Harmonikublaðið - 01.09.2008, Síða 13
Pistill frá félagi Harmonikuunnenda í Skagafirði
Félagið leigir húsnæði til æfinga ogaðstöðu
hér á Sauðárkróki, æfingar eru oftast einu
sinni í viku. Tvær hljómsveitir eru starfandi
ífélaginuogerhvorhljómsveitskipuð harm-
óniku, gítar, bassa, trommum og söngvara.
Engin félagsgjöld eru greidd til félagsins,
en gefin eru út félagskort til þeirra sem óska
eftir að gerast félagar. Út á þau kort fá þeir
lægri aðgangseyri að dansteikjum aukþess
sem þau eru númeruð og eru notuð sem
happdrættismiðar á hverjum dansleik. Hver
sem er getur gerst félagi, þess vegna strax
við innganginn, gilda þá þessi fríðindi á
þann dansleik og svo frv. Kortafélagar eru
núna um 60.
Haldnir voru fjórir dansleikir sfðastliðinn
vetur í félagsheimilinu Ljósheimum. Þar var
m.a. stiginn Mars að gömlum sið ogýmsir
leikirtengdirhonum. Einnigvardansleikur
á skemmtistaðnum Mælifelli á Harmóniku-
daginn. Á harmónikudaginn var opið hús
með tónleikjadagskrá frá kl 13 - 17, Þar
komu fram harmónikuleikararfélagsins með
einleiki og dúetta. Einnig léku hljómsveitir
félagsins, söngvarar með þeim voru Þor-
bergur Skagfjörð Jósepsson og Ingunn Krist-
jánsdóttiren húnvarð íöðru sætirísöngva-
keppni framhaldsskólanna sem haldin var
á Akureyri 2008. Ekki má gleyma sveiflu-
kóngnum honum GeirmundiValtýssyni, það
er ekki að spyrja að stuðinu þegar hann er
annars vegar. Geirmundur er eins og við
vitum einn af stórsnillingum í tónlistar geir-
anum, semur lög, spilar .syngur og leikur
við hvern sinn fingur. Hann kom sem gesta-
spilari með harmónikuna, ásamt Jóhanni
Jóhannssyni trommuleikara og Rögnvaldi
Valbergssyni sem er organisti við Sauð-
árkrókskirkju með meiru og spilaði hann
á bassagítar. Þarna komu um 100 manns og
létu vel af.
Þess má geta að tónlistardagskráin frá
harmónikudeginum 2007 vartekin upp og
eigum við enn nokkra diska ef einhverjir
hefðu áhauga á að eignast þá. (Hafið sam-
band við Gunnar Ágústsson)
Fjölskyldu hátíð harmónikuunnenda varað
venju haldin íHúnaveri um Jónsmessuhelg-
ina í samstarfi við H.U.H. Eins og mörg und-
anfarin ár tókst hún Ijómandi vel og lék
veðrið við okkur. Heldur færri gestir voru
nú en ífyrra, en það gerist ævinlega á þeim
árum sem landsmót eru haldin. Á hátíðinni
komu fram harmónikusnillingar eins og
Bragi Hlíðberg og Jón Þorstein Reynisson
semfóru ákostum. Þá spiluðu Aðalsteinn
ísfjörð og Jón St. Gíslason, systkinin frá Öxl,
Sigurjón og Dagmar Ósk Guðmundsbörn,
Óskar Óskarsson frá Steiná spilaði ásamt
kennara sínum Benedikt Blöndal. Einnig
kom fram hljómsveit afyngri kynslóðinni
sem heitir Baggabandið, eru það fjórir ungir
strákar úr Húnavatnssýslu og tókst þeim vel
upp. Við eigum örugglega eftir að heyra
meira í þeim. Sfðast á prógramminu voru
Rjúpurnar, þar eru á ferðinni fjórarkonur
sem spila á fiðlur og ein dönsk kona sem
kennir gestum danska þjóðdansa, Jón St.
Gíslason spilaði með þeim á harmónikuna.
Rýmdurvarparturafsalnumoghópurgesta
tók þátt í dansinum sem tókst alveg merki-
lega vet svona í fyrsta skiptið. Tónleikadag-
skráin stóð frá kl. 14 -17 með kaffihléi sem
kvenfélagskonur stóðu fyrir af myndarskap
samkvæmt venju. Kynnirvar Heiðar Kristj-
ánsson og fórst honum þetta vel úr hendi
og munni, þökkum við honum kærlega fyrir
hans framlag.
Áföstudagskvöldinu gerðum við tilraun með
að halda unglingadansleikfrá kl. 20 - 22 .
Hljómsveitin Baggabandið spilaði og var
aðgangur ókeypis. Ekki virðist grundvöllur
fyrir svona uppákomu í tengslum við fjöl-
skyldu hátíðina en aðeins örfáir mættu. Það
er spurning hvort ekki væri hægt að koma
svona unglingadansleik á í sambandi við
unglingamótið. Fá þá einhverjar hljóm-
sveitir sem skipaðar eru unglingum undir
18 ára aldri til þess að spila ?
Félagið tók þátt í landsmótinu 2008 þar
spiluðum við sex lög, þar af tvö eftir Aðal-
stein ísfjörð sem er aðal spilarinn í annarri
hljómsveitinni hjá okkur. Með Aðalsteini
spiluðu þarna bræðurnir Jón og Stefán
Gíslasynir, Jón Þorsteinn Reynisson og svo
Kristján Þór Hansen á slagverk. Jón Þor-
steinn tók Ifka þátt í einleikstónleikum og
Aðalsteinn og Kristján tóku þátt í spili á
dansleik.
Aðalfundur S.Í.H.U er á næsta leyti, eftir
hann förum við að skoða framhaldið hjá
okkur. Hverjir verða með á næsta tímabili
af hljóðfæraleikurunum og svo frv. Söng-
konan hún Ingunn Kristjánsdóttir er farin til
náms í Noregi og verður því ekki með næsta
tímabil.
Við horfum björtum augum fram í tímann
þrátt fyrir ýmsar þrengingar í þjóðfélaginu
Með kveðju úr Skagafirði,
GunnarÁgústsson.
i \ y/‘( yeys/tu/i.s/in/1 /ncri // /yó/n.s o cif
t íoír/i/tfYc/íf/1 cí ^ {/uif*euf+i
NÝ OC ELDRI DANS OC DÆGURLÖG.
Harmonika, SÖNCUR, OC ÞEIRI HUÓFÆRI
Hress oc skemtilecur diskur
Fæst aðeins hjá útgefanda í
síma 891 6277 oc 4671277