Harmonikublaðið - 01.09.2008, Page 19

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Page 19
<jjo yic -cjjo s^pc -cjjc> a*T>c 'OjO' s»^c ■cJ’jO' cJ'jO' »T>c <Jr> »tc <Jr> »Tc þar sem Tatu hefur kennt, auk þess íTón- menntaskólanum í Reykjavík og Tónlistar- skóla Kópavogs. Tatu Kantomaa hefur haldið einleikstónleika vítt um heim ogfarið hringferðir um ísland, ásamt óteljandi viðburðum af ýmsum toga svo sem uppfærslum í Þjóðleikhúsinu og íslenska dansflokknum. Leikið inn fjölda hljómplatna, auk þess að koma fram með úrvals listamönnum innanlands og utan. Hljómsveitin Rússfbanar hefur verið stór hluti af músíklífi hans á íslandi. Vinur og félagi í sveitinni Guðni Franzson klarinett- leikari stofnaði Tóney, miðstöð tónlistar og tónlistarkennslu sl. haust. Þeirfélagar hygg- jast skipuleggja „Master Class“ fyrir harmóníkuunnendur og áhugamenn. Tatu sagði störfum sínum lausum við tónlist- arskólana um sl. áramót og fluttist aftur í heimabyggð sína Rovaniemi ÍFinnlandi, en hyggst koma reglulega til íslands og spila og kenna. Það er ánægjulegt og happ fyrir íslendinga, að hinn hugprúði listamaður skuli halda tryggð við land og þjóð. .í. wr smuimarf vmuimm7 vwa. Sem fyrr greinir eru 17 lögá geisladiskinum sem Tatu leikur eftir Jóhannes G. Jóhannes- son. Af þeim lögum sem eigi hafa heyrst áður, eru Endurminning og Dagrenning athyglisverð. Lag nr. 3 heitir þarna Á Sunnu- hvoli. Árið 1978 gáfu ÁÁ hljómplötur út plöt- una Gamalt og nýtt. Þar leika Guðjón Matth- íasson og Harrý Jóhannesson umrætt lag, en nefnist Að Sunnuhvoli oghyggégað það sé hið rétta. Einnig er á diskinum snyrtilegur mars nr. 10 og nr. 7 er ágætur tangó, sem nefnist Kvöldskin. Tatu hefur einmitt gefið sig undanfarið að tangótónlist og leikið á bandóneon, sem er hljóðfæri náskylt harm- óníku, en Finnareru þekktir fyrir slíka músík. — Úttit og frágangur umslags er afar glæsi- legt og öll tónlistin fagmannlega unnin eins og vænta mátti þar sem Tatu er annars vegar. Hann hefureinnigtekiðsaman nótna- hefti með lögunum og er hvort tveggja hug- Ijúf og falleg kveðja. Hjalti Jóharwsson 12 Tónar kynna nýjan geisladisk: Villi Valli - í Tímans Rás Hugljúf og yndisleg plata af gamla skóla- num frá ísfirska rakaranum Villa Valla. Myndir af Villa Valla í stuði, texta og fleira má nálgast á síðunni: http://homepage. mac.com/v123/FileSharing21.html Nánari upplýsingar gefa: Villi Valli: 456-3040 eða Viðar Hákon: 8979105 eða netfang: v123@mac.com 12 Tónar: 511-5656 í Tímans Rás inniheldur ellefu lög, flest eftir Villa en þar má heyra jazz, franska harmonik- kumúsík, tangó og bossanóva sem honum tekst á slunginn hátt að flétta saman í fallega heild. Sjálfur spilar hann á harmoniku og tenór saxófón. Megnið af plötunni var tekið upp í félagsheimili Bolungarvfkur þar sem hann spilaði með gömlum jazz félögum sínum aðvestan. Nokkur lögvoru síðan hljóðrituð í Sundlauginni í Mos- fellsbæ en þar spilaði hljómsveitin Flís með honum. Um sönginn sjá K.K. ogYlfa Mist Helgadóttir. Barnabarn Villa Valla, Viðar Hákon Gíslason (Viddi íTrabant) stjórnaði upptökum. Þetta er önnur plata Villa, sú fyrsta kom út á sjötugsafmæli hans, árið 2000. Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.