Harmonikublaðið - 01.09.2008, Page 17
Heimsókn til Félags Harmonikuunnenda
við Eyjafjörð 29. mars 2008
Það var laugardaginn 29. mars sl. sem Nik-
kolínufélagar héldu af stað í skemmtiferð
og var ferðinni heitið norður á Akureyri í
heimsókn til harmonikuunnenda við Eyja-
fjörð. Þessi harmonikufélög hafa átt mjög
skemmtilegt samstarf um árabil, skipst á
heimsóknum og það hafa verið ánægjulegar
samverustundir í góðum félagsskap.
Nú var svo komið að okkur Nikkolínufélögum
að þiggja heimboð og í þetta sinn var okkur
boðið á árshátíð F.H.U.E.
Það var lagt af stað frá Búðardal um 9 leytið
á laugardagsmorguninn. Reyndar þjófstört-
uðu Gunný og Jón og fóru norður á föstu-
dagskvöldiðtilað lengja helgina. Einnigfóru
norður á eigin bíl um morguninn þýski
trommuleikarinn okkar hann René og Eva
kærastan hans. Þáeru ótaldir þessir 12 ferða-
langarsemfóru í rútunni hansSveinsáStað-
arfelli og höfðu það gott.
Við vorum komin norður til Akureyrar um 1
leytið og þar tók á móti okkur í Stórholtinu
formaður Eyfirðinga, Einar Guðmundsson
og móttökunefndin góða, Filippía, Númi og
Arnar. Þar beið okkar rjúkandi súpa og með-
læti, sem var vel þegið og hressandi eftir
ferðina. Sfðan var okkur vísað til gistingar
bæði innanhúss og utan, það er að segja í
nettu sumarhúsi á lóðinni.
Ingimar Sigurdsson, Vilhjálmur Bragason og
Sveinn Gestsson á Staðarfelli á lagernum hjá
Víking
Móttökunefndin var hin dularfyllsta ogvildi
ekkert láta uppi um skipurit dagsins, þau
sögðu að Dalamenn hefðu komið þeim svo
skemmtilega á óvart í síðustu heimsókn að
nú yrði það endurgoldið. Hópurinn var svo
drifinn upp í rútuna og haldið af stað undir
stjórn formanns og móttökunefndar. Það
kom í Ijós að ferðinni var heitið fram í Eyja-
fjörð, undir traustri leiðsögn Einars með
aðstoð einstakra nefndarmanna þegarvið
átti. Við héldum sem leið lá að Smámuna-
11 mm 1 1
0 • .! m
Á árshátíð -Ásgerdur, Melkorka, Hitdurog Jðhannes o.fl.gestir
safninu sem er í félagsheimilinu Sólgarði.
Þar bauð nefndin okkur að ganga inn og
skoða og þar kenndi nú ýmissa grasa. Það
er hreinlega alveg ótrúlegt hversu mörgu
smáu og stóru hefur verið haldið til haga
þar, t.d. má rekja sögu hurðarhúna sfðustu
aldar og sömuleiðis ótrúlegt safn af mismun-
andi nöglum og skrúfum. Ýmsar minningar
vöknuðu, t.d. um SpurCola, Vallash, gömlu
ritvélina sem var svo frábær tækninýjung á
sínum tíma en er nú löngu horfin í skugga
tölvutækninnar, o.m.fl. Eftir drjúga dvöl á
Smámunasafninu var ferðinni haldið áfram
ogekiðtilbakatilAkureyrarhina leiðina. Þá
kom í Ijós að næsti áfangastaðurvarVfking
bjórverksmiðjan og það þótti mönnum ekki
slæmt. Þar fengum við mjög góðar móttökur
og leiðsögn um alla verksmiðjuna, það var
smakkað á byggkorni á ýmsum stigum, mest
á því í fljótandi formi og það fékk mjög góða
dóma, enda var glatt á hjalla f hópnum.
Það var því kátur hópur sem kom aftur heim
í Stórholtið til að skipta um föt og koma
hljóðfærum í rútuna sem flutti okkur svo á
árshátíðina. Þar var okkur tekið sem þjóð-
höfðingjum, leidd beint að fráteknum
borðum og dekrað við okkur í mat og drykk,
sannkölluð stórveisla. Skemmtiatriði voru
undir borðhaldi, stórsveit F.H.U.E. spilaði
undir stjórn Roar Kvam ogsvo tóktrommu-
leikari okkar, hann René, smátrommueinleik.
Það er samt aldrei neitt smátt við hann René,
hann lifir sig algjörlega inn í tónlistina og
lemur húðirnar svo um munar. Sumum þótti
nóg um kraftinn en aðrir voru hrifnir. Mel-
korka, formaður Nikkolfnu, þakkaði svo fyrir
okkur og færði Einari forláta handprjónaða
og hyrnda víkingahúfu. Síðan var slegið upp
balli þar sem bæði gestir og heimamenn
léku fyrir dansi og dansinn dunaði fram eftir
nóttu.
Þegarviðkomum heim f Stórholtið eftir dans-
leikinn ífylgd heimamanna, beiðokkarveisla
f sumarhúsinu. Filippía reiddi fram mynd-
arlegar veitingar að vanda og menn nærðu
sig, ræddu landsins gagn og nauðsynjar og
svo var auðvitað spilað á nikkur. Þetta eru
skemmtilegustu stundirnar að hlusta á góða
tónlist í góðra vina hópi og njóta góðra veit-
inga eftir skemmtilegt kvöld.
Melkorka afhendir Einari Guðmundssyni
víkingahúfu
Um nóttina kyngdi niðursnjó, en þegarvið
sumarhúsafólkið röltum í morgunverðinn
var Númi búinn að moka stéttina fyrir okkur
tilað léttaokkursporin. Allirgerðu matnum
góð skil en síðan var farangri og hljóðfærum
hlaðið í rútuna, heimamenn kvaddir með
þökkumfyrirfrábærarmóttökurogskemmtun
og svo var ekið úr snæviþöktu hlaði á rútunni
hans Sveins á Staðarfelli og haldið af stað
heimleiðis í Dalina. Heimferðin gekkvel og
greiðlega og allir komu heilir og ánægðir
heim.
Eyfirðingar, kærar þakkir fyrir góðar mót-
tökur, vináttu og skemmtun.
Nikkolína
17