Harmonikublaðið - 01.09.2008, Síða 16
Sumarhátíð Harmonikufélags Héraðsbúa
Jónas og félagar leika fyrir dansi.
BræðurnirAndri Snærog Bragi Fannar
ásamtAðalsteini ísfiörð og Einari
Guðmundssyni.
Hátíðin var eins og áður haldin um versl-
unarmannahelgina og fór að mestu leyti
fram í Brúarási með bakland í Svarta-
skógi.
Hátíðin hófst með dansleik á föstudags-
kvöldi þar sem harmonikumenn skiptu
kvöldinu á milli sín og nutu dyggrar aðstoðar
grunnhljómsveitar sem samanstóð af
trommum, bassa, gítar og hljómborði.
Guttormur Sigfússon með einleik.
Sigfús Vilhjálmsson segirfrá.
Á laugardeginum var skemmtidagskrá með
fullu húsi gesta. Meðal þeirra sem fram
komu voru Jóhannes Kristjánsson, eft-
irherma, SigfúsVilhjálmsson, sögumaður,
bræðurnir Andri Snærog Bragi Fannar Þor-
steinssynir, Aðalsteinn ísfjörð og Guttormur
Sigfússon sem léku á harmonikur og þrjár
konursem sungu ognefndu sigVaðmálog
sögðu það mótvægi við nafnið Nylon.
Jóhannesi fannst annað nafn ekki síðra,
eða Beðmál. Öll dagskráin tókst vel undir
öruggri stjórn Jónasar Þórs Jóhannssonar
sem varkynnir. EGTónar, EinarGuðmunds-
son var með sölusýningu á harmonikum.
Hann á heiður skilinn fyrir dugnað við að
koma vítt um land með mikið úrval harm-
Jðhannes Kristjánsson.
onika og auðvelda þannig mörgum að velja
sér rétta hlóðfærið. Um kvöldið var svo
dansleikur þar sem flestir frá kvöldinu áður
spiluðu og fleiri bættust f hópinn.
Mótshaldarar eru nokkuð ánægðir með
hvernig til tókst, aðsókn allgóð og ekki
hægt að kvarta undan veðrinu.
Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir.
Einar Guðmundsson með hluta af sýningunni.
16