var nú ágætt í
fyrra, en hann rigndi í hitteðfyrra. í það minnsta á
laugardeginum. Nú var það árið þar áður ? Hvað
segir langtímaspáin? Hvað er þessi lægð að gera
þarna? Átti hún ekki að fara sunnar. Varstu í Þrast-
arskógi '95 ?, þegar skórnir mínir flutu út úrtjaldinu
um nóttina og inn í það aftur um morguninn. Jú,
við vorum farin að kalla hann Vatnaskóg. Jæja, það
fer sem fer. Harmonikuunnendur á íslandi láta ekki
veðrið trufla sig. Þeir mæta, hvernig sem viðrar.
Hið árlega harmonikumót Félags harmonikuunn-
enda f Reykjavík fór fram í fimmta skipti í Árnesi
um Verslunarmannahelgina. Séu Landsmótin
undanskilin, má segja að aðdragandi þessa móts,
eins og allra harmonikumóta á landinu, sé sam-
koma, sem ritstjórar harmonikublaðsins, þeir
Hilmar Hjartarson og Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson,
efndu til f Galtalækfrá 1987. Þarvoru haldin harm-
onikumót til 1992. Árið 1993 fluttu þeir sig í Þrast-
arskóg og þar fóru mót harmonikublaðsins fram
um Verslunarmannahelgar til ársins 1997. Þá var
öldin svo sannarlega önnur. Á hvorugum þessara
staða var húsnæði til samkomuhalds, aðeins guð-
sgræn náttúra, með viðunandi salernisaðstöðu. í
Árnesi er allt með öðrum brag. Stórt og mikið hús
til hverskonar samkomuhalds, tjaldsvæði fyrir
gesti, sem eins og áður hafa góða skapið og harm-
onikur og söngbækur með í för.
Áföstudagskvöldið voru hljómflutningstækin sett
á sinn stað og hljóðprófuð fram eftir nóttu. Laug-
ardagurinn heilsaði með blíðu. Eftir hádegi hófust
tónleikar félagsins, en þar léku þeir Reynir Jónasson
og Flemming Viðar Valmundsson auk Ottars Joh-
ansen, sem kominn var frá Árnesi í Noregi, ásamt
Ivari Dagenborg Thoresen, ritstjóra Ny Gammalt.
Á tónleikunum notaði stjórn félagsins tækifærið
og gerði Þóri Magnússon að heiðursfélaga, en
hann hefur starfað 1 félaginu frá stofnun. Að tón-
leikunum loknum litu menn á harmonikur sem voru
til sölu hjá EG tónum. Fljótlega var þó farið að huga
að grilli og góðmeti. Dansleikur stóð síðan frá hálf
tíu tiltvö. Veðurguðirnirsáu um að vökva reglulega.
Sunnudagurinn var blíður og vætu mjögstillt í hóf.
Tónleikar Ottars Johansens og ívars, eftir hádegið
tókust með miklum ágætum, en Ottareraf mörgum
talinn einn besti harmonikuleikari Norðmanna. Það
sem gerði tónleikana óvenjulega var, að þegar
hefðbundinni dagskrá lauk, bauð Ottar nokkrum
gestum að leika dúett á móti sér. Þar léku meðal
annarra, Grétar Geirsson, Reynir Jónasson og
Flemming Viðar Valmundsson. Var góður rómur
gerður að. Um kvöldið hvíldu margir grillin, en
snæddu af hlaðborði hússins. Dansleikurvar með
sama sniði ogáður. Mánudagurinn heilsaði með
sól og blíðu, enda komið að brottför.
Fridjón H.
12
Hljómsveit Gunnars
Kvaran
!
fl
Flemming Viðar
Valmundsson
Meðan dragspilid
dunadi.
ÞórirMagnússon
e*
Hvarersvo glatt
Ljósmyndir
tðk Lára Björg
Jónsdóttir